Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 36

Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 36
frænku sinni að kaupa útvarps- viðtæki. Frú Harter, sem hafði komizt -úr jafnvægi við tilhugsunina um lyftuna, var ekkert hrifin af þessari hugmynd. — Ég held ég kæri mig ekkert um þessar ný- tízku uppfinningar, sagði hún vesældarlega. Þessar bylgjur, skilurðu — þessar rafmagns- bylgjur. Það getur verið að þær :séu skaðlegar fyrir mig. Charles var þolinmóður, ung- ur maður og hafði mikla hæfi- leika til að telja um fyrir fólki. — Elsku, bezta frænka, sagði hann, lof mér að skýra þetta fyr- ir þér. Hann var brot af útvarps- virkja og hann hélt yfir henni langa ræðu, sem var svo þrung- in tæknilegu orðflúri að gamla konan, sem var að drukkna í þessum orðaflaumi, varð að lok- um að láta undan. — Já, auðvitað, Charles, muldr- . aði hún, — ef það er þitt álit — — Elsku góða frænka mín, sagði Charles himinlifandi. — Útvarpstæki er einmitt- það, sem þú þarft. Það gefur þér ekk- ert næði til að hugsa dapurlegar hugsanir og láta þér leiðast. Lyftan var sett í húsið, og skömmu síðar kom útvarpið, .stórt vandað tæki með urmul af stungum. Frú Harter sat 1 bak- háa stólnum sínum og virti það fyrir sér kurteislega, en þó með nokkurri vantrú í svipnum, með- an Charles sneri knöppunum og hélt langa, tæknilega ræðu. Henni þótti afar vænt um Charles. í nokkur ár hafði hún haft hjá sér eina frænku sína, Miriam Harter. Hún hafði ætlað sér að gera ungu stúlkuna að einkaerfingja sínum, en Miriam hafði ekki reynzt henni vel. Hún var óstýrilát og reyndi ekki að dylja leiðindi sín þegar hún var í návist gömlu konunnar. Hún var alltaf úti á „ralli“, eins og frú Harter komst að orði, og loks hafði hún tekið saman við ungan mann, sem frú Harter féll alls ekki 1 geð. Hún hafði sent Mir- iam heim til foreldra sinna eins og hverja aðra gallaða vöru. Stuttu síðar hafði hún gifzt unga manninum, og frú Harter sendi henni kniplaða vasaklúta og aðr- ar smágjafir á jólunum. Þegar komið var á daginn að frænkur voru henni ekki að skapi, sneri hún athygli sinni að frændunum. Henni hafði strax fallið vel við Charles. Hann var alltaf kurteis og hæverskur í umgengni við gömlu konuna og virtist hlusta með áhuga þegar hún rakti fyrir honum æsku- minningar sínar. Hann var alltaf í góðu skapi og lýsti því yfir mörgum sinnum á dag að gamla ;34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.