Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 37
konan væri bezta frænka í heimi. í einu orði: hann var alger and- stæða Miriams. í gleði sinni yf- ir að hafa fengið slíkan fyrir- myndar frænda 1 húsið skrifaði frú Harter lögfræðingi sínum og bað hann að breyta erfðaskránni. Hann sendi henni erfðaskrána í nýju formi, hún imdirskrifaði hana og sendi hana um hæl. Og nú kom í ljós að Charles hafði aukið vinsældir sínar með útvarpskaupunum. Frú Harter, sem í fyrstu hafði verið tor- tryggin, fór að kunna vel við tækið, og loks varð það henni eins og hjartfólginn vinur. Það stytti henni stundirnar þegar Charles var úti. Hins vegar kunni hún því fremur illa þeg- ar Charles var heima og var að leita fyrir sér að erlendum út- varpstöðvum. En þegar Charles var boðinn út til tedrykkju eða spilakvölds hjá vinum sínum, sat gamla konan á bakháa stóln- um og naut dagskrárinnar í ró og næði. Hún hafði átt útvarpstækið 1 þrjá mánuði þegar dularfull og óhugnanleg fyrirbrigði tóku að hrella hana. Charles var úti að spila bridge. Frú Harter sat að vanda og hlustaði á útvarpið, þekkt söngkona var að syngja lagið Annie Laurie, og í miðju laginu gerðist það. Allt í einu þagnaði söngurinn, það heyrðust nokkur snarkandi, kumrandi hljóð, og svo þögnuðu þau líka. Andartak ríkti grafarþögn, svo heyrðist lágvær suða og þá karl- mannsrödd með daufum írskum hreimi, sem sagði hátt og greini- lega: — Mary — heyrirðu til mín, Mary? Þetta er Patrick. . . . Ég kem bráðum og sæki þig. Ertu viðbúin að koma með mér, Mary? í sömu andrá hljómuðu tónar Annie Laurie aftur um stofuna. Frú Harter sat upprétt í stóln- um, stjörf af skelfingu, og ríg- hélt sér í stólbríkurnar. Hafði hana dreymt þetta? Patrick! Rödd Patricks! Rödd Patricks hér í stofunni! Nei, hana hlaut að hafa verið að dreyma. Hún hlaut að hafa sofnað í nokkrar mínútur. En það var þó skrýtið að hana skyldi dreyma að hún heyrði rödd mannsins síns á öld- um Ijósvakans. Það gerði hana hrædda. Og hvað hafði hann sagt?‘ Ég kem bráðum og sæki þig. Þetta hlaut að vera fyrirboði. Hjarta hennar var lélegt, og hún var ekki ung lengur. Hún skýrði engum frá því hvað hafði borið fyrir hana, en næstu daga var hún mjög hugs- andi og utan við sig. MAÍ, 1955 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.