Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 43

Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 43
spurði lögfræðingurinn hvass- lega. — Já, alveg viss. Hún gaf mér fimmtíu pund í seðlum og sýndi mér um leið langt bláleitt um- slag, sem hún sagði að erfðaskrá- in væri í. — Það er rétt, sagði Hopkin- son. — Þegar ég fer að hugsa um það man ég að sama bláa um- slagið lá þarna á borðinu morg- uninn eftir að hún dó. Það var tómt, og ég lagði það á skrif- borðið. Charles stóð upp og gekk að skrifborðinu. Andartaki síðar kom hann til þeirra með bláleitt umslag, sem hann rétti lögfræð- ingnum. Hopkinson kinkaði kolli. — Já, þetta er umslagið, sem við send- um erfðaskrána í á þriðjudaginn var. Hann virti Elísabetu fyrir sér í þungum þönkum. — Segið mér, var kveikt upp í arninum um kvöldið? — Já, eins og alltaf. — Þökk, þá var það ekki fleira. Elísabet fór. Charles laut fram og studdi skjálfandi höndum á borðröndina. — Hver er yðar skoðun? Um hvað eruð þér að hugsa? spurði hann. Hopkinson hristi höfuðið. — Við verðum að vona að erfðaskrá- in komi í leitirnar. Ef ekki, þá er aðeins ein skýring möguleg. Frænka yðar lét okkur senda erfðaskrána í því skyni að eyði- leggja hana. Þar eð hún vildi ekki að Elísabet biði tjón við það greiddi hún henni þessi fimmtíu pund, sem hún hafði ánafnað henni í erfðaskránni — En hvers vegna? æpti Charles hranalega. Við vorum heimsins beztu vinir fram að andláti hennar. — Einmitt það, muldraði Hop- kinson án þess að líta á hann. Það kom flatt upp á Charles að lögfræðingurinn skyldi ekki trúa honum. Hver vissi nema þessi gamli bragðarefur hefði heyrt eitthvað um hann? Hvað væri eðlilegra en hanp ályktaði sem svo, að frú Harter kynni að hafa heyrt eitthvað líka og þeim hefði lent saman? En það var ekki rétt! Charles lifði nú beizkustu stund ævi sinnar. Lygum hans hafði verið trúað. En nú, þegar hann talaði satt, var hann ekki tekinn trú- anlegur. Hvílíkt öfugstreymi! Auðvitað hafði frænka hans ekki brennt erfðaskránni! En — skyndilega sá hann fyrir sér sýn, sem lamaði hann: Gömul kona, sem grípur annarri hendi að hjartastað . . . og eitthvað flögrar úr hendi hennar . . . hvít pappírsörk . . . sem fýkur fyr- MAÍ, 1955 41

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.