Heimilisritið - 01.05.1955, Side 48

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 48
Þessi tegund hverfur venjulega alveg og skilur ekki eftir ör. Hin tegundin fer dýpra í húðina og þá koma bólur með greftri. í því tilfelli eru gerlar á húðinni til skaða. Þegar svona meinsemd batnar, skilur hún venjulega eftir smáör og holur á andlitinu. Af þessum ástæðum er hrein- læti afar mikilvægt, ef um al- varlega húðkvilla er að ræða. Má ég nota fegurðarlyf eða versnar mér við það? Flestir læknar eru sammála um, að fegurðarlyf séu ekki skaðleg. Örsjaldan rekast lækn- ar á tilfelli, þar sem stúlka er óeðlilega viðkvæm fyrir sérstök- um fegurðarlyfjum, sem hafa slæm áhrif á hörundið. Oliver J. Harris, velþekkt- ur sérfræðingur í húðsjúkdóm- um í Boston, heldur því fram, að sumar tegundir fegrunarlyfja verði til þess að fílapensar myndist, vegna þess að þau stífla eða fylla svitaholurnar. Hann og fleiri sérfræðingar ráðleggja oft „ofnæmis“ smyrsl, sem eru sérstaklega samsett handa stúlkum með viðkvæma húð. Mörg fyrirtæki framleiða krem, sem eru mild og erta ekki hörundið. Svo má nota venju- legt „make-up“ yfir þau. Svona má hylja mikið af bólum og ör- um á andlitinu, þangað til mein- semdin er læknuð eða eldist af sjúklingnum. I Getur breytt mataræði hjálpað til að lækna húðkvilla? Hvaða tegundir fæðu væri bezt að forðast? Flestir sérfræðingar eru sam- mála um, að breytt mataræði hefur oft góð áhrif. Tilraunir, sem hafa verið gerðar, hafa leitt í ljós að mataræði hefur átt virkan þátt í húðkvillum helm- ings þeirra sjúklinga, sem rann- sakaðir voru. Það gildir einu, hvaða lækning er reynd við sjúkling, eftirlit með mataræð- inu gefur alltaf-góða raun. Ýms- ar fæðutegundir eins og mjólk, smjör, súkkulaði, appelsínur, hnetur, vínber, rjómaís, mayon- naise og feitt kjöt geta verið sér í lagi skaðlegar, og fólk, sem hefur mjög slæma húð skyldi neyta þeirra í hófi eða alls ekki. Læknir ætti alltaf að leggja á ráðin í hverju tilfelli. Skelfisk- ur og humar, vegna joð- og bróminnihalds, virðast líka hafa heldur slæm áhrif á hörund ung- linga. Hvað lengi stendur þessi húð- kvilli? Eins og ég hef sagt áður, eru sum tilfelli væg, og eru aðeins efst í húðinni, og hverfa á einu 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.