Heimilisritið - 01.05.1955, Side 50
Ef þú kemst í mikla geðshrær-
ingu, versnar þér.
Gættu betur að því, sem þú
borðar og reyndu að halda hör-
nndinu eins hreinu og þú getur.
Mikilvægast er, að þú fyllist
ekki beiskju, því að skapillska
;spillir vinsældum þínum meira
■,en nokkrar bólur á andliti þínu.
Ef þú reynir að halda þínu góða
skapi, verðurðu alltaf falleg,
þótt þú hefðir nokkur smáör eft-
ir þessa reynslu.
Ráðleggingarnar um matar-
æði og hreinlæti eru mikilvæg-
ari fyrir þig núna, Alice, en sér-
staklega blönduð smyrsl eða
hormónatöflur. Ef þú gerir þér
reglur um hirðingu húðarinnar
og ferð vandlega eftir þeim,
færðu að öllum líkindum fallegt
og bjart hörund. *
ÍORSTEINN JÓNSSON FRÁ HAIVIRI:
Skin og skúrir
Með augum sálar ég sé á kvöldum
að sælt er að ráða tímans gátur;
Á fleytu minni ég flýt á öldum,
minn flutningur bæði er tár og hlátur.
Fr brenna geislar í bylgjuföldum,
þá bresta fjötrar. Þá verð ég kátur.
En stundum sé ég frá sölum vænum
með söngvum stafandi myndum
Ijósum.
Ég finn mig staddan und greinum
grænum,
þótt gleymdar séu hjá dauðans ósum,
en sérhver þytur, sem berst með
blænum
er blandinn ilmi frá dánum rósum.
Ég skimað get inn í skuggum svörtum
og skapað huganum þokuveldi.
Eg unað get, ef að björmum björtum
í blóðið stafar á dimmu kveldi . . .
en bezt, þar sem gleðin býr í lijörtum
og brosir við lifandi kærleikseldi.
Mín borg er sól í sjáandans laugum,
er sindrar stöðugt og ísinn mylur.
Þar ber ég hið vökula vor í taugum
og viðkvæman þátt, sem eilífðin
skilur.
Hún sér að býr inn í svona augum
liið suðræna vor og liinn norræni
bylur.
Er styður á þráðinn stormsins fingur,
er stunið þungt yfir föllnum borgum.
Ég mola úr steinum mynd — sem
springur,
því margt er reikult á heimsins
torgum, —
— ég heyri það Ijóð, sem lífið syngur
og leiðir vísar í ást og sorgum.
Ég stari dapur á rót, sem rotnar,
ef rænt er gulli úr mínum draumum.
En vængir skapast, ef vegur þrotnar,
og varpa af sálinni þungum taumum.
Ég stend, þar til lífsins bára brotnar,
og bljúgur mótast af hennar
straumum.
48
HEIMILISRITIÐ