Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 55

Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 55
— íEn elskan mín góða það hefur mig ekki grunað. Ég hélt hið gagnstæða, að . . . — Ég veit það vel, Ralph. Þetta var allt saman mér að kenna — ég hef bara aldrei get- að viðurkennt það. Geturðu fyr- irgefið mér . . . og viltu koma heim til okkar aftur? Hann þrýsti henni fastar að sér: — Hvort ég vil! Það verður dásamlegasta stund lífs míns — nei, næstdásamlegasta. Sú dá- samlegasta var daginn sem ég fluttist hingað í fyrra skiptið. Síðan gekk hann inn fyrir og hringdi til ungfrú Turner. . . . * Skilnaðarræða Presturinn: Elskulegu, ástfólgnu sóknarbörn! Nú er skilnaðar- stundin komin. Vér verðum að skilja. Kallið er komið, og ég hlýt að kveðja yður í síðasta sinn, til þcss að gegna köllun minni í fjar- lægu héraði. Sárar saknaðartilfinningar ættu því að gagntaka hjarta mitt á þessari stundu. En ég hef þó nokkrar ástæður til að vera ekki eins hryggur yfir skilnaðinum, og ég ætti að vera, og þær ástæður eru þrjár: Elskulegu sóknarbörn! Þér elskið mig ekki, þér elskið ekki hvott annað, og drottinn elskar yður ekki. Hefðuð þér elskað mig, þá mynd- uð þér hafa borgað mér tekjur mínar fyrir síðastliðin Du ár. Hcfðuð þér elskað hvort annað, þá myndu brúðkaupin hafa orðið fleiri, en raun hefur á orðið, og ég hefði þá ætíð fengið eitthvað fyrir hverja hjónavígslu. Hefði drottinn elskað yður, þá myndi hann hafa kallað fleiri af yður heim til föðurhúsanna, en hann hefur gert, og þá hefði ég fengið að halda fleiri líkræður. Sjá, þess vegna, ástkæru sóknarbörn, þess vegna vil ég reyna að vera rólegur á þessari beisku skilnaðarstund. Hann vissi það ekki Á dansæfingu í skóla nokkrum í Reykjavík, var dönsk stúlka, sem var boðin á dansæfinguna. — Allir piltarnir kepptust um að fá að dansa við hana. Einn þeirra, sem var mjög lítill vexti, gengur til hennar, hneigir sig djúpt og spyr, hvort hún vilji dansa. Þá segir sú danska reigingslega: „Jeg danser ikke med barne.“ ,,Ó fyrirgefið, fröken,“ svaraði þá pilturinn ,,ég vissi ekki, að það væri þannig ástatt fyrir yður.“ MAÍ, 1955 53

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.