Heimilisritið - 01.05.1955, Side 58
Jcynna komu Vitelliusar, hins
sigursæla hershöfðingja. Fólkið
skelfist, en Rómverjinn er mild-
ur og samþykkir að veita Gyð-
ingum aftur umráð yfir muster-
inu. Skírarinn og Salóme koma
nú inn á sviðið. Ilonum er ákaft
íagnað. Vitellius undrast þetta,
en Heródías, sem hatar Jóhann-
es, segir Rómverjanum, að hann
sé sjúkur í völd. Þetta vekur
auðvitað strax reiði Vitelliusar.
Skírarinn talar kröftuglega gegn
Rómverjum og heldur því fram,
að allt vald komi frá Guði.
III. þáttur
Heimili Fanúels. — Kaldeinn
starir á stjörnurnar. „O, skœru
stjörnur‘'. Hann reynir að afla
sér vitneskju um hvaða mann
Jóhannes skírari hafi að geyma.
Heródías drottning kenmr til
hans og segir honum, að Iíeró-
des elski nú aðra konu (Salóme)
og ennfremur langar hana til að'
fá vitneskju um hina týndu dótt-
ur sína. Kaldeinn leitar um þetta
frétta hjá stjörnunum, en sér
ekkert nema blóð. Síðan lítur
hann út um gluggann og sér þá
Salóme. Heródías fyllist hryll-
ingi þegar hún verður þess vísari
að dóttir hennar sé keppinautur
hennar. Næsta atriði er í must-
erinu. Salóme er í örvæntingar-
ástandi vegna þess að Jóhannesi
skírara hefur verið varpað í
fangelsi. Heródes leitar eftir ást-
um hennar, en hún vísar honum
á bug. Vitellíus, Rómverji, legg-
ur allt mál skírarans á vald
Heródesar. Jóhannes er leiddur
inn og Salóme fleygir sér að fót-
um hans, albúin þess að ganga
með honum í dauð'ann. Þegar
Ileródes verður þess áskynja að
Salóme er heilluð af skíraranum
skipar hann að hann skuli líf-
látinn.
IV. þáttur
Fangelsi. — Salóme kemur
þangað til Jóliannesar, sem
hrífst af einlægni hennar og
elsku, en vill eigi þýðast hold-
legar ástir hennar. Hann neitar
að þiggja frelsi gegn því skil-
yrði, að hann taki þátt í að
lirinda veldi Rómverja. Salóme
er dregin burtu. Lokaatriðið ger-
ist í áhevrnarsal hallarinnar, en
þar stendur yfir veizla til heið-
urs Rómverjanum, Vitellíusi. —
Salóme dansar fyrir Heródes og
biður hann að þyrma lífi Jó-
liannesar. ðleðan hún ber fram
þessa bæn sína er blóði drifið
höfuð skírarans borið inn. I ör-
væntinu reynir Salóme að ráða
Heródías bana, en drottningin
gefur sig þá fram sem móður
hennar. Yfirkomin af hugar-
stríð'i rekur Salóme sig í gegn
og deyr.
56
HEIMILISRITIÐ