Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 60

Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 60
geðjaðist vel að honum við fyrstu sýn, og það gladdi hana. Frú Kinlock lét sér nægja að kinka kolli yfirlætislega, og henni gramdist hvernig birti yf- ir svip allra, þegar Linda nálg- aðist. Jú, hér var sitt af hverju, sem lagfæra þurfti. Þetta fólk skyldi fá að læra, að það var talsverður munur á Kinlock- fjölskyldunni og þjónustuliðinu! En sjálfsagt var það orðið spillt af atlæti, svo að grípa þyrfti til róttækra aðgerða, áður en það vendist því að láta stjórnast af styrkri hendi. Þegar þau komu inn í anddyr- ið kom Gyp flaðrandi með mikl- um vinalátum upp um Lindu. En svo fór hann allt í einu að hlaupa um og þefa hátt og lágt. „Hvað í ósköpunum gengur eiginlega að hundinum?“ spurði Linda undrandi, þegar Gyp kom og gelti framan í hana. En Bruce skildi hundinn og flýtti sér að breyta um umræðu- efni. „Þú verður að sýna mér höll- ina fyrr en seinna,“ sagði hann. „Viltu vera með, mamma?“ En frú Kinlock kaus heldur að sitja fyrir framan arininn í dag- stofunni og fá te. Linda hefði fremur viljað fara að hennar dæmi, en á hinn bóginn var það hálfgerður léttir að losna við umgengni við þá gömlu um stund. Það var farið að skyggja, þeg- ar Linda og Bruce byrjuðu göngu sína um höllina, og bæði komust þau í undarlega, hátíð- lega stemmningu, er þau gengu um hinar virðulegu stofur. Linda hafði til vonar og vara tekið með sér kerti í stjaka, og hún kveikti á því, þegar þau komu í her- bergin uppi, þar sem lægra var undir loft. Flest þeirra voru notuð sem geymsla, en nokkur voru notuð sem svefnherbergi. í einu þeirra voru veggirnir þaktir með fjölskyldumyndum, og þær vöktu athygli Bruce. „Ég verð að skoða þær ræki- legar, þegar bjart er,“ sagði hann. „Því að þetta eru jafnt forfeður mínir sem þínir, Linda. Og nú verðurðu að vera svo góð að sýna mér svefnherbergið mitt. Eða kannske viltu vera laus við það. Líklega tek ég við herbergi föður þíns, og að til- hugsuninni um það geðjast þér víst ekki.“ „Við getum ekki breytt út af hefðbundinni venju hér aðeins mín vegna,“ sagði Lida. „Her- bergið heitir svefnstofa lávarð- arins, og það leiðir af sjálfu sér, að eigandi herragarðsins notar það fyrir sig. Eins er það sjáif- sagt að móðir þín taki rauða her- 58 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.