Heimilisritið - 01.05.1955, Side 61

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 61
Tjergið fyrir sig, sem ávallt hef- ur verið herbergi hallarfrúar- innar.“ Síðustu orðin sagði hún lág- róma, en í flögtandi ljósbirtunni tók hann ekki eftir því að Linda roðnaði. Henni datt í hug, að Bruce myndi sjálfsagt kvænast von bráðar, og þá myndi ung og ókunnug kona flytja þangað inn. Og hvernig myndi hún falla inn í allar aðstæður hér. Hún andvarpaði ósjálfrátt og opnaði dyrnar að herberginu, sem faðir hennar hafði alltaf haft. Bruce nam staðar á þrep- skildinum og leit í kringum sig. Þetta var stórt, ferkantað her- bergi með þremur gluggum. Það skíðlogaði í arninum, og eldur- inn kastaði flögtandi birtu á dökk eikarhúsgögnin og breiða rekkjuna, sem smíðuð var úr svörtum útskornum viði. „Þetta finnst mér stórglæsi- legt herbergi,“ sagði hann hæg- mæltur, „og það er einhvern veginn svo forneskjulegt að ég er viss um það það er drauga- gangur hérna. Því skal að minnsta kosti ekki breytt að neinu leyti, jafnvel þótt það sé svo gjörólíkt svefnherberginu, sem ég hafði í London.“ „Ég hef aldrei séð draug hérna,“ sagði Linda hlæjandi. „En ef þú hefur áhuga á slík- um hlutum, verðurðu að tala við Andrew gamla. Ég er viss um að hann hefur séð sitt af hverju hérna. En eigum við ekki að ganga inn og líta á rauða her- bergið líka?“ Það var heldur minna, og hús- gögnin voru í léttari og kven- legri stíl. „Mamma verður áreiðanlega ánægð með þetta,“ áleit Bruce, „og ég get ekki hugsað mér, að hún vilji breyta neinu. Og nú hef ég víst séð það helzta, svo að við ættum að koma niður og fá okkur tesopa með henni.“ Frú Kinlock hafði skipað svo fyrir, að komið yrði með teið inn í bókastofuna, og þernan var einmitt að koma inn með bakk- ann. Linda fékk sting í hjartað, þegár hún sá aftur fornu te- könnuna og þunnu postulíns- bollana, sem komið höfðu frá Frakklandi fyrir mörgum manns- öldrum. Eldabuskan hafði ekki hug- mynd um, að Londonarbúar borðuðu aðeins kex og marmel- aði með teinu, og þess vegna hafði hún sent inn stórt fat með heimabökuðum bollum og berja- sultu. Bruce og Linda borðuðu þær með beztu lyst, en frú Kin- lock dreypti aðeins á teinu. „Ég er ekki vön að borða á þessum tíma dags,“ sagði hún MAÍ, 1955 59

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.