Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 66

Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 66
og við erum ekki nærri búin með bréfin.“ í þetta sinn andmælti hann ekki, og brátt voru þau niður- sokkin í vinnuna á ný. Einhverra hluta vegna hafði hann fengið andúð á þessuin Maurice Carnforth, jafnvel þó að hann hefði aldrei séð hann. Var ástæðan sú, að Linda hafði forðazt að tala um hann? Hann komst skyndilega úr góða skapinu og langaði mest til að rjúka upp og krefjast þess að hún talaði út. Hvers vegna viltu ekki tala um Maurice Carnforth? Hvers virði er hann þér, pilturinn sá? En hann vissi að hann myndi ekki fá neitt svar frá henni, og þar að auki myndi hann ekki .græða annað á því en að gera sjálfan sig hlægilegan. Hann kveikti sér önugur í sígarettu. Hann hafði aldrei gef- ið sér tíma til að vera í kvenna- stússi og hafði litla æfingu í að umgangast konur eða kynnast skapferli þeirra. Sjálfsagt var það ástæðan til þess að honum datt ekki í hug, að gremja hans var einfaldlega sprottin af af- brýðisemi. Meðan setið var við hádegis- verðarborðið sagði frú Kinlock: „Bruce, heldurðu að það verði langt þangað til við getum farið að nota bílinn á þessum hræði- legu vegum? Mig langar til að fara í heimsókn hérna til ná- granna okkar.“ „Það fer nú víst að líða að því úr þessu,“ svaraði hann. „En ég ætla að skreppa 1 útreiðartúr á eftir, og þá skal ég líta á vegina um leið.“ (Framh.) Ráðning á marz-krossgátunni LÁRÉTT: i. slík, 5. óviss, 10. rusl, 14. kúra, 15. rælni, 16. urta, 17. cfar, 18. atlot, 19. krof, 20. larfana, 22. tusk- aði, 24. iða, 25. murka, 26. skána, 29. gor, 30. óðali, 34. vörn, 35. eir, 36. álið- ið, 37. æri, 38. afl, 39. Ari, 40. inn, 41. litaði, 43. afi, 44. elna, 45. anaði, 46. ull, 47. eldar, 48. flaga, 50. Sif, 51. skuldug, 54. unnusta, 58. Erlu, 59. rauna, 61. nóar, 62. gátt, 63. unnur, 64. niða, 65. laut, 66. naumt, 67. iðar. LÓÐRÉTT: 1. skel, 2. lúfa, 3. írar, 4. karfinn 5. órana, 6. væta, 7. ill, 8. snotur, 9. situr, 10. rukkaði, 11. urra, 12. stoð, 13. lafi, 21. aða, 23. skoli, 25. mor, 26. svæla, 27. körin, 28. árita, 29. gil, 31. aðild, 32. linna, 33. iðnar, 35. efi, 36. ári, 38. aðild, 39. afl, 42. aðflutt, 43. ala 44. elfunni, 46. uggana, 47. ein, 49. aurun, 50. snart, 51. segi, 52. kráa, 53. ultu, 54. undum, 55. sóið, 56. taða, 57. arar, 60. Unu 64 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.