Heimilisritið - 01.11.1957, Page 18

Heimilisritið - 01.11.1957, Page 18
ÞaS varð þögn, sem aðeins var rofin af lágu gjálfri við bátshlið- arnar. Rödd Marcos heyrÖist á ný: ,,Já, ég drepa mann. Þrisvar ég drepa mann.“ Carruthers brosti. ,,Ég geri ráð fyrir, að þú hafir gert það í sjálfs- vörn ?“ ,,HANN SKER MIG Á HÁLS“ ,,Sjálfstíörn ?“ endurtók Marco. ,,Nei, lagsi! Ég var hungraÖur — svo ég varð að éta — ekki rétt ? Varð að drekka !“ Hann starði kalt á bátsfélaga sinn. ,,VarÖ að drekka,“ endur- tók hann og rjálaði við hnífinn og gaut augunum illilega. Carruthers heyktist aftur á bak. Nú sl^ildi hann! Ef Marco átti að lifa, varð hann, Carruthers, að deyja. Vatn svalar þorsta, og blóð er að mestu vatn. O, en blóð er salt. Vissi Marco það ? Hélt fífliÖ í raun og veru, að blóð myndi svala þorsta hans . . . ? Þegar hann neyddi sjálfan sig næst til að líta upp, lágu hinar stóru krumlur Marco máttlausar niður og augun voru lokuS. Ef hann skreiddist nú aftur eft- ir og gripi hnífinn ? En hann vissi með sjálfum sér, að hann hafði hvorki styrk né hugrekki til þess. Marco gæti vaknaS skyndilega, og þá yrðu endalokin skjót. Endalok hans. Sólin hækkaði á lofti og öSru hvoru stundu mennirnir af tómri örvilnan, en hvor í sínu lagi, síð- an þessi hræðilegi ógnun kom upp þeirra í milli. Ógnun um morð . . . og óttinn við hana. Carruthers hreyfði sig meS þjáningu. ,,Ef ég sofna,“ hugs- aði hann, ,,mun þessi óþokki skríða hingaS og skera mig á háls. Drekka síðan blóðiÖ úr / « * mer. Sólin var hætt að hækka og var byrjuÖ langa niðurleiðina. Carruthers leit út yfir hafið og stirðnaði allt í einu. Þarna, meS reyk upp úr tveim skorsteinum, var skip. Hann kraup og upp úr þurru koki hans barst rámt kall. Svo tók hann að snökta veikt af gleÖi og feginleik. Marco sá skipið líka. Hann stóS upp riðandi og baðaði út handleggjunum. Til þeirra barst flaut úr eim- pípu skipsins. Og þeir vissu, að þeir höfðu sézt og voru hólpnir. Tilhugsunin um kalt vatn kvaldi Carruthers. Hann sá sjálf- an sig þamba úr háu glasi meS ísmolanum, sem gerðu þægilegan klingjandi hljóm, meðan hann drakk og drakk. 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.