Heimilisritið - 01.11.1957, Síða 24

Heimilisritið - 01.11.1957, Síða 24
Smásaga eftir H. M. „BJÖSSI, það er mál að fara á fætur." Það var mamma sem kallaði. Ég hrökk upp af værum svefni, og nú mundi ég allt, sem ég hafði verið að hugsa um, er ég sofn- aði um kvöldið. Það átti að senda mig út að vita til Gríms þögla — eins og hann var almennt kall- aður — með vaming. Nú var aðeins ein vika til jóla og því mátti ekki dragast lengur að fara út að vita. — Ég dreif mig á fætur og var þegar albú- inn að leggja af stað. Veðrið var kyrrlátt og afbragðs skíðafæri. — Þegar ég var bú- inn að koma dóti Gríms fyrir á litlum magasleða, er ég átti, fór ég að kveðja. Þegar ég kvaddi pabba sagði hann: „Ég ætla að biðja þig, Bjössi minn, að fara varlega og fara ekki lengra en út að vitanum, ef veðurútlitið skyldi breytast. Mér líst hálf illa á hann. En hann breytist þó ekki, að ég held, fyr- ir miðaftan. Ég bið að heilsa Grími," sagði pabbi að lokum. Ég hélt nú af stað og sóttist mér ferðin vel. Færðin var upp á það bezta, sem hún gat verið. — Margt var það, sem í huga minn kom á leiðinni. Einkum var ég oft að hugsa um Grím og hvemig hann liti út. Margt hafði ég heyrt talað um Grím og eink- um vegna þess hve fámáll hann var. Sagt var að Grímur svaraði varla þótt á hann væri yrt, en þá sjaldan að hann anzaði, svaraði hann einsatkvæðisorðum. Kveið ég því meira fyrir, eftir því sem leiðin styttist, unz ég kom á leið- arenda. Fyrst gekk ég heim að bæ Gríms, sem var skammt frá vit- anum. Barði ég að dymm, en enginn anzaði. Þá hlaut Grímur að vera úti í vita. Gekk ég þang- að. Vitinn var byggður á háum kletti, sem skagaði fram á sjáv- arströndina. Þar beljuðu öldur úthafsins upp við hamarinn og kváðu sinn orustubrag. Þegar ég kom út að vitanum var Grímur að enda við að kveikja ljósin. Heilsaði ég hon- um með handabandi og tók hann kveðju minni hlýlega. Mér varð starsýnt á Grím. Þetta var nú meiri risinn. Hárið 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.