Heimilisritið - 01.11.1957, Side 26

Heimilisritið - 01.11.1957, Side 26
sem verða að heyja sína lífbar- áttu við Ægi gamla. — þú get- ur sofið í fletinu mínu Bjössi minn," sagði Grímur að lokum. ,,Góði Grímur, má ég vera hjá þér uppi í vita í nótt?" spurði ég með eftirvæntingu. Grímur þagði nokkra stund og horfði í gaupnir sér. Loks mælti hann: „Heldurðu að þú verðir ekki syfjaður að hírast uppi í vita- Ekki er þægindunum fyrir að fara þar, máttu vita, drengur minn." Ekki kvaðst ég óttast að mér leiddist og hélt þá Grímur áfram: „Það er nú svo með ykkur ung- lingana, að hafið þið fengið nóg að eta, þá eruð þið strax afþreytt- ir. Ojá, svoleiðis var ég nú einnig þegar ég var ungur. — En leggj- um þá af stað, í drottins nafni." mælti Grímur að endingu. Er við héldum út að vita, var mjög. tekið að hvessa. Og skaínmu síðar rauk hann upp með blindhríð og háarok. En Grímur sagði að allt væri í lagi og með hans hjálp náðum við naumlega út í vitann. „Hvað ertu búinn að vera hérna lengi, Grímur?" spurði ég varlega, er við höfðum komið okkur fyrir uppi í Ijósaklefa vit- ans. „í rúm fimmtíu ár," svaraði Grím,ur dræmt. „Hvernig stóð á því að þú fórst að setjast að héma?" spurði óg nú. Grímur þagði langa stund. Loks sagði hann: „Veiztu af hverju þú varst sendur út í vita, Bjössi minn?" Nei, það vissi ég ekki. „Það var vegna þess að ég bað pabba þinn um það. Mig langaði til þess að sjá þig, dreng- ur minn." Grímur þagnaði andar- tak og leit á mig íbygginn á svip eins og hann byggr yfir markverðu leyndarmáli. Loks mælti hann hátíðlega: „Þú berð nafnið hans afa þíns, Bjössi minn, og því er bezt að ég segi þér það strax, að þegar ég hverf héðan inn á land friðar- ins, þá átt þú að eiga kistuna og það, sem í henni er." Ég lagði hendumar um hálsinn á Grími og sagðist vona að hann mætti vera léngi hjá okkur. Ekki út í vita, heldur ætti hann að koma heim til pabba og mömmu, sagði ég af mikilli ákefð. „Það getur skeð, að það verði áður en langt um líður," svaraði Grímur. Síðan bætti hann við eftir andartaksþögn. „Þú varst áðan að spyrja mig, hvers vegna ég hefði setzt að héma. Saga mín er kannske ekki merkileg, en þú ert sá fyrsti, er heyrir hana, drengur minn. 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.