Heimilisritið - 01.11.1957, Síða 40

Heimilisritið - 01.11.1957, Síða 40
litiÖ mig fullkomna eiginkonu, var ég viss um, að hann væri ekki fullkominn eiginmaður. -— Við eyddum hveitibrauðsdögunum á litlu en viðfelldnu hóteli úti í sveit. Við fórum í ökuferðir og skemmtigöngur langa sumardag- ana. Þó undarlegt væri, minntist Ray ekki framar á konu sína, Diönu, við mig. Ég fann, að hann myndi taka nærri sér að tala um hana, svo ég spurði hann einskis, en oft velti ég fyrir mér, hvernig hún hefði litið út, og hvort þau hefðu verið hamingjusöm. ,,En við vorum svo hamingju- söm, að ég hugsaði lítið um Di- önu. Og svo, allt í einu, var ég vakin upp úr vímunni heldur hast- arlega. Dag einn við morgunverð- inn var Ray að lesa bréf. ,,Þetta er ágætt, jafnvel betra en ég hélt, sagði hann ánægju- lega. ,,Þetta bréf er frá firmanu mínu. Rétt eftir þeim að koma með svona nokkuð fyrirvara- laust,“ sagði hann glaðlega. — ,,Þeir ætla að senda mig til Ný- fundnalands til að sjá um brúar- smíði.“ ,,Nýfundnaland ?" sagði ég hrifin. ,,Ó, Ray, en hvað það er gaman. Ég hlakka til að koma þangað." Hann virtist skelkaður — það er eina orðið yfir það. ,,Þeir láta konurnar aldrei fara með mönn- um sínum, sem eru að störfum, aldrei," sagði hann einbeittlega. ,,Ó, ég mun sakna þín, elskan, en þetta verður ekki lengi — að- eins fjóra mánuði. Og þú færð nóg að gera heima, trúðu mér.“ ,,Getur þú ekki verið heima ? — Er ekki nóg að starfa í Eng- landi ?“ spurði ég. ,,Ja — jú,“ sagði hann hik- andi. ,,En þetta er svo gott tæki- færi — og það tekur aðeins fjóra mánuði." ,,Ég held þú hafir sótt um að verða sendur til útlanda, en bara ekki sagt mér frá því. Það er ekki fallegt," sagði ég og lá við gráti af vonbrigðum og reiði. „Elskan, taktu þessu ekki svona," sagði hann róandi. ,,Ég þarf ekki endilega að fara til út- landa, það er satt, en kaupið er svo gott, og þú vilt að ég leggi dálítið fyrir vegna — vegna barn- anna, er ekki svo ?“ Þetta var útrætt mál, fann ég. Ég gat með engu móti stöðvað hann, ef hann vildi fara. Draumur minn um hamingju- ríkt hjónaband við hlið eigin- manns míns, var að engu orðinn. Ég myndi verða ennþá meira ein- mana en áður, nú, þegar ég hafði kynnzt sælunni í örmum eigin- manns míns. * * * SVO við lukum hveitibrauðs- 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.