Heimilisritið - 01.11.1957, Qupperneq 61

Heimilisritið - 01.11.1957, Qupperneq 61
Lonnies. Öll borgin fengi að vita það. Lonnie yrði handtekinn og blöðin myndu gera það að for- síðufrétt. Allir karlar, konur og börn í Mill Falls myndu pískra og blaðra um það. Karlar, konur og börn. „Ef ég gæti sannað, að þetta væri ekki verk Tanners, myndi fjöldi karla, kvenna og barna í þessari borg sofa værar í nótt,“ hafði Pete sagt áður en hann fór út úr húsinu. Ég stökk á fætur og æddi fram og aftur um gólfið. Nú horfði ég niður hinn vegspottann á kross- götunum. Hvað myndi ske ef ég segði ekki frá? Ef nú „sprengi- efnið“ fuðraði upp áður en nótt- in væri á enda? Eitt gáleysislegt orð, hafði Pete sagt, ein bending og borgin yrði að sláturhúsi. — Skothríð, rýtingar, ofbeldi og dauði. Karlar, ef til vill konur og jafnvel börn myndu liggja í blóði sínu rétt eins og ég hafði séð Ellen liggja fyrir örfáum klukkustundum. Og sökin væri sú, að ég hafði verið hrædd við að segja sannleikann. Hvernig gæti ég lifað í sátt við sjálfa mig eftir það? En hvernig gat ég lif- að án ástar Petes? Lengra komst ég ekki. Ég gat ekki valið á milli veganna. Ég gerði það, sem ég geri ráð fyrir, að flestir hefðu gert. Ég leitaði að smugu þó hana væri hvergi að finna. Taldi sjálfri mér trú um, að ég væri að vaða reyk með allt saman. Hvernig átti ég að vita, að það hefði verið Lonnie? Ef til vill var þetta honum gersamlega ó- viðkomandi. Ef til vill hafði það verið einn af mönnum Tanners. Innra með mér hvíslaði einhver rödd, ekkert er auðveldara en komast að því, er ekki svo? „Ég er ekki hrædd við að gera það,“ svaraði ég. ÉG TÓK upp símtólið og bað um númer Brads í Meekersville. Helen svaraði og það fyrsta, sem hún sagði var: „Vera, við ætluðum að fara að hringja til þín. Svo héldum við, að það myndi bara gera þig órólega. Þú hefur víst ekki orðið vör við Lonnie?“ Mig sundlaði. „Nei,“ sagði ég. „Guði sé lof! Við Brad vorum svo áhyggjufull. Ó, þú hefðir átt að sjá Lonnie í morgun! Hann kom hingað og við sögðum hon- um, að þú hefðir farið með manninu þínum. Hann varð óð- ur. Öskraði og hrópaði og hótaði að —“ Ég hafði ekki kjark í mér til að heyra það. „Hvers vegna haldið þið, að hann hafi komið hingað?“ HEIMILISRITIÐ 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.