Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 2
Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA pizzaostur á tilboði Þú finnur girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is tilboð Bók um fjármálalæsi kærkomin þingmönnum Friðrik Pálsson segir að hug- myndir um aðra staðsetningu flugvallarins í Reykjavík séu ekki komnar á það stig að hægt sé að líta á þær sem raunhæfan kost. Ljósmynd/ Skýrsla sam- gönguráðuneytis 2006  SkipulagSmál FreStur til að Skila athugaSemdum við aðalSkipulag reykjavíkur rennur út í dag Skila undirskriftum í dag Rúmlega 68.000 undirskriftum hefur verið safnað á vefnum lending.is og verða þær afhentar borgaryfirvöldum í dag, föstu- dag, sem athugasemd við aðal- skipulag Reykjavíkur til ársins 2030 sem kveður á um að flug- völlurinn flytji úr Vatnsmýri. Að sögn Friðriks Pálssonar, hótel- haldara og eins aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar, eru þeir bjartsýnir á að athugasemd- ir þeirra við aðalskipulagið verði teknar til greina. „Þegar svo stór hópur landsmanna skorar á borg- aryfirvöld þá er ég viss um það hafi áhrif. Þetta er mesti fjöldi sem skrifað hefur undir áskorun á Íslandi,“ segir hann. Aðspurður hvort að með undir- skriftasöfnuninni sé þess sér- staklega krafist að flugvöllurinn verði alltaf í Vatnsmýri eða hvort það sé frekar nálægð við Landspítala og stjórnsýslu sem hópnum sé umhugað um segir Friðrik mikilvægt að hafa í huga að hugmyndir um aðra stað- setningu í nálægð við Reykjavík séu ekki komnar á það stig að þær séu raunhæfar. „Það er alveg ljóst að flugvöllurinn verður í Vatnsmýrinni um töluverðan tíma, að minnsta kosti þangað til önnur lausn finnst. Undirskrifta- söfnunin er fyrst og fremst við- brögð okkar við því að í aðal- skipulagi er gert ráð fyrir að á næstu árum eigi að loka þessari gríðarlega mikilvægu samgöngu- miðstöð. Meðan engin önnur lausn á höfuðborgarsvæðinu er í stöðunni er ekkert um annað að ræða en að völlurinn verði þar sem hann er.“ Í tilefni útgáfu nýrrar bókar um hagfræði fyrir almenning sem ber heitið „Auður – hagfræði fyrir íslenska þjóð“ gaf Stofnun um fjármálalæsi öllum alþingismönnum eintak af bókinni í gær, föstudag. Einar K. Guð- finnsson, forseti alþingis, veitti bókunum viðtöku fyrir hönd þingmanna. „Það er afar mikilvægt að allir hafi skilning á því hvernig hag- kerfið virkar,“ segir Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjár- málalæsi. Auður er hugsuð fyrir almenning og er grunnrit í hagfræði og efnahagsmálum. „Ég fagna þessu framtaki,“ segir Einar K. Guðfinns- son, forseti alþingis. „Bókin kemur sér vel nú þegar fjárlagafrumvarp- ið er að koma fram... Hún er því kærkomin fyrir okkur þingmenn í þeirri umræðu sem mun fara fram og verður áberandi á næstunni.“ - jh Pílagrímsganga um Reykjavík Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Sögufélagið bjóða borgarbúum og öðrum gestum í bókmennta- og sögugöngu um miðborg Reykjavíkur á morgun, laugardag, undir leiðsögn Jóns Karls Helgasonar. Hann hefur nýlega sent frá sér bókina Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga. Safnast verður saman við Hljómskálann klukkan 15 og byrjað á því að heimsækja myndlhöggvarann Bertel Thorvalssen. Gangan tekur um eina og hálfa klukku- stund. -jh Hjólaskauta- diskó í Ráðhúsi Svokallað hjólaskautadiskó fer fram í bílakjallara Ráðhússins í Reykjavík á föstudag í tilefni af samgönguviku. Diskó- kúlur, ljósadýrð og annað skemmtilegt er hluti af umgjörðinni sem ungt fólk í arkitektúr ætlar að skapa, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir jafnframt að allir séu velkomir hvort heldur á venjulegum hjólaskautum eða línuskautum. Einnig verða á staðnum hjóla- skautar sem mögulegt er að fá lánaða. Mælt er með að allir mæti með hjálma. Rétt hreyf- ing finnst á Hreyfitorgi Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg opnaði nýverið. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorgi er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyf- ingu, svonefnds Hreyfiseð- ils. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað. Embætti landlæknis hafði umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur nú tekið við umsjón vefsins. -jh Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjár- málalæsi, Einar K Guðfinnsson, forseti alþingis og Inga Lára Gylfadóttur, höfundur bókarinnar. Mynd Stefán Hörður Biard Þ egar Hrafni tekst vel upp – þegar hann er í virkilegum ham – þá ber hann höfuð og herðar yfir alla ís- lenska kvikmyndagerðarmenn. Hann er kvikmyndagerðarmaður á heimsmæli- kvarða,“ segir Ólafur Gunnarsson rithöf- undur. Ólafur hefur undanfarið setið við skriftir ásamt Hrafni Gunnlaugssyni kvikmyndaleikstjóra. Þeir hafa skrifað kvikmyndahandrit sem ber yfirskriftina Orðstír deyr aldrei. Um er að ræða vík- ingamynd sem ætti að gleðja aðdáendur Hrafns, en margir telja Hrafninn flýgur og Í skugga hrafnsins hans bestu myndir. Ólafur vill lítið gefa upp um söguþráð myndarinnar. „Þetta eru að mörgu leyti ný efnistök en ég vil nú svosem ekki fara neitt lengra með að segja um hvað mynd- in fjallar eða neitt slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur og Hrafn hafa fengið handrits- styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og vinna nú með framleiðslufyrirtækinu Pegasus að þróun verkefnisins. Rithöf- undurinn kveðst ekki vita hvenær búast megi því að myndin fari í framleiðslu. „Kvikmyndir eru ekkert áhlaupamál. Við þurfum að ganga endanlega frá hand- ritinu. Það yrði þá væntanlega Pegasus sem sæi um að láta þýða það og leita eftir því hvort einhverjir erlendir aðilar hefðu áhuga á að koma inn í verkið. Sem mér finnst nú mjög sennilegt.“ Handritsskrifin eiga sér talsverðan aðdraganda, eða rúmlega sjö ár. „Við þekktumst þegar við vorum ungir menn, hann í Menntaskólanum í Reykjavík og ég í Verslunarskólanum, og höfum síðan vitað hvor af öðrum. Ég hafði gífurlega ánægju af Hrafninn flýgur á sínum tíma og hélt mikið upp á Í skugga hrafnsins. Ég hef reyndar alltaf haft mikla trú á Hrafni. Hann er einn fárra manna sem hafa handbragð við kvikmyndagerð sem til dæmis einkennir menn á borð við Sam Peckinpah og Kurosawa. Svo þegar við hittumst í fimmtugsafmæli Bubba Mort- hens þá impraði ég á því við Hrafn hvað mér þykir vænt um myndir hans. Við töluðum um það hvort ekki væri ennþá ein víkingamynd sem hægt væri að setja saman og gera og höfum verið að kasta á milli okkar ýmsum hugmyndum í þessi ár síðan. Nú erum við komnir með hand- rit og ég held að þetta sé býsna gott hjá okkur, ég er að minnsta kosti ánægður,“ segir Ólafur sem staðfestir að Hrafn muni leikstýra myndinni þegar þar að kemur. „Það er ætlunin, enda hefur hann þetta einstaka handbragð.“ Ekki náðist í Hrafn við vinnslu fréttarinnar. Þetta er ekki eina kvikmyndaverk- efnið sem Ólafur vinnur að. Hann er að vinna að handriti upp úr bók sinni Öxin og jörðin með erlendum framleiðanda. Þá hefur Hilmar Oddsson lengi verið með í bígerð að gera mynd upp úr annarri bók Ólafs, Vetrarferðinni. Ólafur sendi frá sér hina ágætu skáld- sögu Málarinn fyrir síðustu jól en hann hyggst ekki gefa út bók í ár. „Ég hugsa að ég verði með bók á næsta ári og svo ég sleppi kannski andanum úr leirkrúsinni þá verður sú framhald á síðustu skáld- sögu.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Bíó hraFn gunnlaugSSon mun leikStýra orðStír deyr aldrei Hrafn og Ólafur skrifa víkingamynd Hann er kvikmynda- gerðar- maður á heimsmæli- kvarða. Ólafur Gunn- arsson og Hrafn Gunnlaugsson hafa síðan 2006 unnið að ritun kvikmyndahand- ritsins Orðstír deyr aldrei. Hrafn mun leikstýra myndinni og reyna sig enn og aftur við víkinga- myndaformið. Ljósmynd/Jóhann Páll Ljósmynd/Nordicphotos/Getty Tveir af fremstu listamönnum þjóðarinnar leiða saman hesta sína í fyrsta sinn við ritun kvikmyndahandritsins Orðstír deyr aldrei. Rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson segir að þegar hann hitti Hrafn Gunnlaugsson í fimmtugsafmæli Bubba Morthens þá hafi þeir verið sammála um leik- stjórinn ætti að gera eina víkingamynd til. 2 fréttir Helgin 20.-22. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.