Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 44
44 skák og bridge Helgin 20.-22. september 2013  Skákakademían Úti er ævintýri ÖSkubuSku frá Úkraínu... Drottning endurheimtir ríki sitt k ínverska skákstúlkan Hue Yifan vann hug og hjörtu Ís-lendinga þegar hún mætti til leiks á N1 Reykjavíkurskák- mótinu í fyrra. Þá var hún ríkjandi heimsmeistari kvenna, aðeins 17 ára gömul, eftir að hafa árið áður orðið yngst allra í sögunni (bæði karla og kvenna) til að ná heims- meistaratign. Hún þurfti að sjá á eftir titlinum í desember í fyrra, þegar hin úkraínska Anna Us- henina sigraði óvænt á útsláttar- móti FIDE um titilinn. Anna, sem er 28 ára, var aðeins í 17. sæti á stigalista kvenna, og því ekki bein- línis sannfærandi heimsmeistari. Hue Yifan er hinsvegar næststiga- hæst kvenna í heiminum – aðeins goðsögnin Judit Polgar er hærri. (Judit, 37 ára, hefur aldrei tekið þátt í keppni um heimsmeistara- titil kvenna.) Anna Ushenina hefur verið köll- uð Öskubuska skákheimsins, eftir að hafa öllum að óvörum komist til æðstu metorða. En nú er draum- urinn úti – eða svo gott sem. Hinn 11. september hófst einvígi hennar við Hue Yifan í kínversku borginni Taizhou. Þar hefur vinkona okkar frá Kína sýnt mátt sinn og megin, og bókstaflega tætt Önnu í sig. Eftir sex skákir hafði Hue Yifan unnið þrjár – allar með svörtu! – en öðrum skákum lokið með jafnt- efli. Yifan þarf því aðeins 1 vinn- ing úr fjórum síðustu skákunum til að endurheimta kórónuna. Og það verður örugglega létt verk og löðurmannlegt fyrir geðþekku snilldarstúlkuna frá Kína. Skákin blómstrar á Selfossi Selfoss er að verða einn helsti skákbær landsins, eftir að hið kraftmikla skákfélag heimamanna eignaðist heimavöll í Fischerssetr- inu á Austurvegi 21. Þar er hægt að skoða margvíslega muni sem tengj- ast þessum ættleidda syni Íslands, ekki síst úr einvígi Fischers og Spasskys í Reykjavík 1972. Sunn- lendingum þykir greinilega vænt um skákfélagið sitt, og í vikunni færði Dagmar Una Ólafsdóttir á Selfossi skákfélaginu styrk upp á 400 þúsund krónur, sem verða not- aðar til skákkennslu í skólunum í Árborg. Megi þessi myndarlegi styrkur verða öðrum innblástur! Fróðleiksmoli vikunnar Sumir álíta að búið sé að rannsaka allar skákbyrjanir ofan í kjölinn. En það er nú öðru nær. Á Vísindavefn- um hafa menn reiknað út mögu- legar stöður á taflborðinu eftir að- eins þrjá leiki: Í upphafsstöðunni getur hvítur valið úr 20 leikjum og svartur hefur líka úr 20 leikjum að velja þegar hann svarar. Mögulegar stöður eftir fyrsta leik eru því 400. Eftir annan leik hvíts eru 5.362 stöður mögulegar og 71.852 þegar svartur hefur svarað. Eftir þriðja leik hvíts eru 809.896 stöður mögu- legar og eftir að svartur hefur leik- ið sinn þriðja leik, eru mögulegar stöður á borðinu orðnar 9.132.484. Og nú geta okkar góðu lesendur tekið við keflinu – meðalskák er svona kringum 40 leikir... J ón Baldursson og Þorlákur Jónsson hafa spilað saman sem par um árabil en Jón Baldursson og Sigurbjörn Har- aldsson hyggja á samstarf sem par á næsta keppnistímabili. Óhætt er að segja að Jón og Þorlákur hafi endað með sæmd. Þeir unnu næsta öruggan sigur 207 impar gegn 156 á sveit J.E. Skjanna í úrslitaleik bikarsveita- keppninnar sem háður var sunnudaginn 15. september. Jón og Þorlákur voru í sveit Lög- fræðistofu Íslands með Bjarna Einarssyni, Aðalsteini Jörgensen, Sverri Ármannssyni og Steinari Jónssyni. Sveit Lögfræðistofunn- ar atti kappi við sveit SFG (Sölufélag garð- yrkjumanna) í undanúrslitum og vann þar góðan sigur, með 177 impum gegn 99. Sveit Lögfræðistofunnar græddi heila 13 impa á þessu spili. Samningurinn var sá sami á báðum borðum, 3 grönd. Munurinn var sá að Jón Baldursson var sagnhafi í vestur, en samningurinn spilaður á austurhöndina á hinu borðinu. Sagnir tók fljótt af hjá Jóni og Þorláki. Norður gafari og AV á hættu: Eftir pass norðurs, opnaði Þorlákur á 2 hjörtum í austur sem sýndi 11-15 punkta og stuttan tígul með lengd í öllum hinum litun- um. Jón lauk fljótt sögnum með 3 gröndum. Útspil norðurs var spaði, Jón reyndi kóng í blindum sem kostaði ás og suður tók slag á spaðagosa. Suður spilaði síðan tígli. Jón tók ás og kóng og það nægði til að koma samn- ingnum heim. Á hinu borðinu opnaði austur á 1 laufi eftir pass norðurs, vestur sagði einn tígul og norður doblaði til að sýna lengd í hálitum (eftir pass í upphafi). Suður sagði hjarta og vestur sagði 3 hjörtu til að spyrja austur um stöðvara í litnum. Útspil suðurs, gegn 3 gröndum austurs, var hjartadrottn- ing og útlitið verra fyrir sagnhafa. Hann gaf tvisvar, drap á ás, tók laufslag, tígli á ás og reyndi spaða á kóng. Vörnin tók þá sína upp- lögðu 5 varnarslagi. Naumur sigur í lokamóti sumarbridge Birkir Jónsson og Kristján B. Snorrason unnu nauman sigur í lokamóti sumarbridge sem haldið var föstudagskvöldið 13. septem- ber. Þátttakan var 36 pör. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Birkir Jón Jónsson – Kristján Snorrason 60,8% 2. Magnús Sverrisson – Halldór Þorvaldsson 60,3% 3. Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson 58,6% 4. Kristján Már Gunnarsson – Gunnlaugur Sævarsson 57,3% 5. Júlíus Sigurjónsson – Ragnar Magnússon 55,2% Oddur Hannesson skoraði mest af brons- stigum í sumarbridge í sumar, 302 stig. Í öðru sæti kom bróðir hans Árni með 223 stig, Halldór Þorvaldsson skoraði 214 stig, Stefán Stefánsson 207, Hermann Friðriks- son 205 og Bergur Reynisson 202 brons- stig. Mikil keppni var um besta meðalskorið í sumarbridge. Hlutskarpastur var Krist- ján Már Gunnarsson með 58,32% skor að meðaltali. Lokastaða 5 efstu varð þannig: 1. Kristján Már Gunnarsson 58,32% 2. Gunnlaugur Sævarsson 57,42% 3. Árni Hannesson 57,13% 4. Kjartan Ásmundsson 56,88% 5. Birkir Jón Jónsson 56,12% Keppnin hafin um Bermúdaskálina í Balí Heimsmeistaramótið í bridge er nýhafið í Bali í Indónesíu. Mótið verður spilað dag- ana 16.-29. september og spilað um Bermú- daskálina í opnum flokki, Venice bikarinn í kvennaflokki og D‘Orsi verðlaunin í eldri flokki. Íslenska landsliðið er þar ekki á meðal keppenda en Ísland á samt einn full- trúa í þessari keppni, Hjördísi Eyþórsdóttur, atvinnuspilara í Bandaríkjunum, sem er í kvennaliði USA2. Eftir 3 umferðir í undan- keppni af 21 var sú sveit efst með 48,10 stig (mest hægt að vinna 20-0) í leik þegar þessi orð voru skrifuð. Til að fylgjast með skori er hægt að nota þennan hlekk: http://world- bridge.org/repository/tourn/bali.13/micro- site/Results.htm  bridge Jón baldurSSon og Þorlákur JónSSon hafa Spilað Saman Sem par um árabil Sterkt par skorar á lokasprettinum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hakomatic B 115R gólfþvottavél Skiptitilboð á ræstivögnum, gólfþvottavélum og sópvélum Hako Jonas 980 E sópvél Hako Hamster 500E sópvél Hakomatic B30 CL gólfþvottavél Hako gólfþvottavélar og sópvélar Hafðu samband við ráðgjafa eða sölumenn RV og fáðu tilboð í þá Hako vél sem hentar þér. ♠ D10842 ♥ K743 ♦ D4 ♣ 43 ♠ ÁG ♥ DG98 ♦ 9863 ♣ 865 ♠ 76 ♥ 102 ♦ ÁKG752 ♣ ÁD10 ♠ K953 ♥ Á65 ♦ 10 ♣ KG972 N S V A Spilarar í úrslitaleiknum í sveitum Lögfræðistofunnar og J.E.Skjanna. Frá vinstri í aftari röð eru Þorlákur Jónsson, Bjarni Einarsson, Karl Sigurhjartarson, Jón Baldursson, Snorri Karlsson, Steinar Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson, og Anton Haraldsson. Í fremri röð eru Sævar Þorbjörnsson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson og Pétur Guðjónsson. Efnilegur skákmeistari og stoltir foreldrar: Gagnaveitumótið – Haustmót Tafl- félags Reykjavíkur er komið á fullan skrið og er teflt í fjórum flokkum. Hinn ungi og efnilegi Róbert Luu, sem er í 3. bekk í Álfhólsskóla í Kópavogi, tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti og í 2. umferð vann hann snaggaralegan sigur á Pétri Jóhannes- syni í aðeins 24 leikjum. Róbert er einn af lærisveinum Lenku Ptacnikova, bestu skákkonu Íslands, sem gert hefur Álfhólsskóla að Íslands- og Norðurlandameist- urum. Framtíðin er björt í Kópavogi. Ljósmynd/HJ Hue Yifan. Heimsmeistari kvenna á ný! Ljósmynd/HJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.