Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 36
36 fjölskyldan Helgin 20.-22. september 2013
Börn sitja uppi með þann heim sem við sköpum þeim
Á tta ára vini mínum er illa brugðið á nýjum slóðum í lífinu. „Krakkarnir segja bara fokk jú við mig og enginn segir kæri vinur, ekki einu sinni kennararnir.“ Hann skilur ekki öll þau nýju og framandi orð sem dynja á honum á degi hverj-
um en hann skilur að þessi sömu orð eru notuð sem vopn – sem valdatæki á aðra og að
þau bíta ekki síður en barsmíðar.
Þennan unga pilt langar til baka í umhverfi þar sem hann skilur bæði orðin og mein-
inguna og getur treyst því að fólk segi það sem það meinar og að það velji sér jákvætt
tungutak í daglegri umgengni. Hann langar bara til að leika með vinum sem hafa lært
falleg orð bæði heima og í skólanum og auk þess fengið þjálfun í að nota orðin sín þegar
snurða hleypur á þráðinn í vinahópnum.
Hér er náttúrulega ekki við börn að sakast. Við, sem eldri erum, berum ábyrgð
á þeim neikvæðu orðum sem börn læra og ekki síður á öllum þeim jákvæðu orðum
sem þau læra ekki hjá okkur. Minnst af tungutakinu læra þau á formlegum nótum,
mest læra þau af þeim fyrirmyndum sem við erum. Þá kemur hið ógnvænlega; flest
okkar ígrundum hvorki orðaval og tungutak né heldur tóninn sem við bjóðum um-
hverfi okkar upp á til góðs eða ills. Við tölum alltof oft hryssingslega, felum okkur
bak við kaldhæðni og sendum tóninn án þess að hika. Við erum líka oft óskýr í
skilaboðum, fylgjum fyrirmælum ekki eftir og segjum stöðugt „ekki“ án þess að
gefa minnstu hugmynd um hvað eigi að gerast í staðinn. Eftir standa ráðvillt börn
sem verða síðan skömmuð enn meira fyrir slæma hegðun, beina afleiðingu af bull-
inu í okkur fullorðnum.
Jákvæða leiðin með fallegum og úthugsuðum orðum er margfalt árangursríkari
með börnum heldur en neikvæða nöldrið. „Viltu hætta að sparka í borðfótinn, kæra
vinkona“ snarvirkar en neikvæða tuðið „hættu þessu sparki, krakki“, mun væntan-
lega lítt stoða í lengd og bráð. „Við skulum hjálpast í herberginu þínu“, er hvetjandi
á meðan „var ég ekki margbúinn að segja þér að laga til ...“ skilar engum árangri
eins og margir hafa reynt. „Þú ferð ekki í spariskónum í leikskólann“, gerir ekkert
nema tefja í morgunstressinu en jákvæð skilaboð og lítill valfundur gera krafta-
verk: „Hvort viltu fara í kuldaskóna eða stígvélin?“
Allt snýst þetta sem sagt um fokk jú eða kæri vinur eins og vinur minn með harma-
söguna fékk að reyna. Málið er bara að við, fullorðnu spjátrungarnir, stingum höfðinu í
sandinn og teljum okkur trú um að tíska neikvæða nöldursins fari inn um annað eyrað
og út um hitt – eða inn um annað augað og út um hitt þegar rafræna neikvæðnin er í
essinu sínu. Nú, ef við blekkjum okkur ekki, getum við alla vega valið okkur umhverfi,
samstarfsfólk og vinafólk út frá því hvort okkur hentar betur að hafa fokk þetta og fokk
hitt eða kærleiksríkara tungutak. Börn geta hins vegar ekki valið, þau sitja uppi með
þann heim sem við sköpum þeim.
Fokk jú eða kæri vinur?
Margrét
Pála
Ólafsdóttir
ritstjórn@
frettatiminn.is
heimur barna
börn umferðaröryggi
Loftpúðar í framsætum lífshættulegir börnum
Högg frá öryggispúðum í fram-
sætum bifreiða getur leitt börn til
dauða og er mælt með því að börn,
lægri en 150 sm. að hæð og minna
40 kg. að þyngd, sitji aldrei í fram-
sæti bifreiðar þar sem öryggispúði
er. Nú til dags eru öryggspúðar í
nánast öllum nýjum bílum og eru
staðsettir í stýri bílsins og fyrir ofan
hanskahólf. Þá eru sumir bílar búnir
öryggispúðum í bílhurðum.
Börn, fjórtán ára og yngri, eru níu
prósent allra sem slasast í umferð-
inni á Íslandi og verður meirihluti
þessara slysa þar sem börn eru
farþegar í bíl. Börn sem eru léttari
en 36 kíló eiga að vera í sérstökum
öryggisbúnaði, í bílstól eða á bílpúða
með baki og með spennt belti.
Öryggisbeltið eitt og sér er ekki
fullnægjandi búnaður fyrir börn
undir 36 kg því þá er beinagrindin
ekki orðin nægilega þroskuð til að
öryggisbeltið sitji rétt. Bílbelti getur
því veitt barni alvarlega áverka í
kviðarholi, lendi það í árekstri.
Frá árinu 1996 hefur Umferðar-
stofa gert kannanir á öryggisbún-
aði barna við leikskóla. Á fyrstu
árunum voru niðurstöður vægast
sagt óásættanlegar en með hugar-
farsbreytingu hefur ástandið batnað
þó enn séu börn sem ekki eru fest
í viðunandi öryggisbúnað. Könnun
Umferðarstofu og Landsbjargar
árið 2011 leiddi í ljós að 23 börn af
2504 sátu fyrir framan öryggispúða.
Þar af voru sjö börn eingöngu með
bílbelti, en þrjú alveg laus.
Ökumönnum er skylt að sjá
til þess að börn sem eru þeirra
farþegar njóti þess öryggis sem
fylgir notkun öryggisbúnaðar í bíl.
Ökumaður sem ekki sinnir þessum
skyldum má búast við að verða
sektaður af lögreglu og að brot hans
verði skráð í ökuferilsskrá.-dhe
Upplýsingar af vef Umferðarstofu.
Mikilvægt er
að tryggja
öryggi barna
í bíl og
nota þann
öryggisbúnað
sem hentar
hverjum
aldri. Mynd/
GettyImages/
NordicPhotos
13. september – 5. október 2013
TVEIR HRAFNAR
listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík
+354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885
art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
Opnunartímar
11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga
13:00-16:00 laugardaga
og eftir samkomulagi
Íslensk bókmenntasaga IV. bindi
HAllGRímuR
HElGAsON
– fyrst og fre
mst
ódýr!
kr.
8 pakkar 250
Verð áður 399 kr. pk.
Hleðsla íþróttadrykkur
með súkkulaðibragði
3x250 ml í pk.
37%afsláttur
Hámark
1 kassi á mann 24 x 250ml meðan birgðir endast!
geggjað
tilboð!
v
3 í pk.
kr.
Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili
· Tekur venjulegt GSM SIM kort
· Hægt að panta mynd eða hlusta svæði.
· SMS og MMS viðvörun í síma og netf.
· Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist.
· Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara.
· Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o..
S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is