Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 4
Holtagörðum - 553-1800 • facebook.com/fondurlist Stærsta föndurverslun landsins Glæsilegt úrval Nýjar brýr yfir Elliðaárósa opnaðar veður Föstudagur laugardagur sunnudagur RigNiNgaRbakki á lEið Na yfiR laNdið. léttiR til á EftiR. HöfuðboRgaRsvæðið: Rigning fyRst, en léttiR síðan til. RigNiNg fRamaN af N-til. léttiR aNNaRs HElduR til. slEppuR til mEð NætuRfRost. HöfuðboRgaRsvæðið: HæguR vinduR og sólRíkt, en þó Hætt við smáskúRum. að mEstu þuRRt. vaxaNdi Na-átt uNdiR kvöld og RigNiNg s-laNds. HöfuðboRgaRsvæðið: HæguR vinduR og skýjað með köflum. þuRRt. Hæglæti lengst af um helgina eftir rosa síðustu helgar og framan af vikunni er útlit fyrir hæglætisveður þessa helgina. Reyndar fer dálítil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og nótt. Rigning framan af, en léttir síðan til og á morgun, laugardag, sést víða til sólar, sérstaklega sunnan- og austanlands. á sunnudag er spáð hægum a-vindum, skýjað víða, en úrkomulaust að heita má. strax eftir helgi getur síðan dregið til tíðinda. 8 7 6 6 7 7 5 4 9 10 7 5 6 7 8 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is F ramleiðslu á lífrænni mjólk hefur verið hætt tímabundið eftir að einn þriggja mjólkurbænda sem hafði líf- ræna vottun missti vottunina. Lífræn mjólk hefur undanfarin ár verið framleidd á bæj- unum Búlandi í Austur-Landeyjum, Neðra Hálsi í Kjós og Finnastöðum Eyjafirði en það er sá síðastnefndi sem missti lífræna vottun á dögunum. „Þetta voru mannleg mis- tök. Hér voru þrjár kýr með júgurbólgu sem þurftu pens- ilín, sem er auðvitað ekki fyrsti kostur í lífrænni ræktun, og fyrir mín mistök blandaðist mjólkin úr þeim kúm saman við hina mjólkina. Mjólkin frá mér var sett í sérhólf í bíl frá Mjólkursamsölunni og þegar hún var prófuð kom í ljós að í henni var pensilín og henni því fargað,“ segir Gunnbjörn Rúnar Ketilsson, bóndi á Finnastöðum. „Þessi mjólk blandaðist aldrei við aðra mjólk og hún kom aldrei inn í mjólkurbúið. Þetta var á mánudegi og næstu daga fæ ég heimsókn frá eftirlitsmanni sem staðfestir að engar leifar af lyfjum séu í mjólkinni enda voru þetta ein mistök. Ég ætlaði því að halda áfram framleiðslu en fæ þá óvænt bréf frá vottunarstöðinni Tún um að ég hafi misst vottunina.“ Gunnbjörn er nú að leggja lokahönd á að afla þeirra gagna sem Tún krefst til að geta endurskoð- að sviptingu á lífrænu vottuninni. „Þetta eru gögn frá dýralækni, Matvælastofnun og fleirum. Ég þarf síðan að leggja þessi gögn fyrir vottunarnefnd og vonast til að fá grænt ljós,“ segir hann og finnst skrifræðið heldur mikið. „Mér finnst þetta óvenju harkaleg viðbrögð miðað við aðstæður. Það er mjög mikið vesen að standa í þessu. Kröfurnar eru svo margfalt meiri heldur en þegar kemur að hefðbundinni mjólkurfram- leiðslu,“ segir Gunnbjörn. Hann vonast til að fá vottun að nýju, jafnvel í næstu viku, en viðurkennir að um tíma hafi hann íhugað að hætta framleiðslu af persónulegum ástæðum. „Það er hins vegar greinilegt að neytendur vilja þessa mjólk því það er mikil eftirspurn,“ segir hann. Mjólkursamsalan hefur framleitt lífrænu mjólkina, fyrirtækið Biobú hefur nú for- gang á vinnslu úr lífrænni mjólk en Biobú framleiðir meðal annars lífrænt jógúrt, skyr, smjör og rjóma. „Þriðjungur af lífrænni mjólkurframleiðslu á landinu datt niður eftir að þessi einni bóndi missti vottunina. Mjólkursamsalan ákvað að leyfa okkur að hafa forgang á þá lífrænu mjólk sem fengist því það eru stærri hagsmunir í húfi fyrir okkar fyrirtæki. Allur rekstrargrundvöllur okkar væri hreinlega í hættu ef við fengjum ekki mjólk í okkar framleiðslu,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú sem sérhæfir sig í framleiðslu á lífrænum mjólkurvörum. Hann hefur fengið fjölda fyrirspurna frá neytendum eftir að lífrænu mjólkina fór að vanta í verslanir. „Það ein- faldlega vantar fleiri lífræna mjólkurfram- leiðendur. Eftirspurnin er mikil og það sést best hvað það hefur nú miklar afleiðingar þegar einn framleiðandi dettur tímabundið út,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is diskur og útgáfutón- leikar þrítugra spaða Hinir ástsælu spaðar eru þrítugir í ár og minnast tímamótanna með diski sem kemur út á morgun, laugardag, og heitir áfram með smjörið. útgáfutónleikar verða það kvöld á Café Rosenberg og hefjast klukkan 22. Hljómsveitina spaða skipa: guðmundur andri thorsson gítar og söngur, guðmundur ingólfsson bassi og söngur, aðalgeir arason mandólín og söngur, þorkell Heiðarsson harmonikka og hljómborð, magnús Haraldsson gítar og söngur, Guðmundur Pálsson fiðla og sigurður valgeirsson trommur. skráningar sjóvár í kauphöll undirbúin fyrirtækjaráðgjöf íslandsbanka hefur verið ráðin sem umsjónaraðili með almennu hlutafjárútboði og skráningu sjóvár- almennra trygginga hf í kauphöllina. markmiðið með útboðinu er, að því er fram kemur í tilkynningu íslandsbanka, að tryggja almenna og góða dreifingu á eignarhaldi félagsins. Hluthafar félagsins í dag eru sf1 slhf., fagfjárfestasjóður á vegum stefnis hf., sat eignarhaldsfélag hf. sem er félag í eigu glitnis banka hf. og ís- landsbanki hf. stefnt er að því að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á nasdaq omX iceland á árinu 2014. -jh málþing í tilefni af 20 ára afmæli átak – félag fólks með þroskahömlun hefur síðastliðin 20 ár starfað að baráttumálum sínum en það var stofnað 20. septem- ber 1993. í tengslum við afmælið stendur félagið fyrir stuttu málþingi og afmælishá- tíð í dag, föstudag, frá klukkan 17-19, fyrir félagsmenn, vini og vandamenn að Háleitisbraut 13. mikið verður um dýrðir, að því er fram kemur í tilkynningu félags- ins, gómsætar veitingar, fróðleg erindi, skemmtiatriði, tónlist og óvæntir gestir. Meginstarfsemi félagsins frá upphafi hefur falist í fræðslu um þroskahömlun, baráttu fyrir jafnrétti og baráttu gegn fordómum. „þetta höfum við gert með því fræða um líf okkar með þroskahömlun, með að auka sýnileika okkar og með markvissri vinnu að sjálfseflingu félaga okkar sem eru þroskahamlaðir,“ segir aileen soffía svens- dóttir formaður. -jh Nýjar brýr yfir Elliðaárósa verða formlega opnaðar á morgun, laugardag, klukkan 11. dagur B. eggertsson, formaður borgarráðs og Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri opna nýju hjóla- og gönguleiðina formlega og er athöfnin einn viðburða samgönguviku. dagur og Hreinn undirrituðu fyrir rúmu ári samning um átak í gerð hjóla- og göngustíga og fór sú undirritun fram á sama stað og nýi hjóla- og göngustígurinn liggur nú. „markmiðið er að Reykja- vík verði framúrskarandi hjólaborg,“ sagði dagur við það tækifæri, að því er fram kemur í tilkynn- ingu Reykjavíkurborgar. arkitektar nýju brúnna eru ánægðir með fram- kvæmdirnar og finnst mannvirkjagerðin hafa tekist mjög vel. „það er gaman að sjá hvað það er mikið samræmi milli hins byggða mann- virkis og upphaflegu tölvumyndanna. Helsti munurinn er að það var betra veður á tölvumynd- unum,“ segir Hans-olav andersen, arkitekt og einn hönnuða.  landbúnaður einn þriggja mjólkurbænda missti vottun Engin lífræn mjólk fáanleg í verslunum engin lífræn mjólk fæst í verslunum eftir að mannleg mistök urðu til þess að einn þriggja mjólkurbænda með lífræna vottun missti vottunina. mjólkurbóndinn vinnur að því að fá vottunina að nýju en finnst viðbrögðin heldur harkaleg. Óvíst er hvenær lífræn mjólk verður aftur fáanleg. afar strangar kröfur eru til framleiðenda lífrænnar mjólkur og mega engar lyfjaleifar vera í mjólkinni. lífræn mjólk inniheldur meira af omega 3-fitusýrum og minna af mjólkursykri en venjuleg mjólk. 4 fréttir Helgin 20.-22. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.