Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 62
Samskipti – Tjáskipti
Helgin 20.-22. september 2013
Í
febrúar á þessu ári opnaði Mentis Cura grein-
ingarmiðstöð og er hún til húsa í Álftamýri 1-5 í
Reykjavík. Þar er boðið upp á upptöku heilarita
og úrvinnslu á þeim til greiningar á heilabilunar-
sjúkdómum. Ný og byltingarkennd aðferð sem
hefur verið í þróun hjá Mentis Cura um árabil.
Greining skiptir öllu
Þrátt fyrir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir heila-
bilun þá getur skipt máli að einstaklingar séu greindir
snemma og á sem nákvæmastan hátt, bæði fyrir þá
sjálfa og aðstandendur.
Þegar einstaklingar upplifa breytingar á minni eða
grunur vaknar um byrjandi heilabilun er í flestum til-
fellum fyrst leitað til heimilislæknis sem leggur mat á
hvort um byrjandi heilabilun er að ræða ásamt því að
útiloka aðrar hugsanlegar ástæður fyrir einkennum. Ef
ástæða þykir til er viðkomandi vísað til frekara mats á
minnismóttöku Landspítalans.
Þau greiningartæki sem standa heilsugæslulæknum
til boða við mat á fyrstu stigum heilabilunar eru af
skornum skammti og mikil þörf hefur verið á frekari
úrræðum.
Áralöng þróun skilar árangri
Fyrirtækið Mentis Cura hefur um árabil unnið að þróun
aðferðar til að meta heilabilunarsjúkdóma út frá heila-
riti. Á Læknadögum sem haldnir voru í janúar síðast-
liðnum kynnti félagið í fyrsta skipti afurð sína undir
nafninu „Sigla“ sem nýjung í heilsugæslu aldraðra.
Aðferðin hefur nú verið notuð til tveggja ára á minn-
ismóttöku Landspítalans og gefið góða raun. Nú er svo
komið að heilarit er orðið hluti af reglubundnu greining-
arferli heilabilunar á minnismóttökunni.
Þessi nýja aðferð kemur ekki í stað þeirra rannsókna
sem læknir þarf að framkvæma til að komast að niður-
stöðu. Hún veitir þó lækni mikilvægan stuðning í grein-
ingarferlinu. Við bindum vonir okkar við að reynslan af
þessari nýju tækni og aðgengi að henni leiði til þess að
fleiri sem upplifa breytingar á vitrænni getu fái betri og
nákvæmari greiningu en áður.
Einföld mæling
Upptaka á heilalínuriti er mjög einföld mæling og felur
ekki í sér nein óþægindi eða inngrip í líkamsstarfsemi.
Rafnemum er komið fyrir á höfði og viðkomandi situr í
þægilegum stól í tíu mínútur á meðan upptaka heilalínu-
ritsins fer fram.
Forsendur þess að koma í heilaritsmælingu er að
tilvísun berist frá lækni svo hægt sé að senda honum
niðurstöður. Í framhaldi af því mun læknirinn svo skýra
frá niðurstöðum til viðkomandi.
Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík.
Opnunartími: mán.- fim. 9-16 og fös. 9-12.
Síminn er 5309900
greining@mentiscura.is
Upptaka heilarita og úrvinnsla til greiningar á heilabilunarsjúkdómum
Greiningarmiðstöð Mentis Cura
Upptaka á heilalínuriti er mjög einföld mæling.
Kristinn Johnsen, stofnandi fyrirtækisins, Kristinn Grétarsson framkvæmdastjóri og
Sjöfn Kjartansdóttir sérfræðingur.
Þrátt fyrir að ekki sé hægt að koma í veg
fyrir heilabilun þá getur skipt máli að
einstaklingar séu greindir snemma.svava@alzheimer.is
Verið góð
spegilmynd
Hlægið MEÐ
en ekki AÐ
Náið augnsambandi
Notið líkamsmálið
Forðist beinar
spurningar
Sýnið umburðarlyndi
og væntumþykju
Forðist
nafnorð
6 MUNUM ÞÁ SEM GLEYMA