Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 62
Samskipti – Tjáskipti Helgin 20.-22. september 2013 Í febrúar á þessu ári opnaði Mentis Cura grein- ingarmiðstöð og er hún til húsa í Álftamýri 1-5 í Reykjavík. Þar er boðið upp á upptöku heilarita og úrvinnslu á þeim til greiningar á heilabilunar- sjúkdómum. Ný og byltingarkennd aðferð sem hefur verið í þróun hjá Mentis Cura um árabil. Greining skiptir öllu Þrátt fyrir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir heila- bilun þá getur skipt máli að einstaklingar séu greindir snemma og á sem nákvæmastan hátt, bæði fyrir þá sjálfa og aðstandendur. Þegar einstaklingar upplifa breytingar á minni eða grunur vaknar um byrjandi heilabilun er í flestum til- fellum fyrst leitað til heimilislæknis sem leggur mat á hvort um byrjandi heilabilun er að ræða ásamt því að útiloka aðrar hugsanlegar ástæður fyrir einkennum. Ef ástæða þykir til er viðkomandi vísað til frekara mats á minnismóttöku Landspítalans. Þau greiningartæki sem standa heilsugæslulæknum til boða við mat á fyrstu stigum heilabilunar eru af skornum skammti og mikil þörf hefur verið á frekari úrræðum. Áralöng þróun skilar árangri Fyrirtækið Mentis Cura hefur um árabil unnið að þróun aðferðar til að meta heilabilunarsjúkdóma út frá heila- riti. Á Læknadögum sem haldnir voru í janúar síðast- liðnum kynnti félagið í fyrsta skipti afurð sína undir nafninu „Sigla“ sem nýjung í heilsugæslu aldraðra. Aðferðin hefur nú verið notuð til tveggja ára á minn- ismóttöku Landspítalans og gefið góða raun. Nú er svo komið að heilarit er orðið hluti af reglubundnu greining- arferli heilabilunar á minnismóttökunni. Þessi nýja aðferð kemur ekki í stað þeirra rannsókna sem læknir þarf að framkvæma til að komast að niður- stöðu. Hún veitir þó lækni mikilvægan stuðning í grein- ingarferlinu. Við bindum vonir okkar við að reynslan af þessari nýju tækni og aðgengi að henni leiði til þess að fleiri sem upplifa breytingar á vitrænni getu fái betri og nákvæmari greiningu en áður. Einföld mæling Upptaka á heilalínuriti er mjög einföld mæling og felur ekki í sér nein óþægindi eða inngrip í líkamsstarfsemi. Rafnemum er komið fyrir á höfði og viðkomandi situr í þægilegum stól í tíu mínútur á meðan upptaka heilalínu- ritsins fer fram. Forsendur þess að koma í heilaritsmælingu er að tilvísun berist frá lækni svo hægt sé að senda honum niðurstöður. Í framhaldi af því mun læknirinn svo skýra frá niðurstöðum til viðkomandi. Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík. Opnunartími: mán.- fim. 9-16 og fös. 9-12. Síminn er 5309900 greining@mentiscura.is Upptaka heilarita og úrvinnsla til greiningar á heilabilunarsjúkdómum Greiningarmiðstöð Mentis Cura Upptaka á heilalínuriti er mjög einföld mæling. Kristinn Johnsen, stofnandi fyrirtækisins, Kristinn Grétarsson framkvæmdastjóri og Sjöfn Kjartansdóttir sérfræðingur. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir heilabilun þá getur skipt máli að einstaklingar séu greindir snemma.svava@alzheimer.is Verið góð spegilmynd Hlægið MEÐ en ekki AÐ Náið augnsambandi Notið líkamsmálið Forðist beinar spurningar Sýnið umburðarlyndi og væntumþykju Forðist nafnorð 6 MUNUM ÞÁ SEM GLEYMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.