Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 16
H ann er voða rólegur þessi elska og þetta er bara búið að vera rosa ljúft,“ segir útvarpskonan Gunna Dís um son sinn, Magnús Hlíðar, sem er að verða fjögurra mánaða. Gunna Dís hefur verið fjarri hljóðnemanum og félaga sínum í þættinum Virkir morgnar á Rás 2 þessa mánuði en nú styttist í endurkomu hennar. „Hann er bara hérna á brjósti og er þar öllum stundum þannig að þetta er löngu hætt að vera feimnismál,“ segir Gunna Dís og hlær. „Tíminn hefur flogið og það er eiginlega svakalega skrýtið að vera að fara að vinna eftir þrjár vikur. En þetta er bara að bresta á.“ Gunna Dís stefnir þó ekki að því að mæta með þann stutta á brjósti í hljóðver. „Nei, ég reikna nú ekki með því. Ætli hann þurfi ekki bara að fara að verða sjálfstæður?“ Segir hún og hlær. „Nei, nei. Nú tekur bara pabbinn við og við ætlum bara að skiptast svona á.“ Gunna Dís hefur fylgst nokkuð vel með Andra Frey í sumar með því að hlusta á þátt­ inn þeirra. „Já, já. Ég er að hlusta á Andra og Dodda núna, að bjóða upp skóna hans Sigmundar Davíðs. Ég er eiginlega búin að fylgjast með þessu í allt sumar, samt ekki alveg. Ég kúplaði mig út kannski svona fyrstu tvo mánuðina en nú fer maður að þurfa að vera tilbúinn í slaginn aftur.“ Gunna Dís segist ekki hafa fundið neina sérstaka þörf fyrir að grípa fram í fyrir Andra Frey eða svara honum þegar hann hefur skellt á skeið í fjarveru hennar. „Nei, nei. En það hefur alveg komið fyrir að ég sendi hon­ um SMS. Annars stendur hann sig vel þessi elska og spjarar sig fínt. Doddi litli er líka góður með honum. Enda vanur maður.“ Fínt að komast út úr húsi Gunna Dís mætir til leiks á ný í annarri viku október og segir tilfinninguna óneitanlega sérkennilega. „Það eru bara þrjár vikur þangað til maður þarf að fara að stilla vekjara­ klukkur í fyrsta skipti í einhverja fjóra mán­ uði. Það verður frekar skrýtið. Heldurðu að það verði ekki viðbrigði? Það verður reyndar fínt að komast út úr húsi. Þetta er náttúrlega búið að vera, held ég, versta sumar í Reykjavík í ein 30 ár. Ég var svo heppin að lenda í fæðingarorlofi á því sumri. Þannig að ég get ekki sagt að maður sé búinn að vera mikið að spóka sig úti með barnavagninn. Fara niður í bæ eða gera neitt. Maður er bara búinn að hafa það kósí heima og hlusta á útvarpið, þannig að það verður kannski fínt að komast út úr húsi.“ Gunna Dís segir þó að sjálfsögðu nauðsyn­ legt að taka hringinn með vagninn og sýna sig þannig en tækifærin hafi verið fá. „Mann hefði bara annað hvort rignt niður eða fokið eitthvað. Þetta er búið að vera dálítið þannig.“ Sá sólina fyrst á Egilsstöðum Gunna Dís segir þetta sólarlitla sumar í fyrstu hafa valdið sér umtalsverðu hugarangri. „Ég vældi eins og stunginn grís til að byrja með og fannst þetta alveg ömurlegt. Svo er ég bara búin að taka nýjan pól í hæðina og líta bara á þetta sem frábæran tíma sem ég hef átt inni í rólegheitum með barninu. Njóta þess bara að vera með honum. Og svo drífur maður sig bara út þegar prógrammið byrjar upp á nýtt.“ Gunna Dís lagði land undir fót með Magnús litla í sumar og yfirgaf suddann í Reykjavík. „Jájá. Við fórum bara hringinn í kringum landið með krakkann. Maður er náttúrlega utan af landi. Hann sá sól í fyrsta skipti þegar við fórum á Egilsstaði. Þá var hann orðinn sjö eða átta vikna en það er nú svosem ekkert slæmt að sjá hana í fyrsta skipti á Egilsstöð­ um. Það gæti verið verra.“ Andri sér um kristilegt uppeldi Gunna Dís segist gera sér vonir um að Andri Freyr hafi saknað hennar eitthvað í fæðing­ arorlofinu. „En ég efast samt stórkostlega um að hann sé að telja dagana. Ég held ég sé ekki það ómissandi. Hann kíkir líka í kaffi annað slagið. Strákurinn er náttúrlega guð­ sonur Andra, þannig að hann hefur ákveðnar skyldur og á að koma hér og sjá um kristilegt uppeldi barnsins. Þannig að hann kíkir í kaffi til okkar reglulega og það er nú ekki leiðin­ legt að hann hafi þessu hlutverki að gegna.“ Gunna Dís segir óhjákvæmilega dálítinn aðskilnaðarkvíða hafa gert við sig þegar fríið er farið að styttast svona í annan endann. „Ég held reyndar að það sé alltaf smá kvíði í konum. Bara til að byrja með, en svo held ég að þetta sé miklu minna mál en maður heldur. Þegar þú ert búin að loka þig af, innan veggja heimilisins, og tileinka þig þessu alveg þá er rosalega skrýtið að fara að stíga út fyrir rammann. Það er bara einhvern veginn þann­ ig.“ Segir Gunna Dís sem er þó að komast í gírinn og verður til í slaginn með guðföður sonar síns þegar ballið byrjar á ný. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Gunna Dís hefur notið lífsins með Magnúsli litla Hlíðari síðustu fjóra mánuði og lagði meðal annars land undir fót í sumar til þess að barnið fengi að sjá sólina í fyrsta sinn. Það gerðist á Egilsstöðum þegar drengurinn var um tveggja mánaða gamall. Mynd/Hari Andri Freyr hefur ákveðnar skyldur og á að koma hér og sjá um kristilegt uppeldi barnsins. Útvarpskonan vinsæla Gunna Dís hefur verið fjarri góðu gamni á Virkum morgnum á Rás 2 síðustu fjóra mánuði sem hún hefur eytt með nýfæddum syni sínum. Andri Freyr, félagi hennar í þættinum, hefur staðið vaktina á meðan en nú styttist í endurkomu Gunnu Dísar. Hún hefur þó fylgst náið með Andra Frey og hlustað á þáttinn með barnið á brjósti. Hún vonast til þess að Andri hafi saknað sín eitt- hvað þótt hún efist um að hann telji dagana þangað til hún kemur aftur. Gefur barninu ekki brjóst í stúdíóinu 16 viðtal Helgin 20.-22. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.