Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 34
34 matur og vín Helgin 20.-22. september 2013
Þ að er ákveðin tilraunamennska með hverri nýrri sort. Við erum ekki mikið fyrir að endurtaka
okkur,“ segir Valgeir Valgeirsson,
bruggmeistari í Borg brugghúsi.
Valgeir og félagar hafa lagt lokahönd
á tvo nýja bjóra. Sá fyrri kallast Garún
og er númer 19 í röðinni hjá brugghús-
inu. Hann er fyrst um sinn hugsaður til
útflutnings. Sá númer 20 heitir Teresa
og er Októberfest-bjór brugghússins í
ár. Þessir bjórar eru fyrstu Borgar-bjór-
arnir sem bera kvenmannsnöfn.
Bjó til bjór fyrir sjálfan sig
Að sögn Valgeirs er Garún 11,5 prósent
„Icelandic Stout“ sem er einskonar
undirflokkur „Imperial Stout“. Hann
segir að það sem helst einkenni „Ice-
landic Stout“ sé að þeir séu mýkri og
auðdrekkanlegri en hefðbundnir Stout-
bjórar í þessum styrkleika. Auk Gar-
únar falla í þennan flokk Surtur nr. 8 og
Surtur nr. 15 frá Borg og Lava frá Ölvis-
holti. Valgeir var áður bruggmeistari
Ölvisholts og hefur því komið að þróun
allra þessara bjóra.
„Þetta er líklega sá stíll sem ég hef
bruggað hvað oftast og ég er mjög
áhugasamur um hann. Þegar ég bjó til
Lava var ég fyrst og fremst að reyna að
búa til bjór fyrir sjálfan mig, bjór sem
mig langaði að drekka. Ég vissi reyndar
vel að það væri markaður fyrir hann
úti. Svo þegar ég kom í Borg vorum við
Sturlaugur bruggmeistari sammála
um að þessi bjórstíll væri tilvalinn fyrir
þorrabjórinn og þannig varð fyrsta
útgáfa af Surti til. Og af því við erum
ekki mikið fyrir að endurtaka okkur
hafa komið tvær uppskriftir af Surti og
nú Garún.“
Garún fær nafn sitt frá Guðrúnu frá
Bægisá, lykilpersónu í Djáknanum
á Myrká. Þrátt fyrir þjóðlega vísun
er bjórinn fyrst um sinn ekki hugs-
aður fyrir heimamarkað. Borg
hefur gengið frá samningi við
Vanberg & DeWulf sem mun
annast dreifingu á Garúnu í
Bandaríkjunum. Kynning á
Garúnu hefst í október eða
nóvember og verður hún til
sölu í sérvöruverslunum, á
börum og veitingastöðum í
Kaliforníu.
Valgeir segir að Vanberg
& DeWulf sé flott innflutn-
ingsfyrirtæki með sérvalda
bjóra. Útsendari fyrirtæk-
isins hafi heimsótt Borg,
prófað bjóra þess og hrifist
af ýmsum tilraunum brugg-
hússins. „Úr varð að Garún var
þróuð sérstaklega til útflutnings.“
Hversu umfangsmikill er þessi
útflutningur?
„Við byrjum bara rólega og ef
það er áhugi þarna þá reynum
við að anna eftirspurninni.
Þessi markaður er hrikalega
stór í Bandaríkjunum og ef við
náum til brotabrots af honum þá eru
möguleikarnir góðir.“
Með fróðleik í fararnesti
Fæðuhringurinn í miðborg Reykjavíkur
– saga matar frá landnámi til okkar daga
Valitor er stuðningsaðili
Ferðafélags Íslands.
Allar nánari upplýsingar
á hi.is
Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla
Íslands, Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur og Sólveig Ólafsdóttir
sagnfræðingur leiða göngu þar sem matur, saga og menning verða meginefnið
laugardaginn 21. september. Gangan hefst á horni Aðalstrætis og Túngötu
kl. 11 og henni lýkur við gömlu höfnina. Gengið verður um gamla grænmetisgarða,
stakkstæði, veitingastaði og verslanir liðins tíma.
PIPA
R
\
TBW
A
• SÍA
• 132679
Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands hafa staðið fyrir fræðandi gönguferðum
sem hófust á aldarafmæli skólans 2011. Í áhugaverðum gönguferðum um
höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess hafa reynsla og þekking fararstjóra
Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskóla Íslands blandast
saman.
Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
Bjór Tveir nýir Bjórar á markað frá Borg-Brugghúsi
Fyrstu stelpurnar í fjölskyldunni
Valgeir Valgeirsson og félagar í Borg-brugghúsi senda frá sér tvo nýja bjóra. Garún og Teresa eru fyrstu bjórar
brugghússins sem bera kvenmannsnöfn. Garún verður flutt út til Bandaríkjanna en Teresa verður Októberfest-bjór
á heimamarkaði. Bruggmeistararnir nota þýska tilraunahumla í Teresu enda er hún brugguð í nýjum bjórstíl.
Þýskir humlar í Októberfest-bjór
Nú í vikunni var bjór númer 20 frá
Borg, Teresa, settur í sölu í Vínbúð-
unum. Teresa er Októberfest-bjór
Borgar í ár. Teresa Karlotta var
kona Lúðvíks fyrsta, krónprins af
Bæjaralandi, sem Októrberfest-
bjór Borgar í fyrra var einmitt
nefndur eftir. Brúðkaup Lúðvíks
og Teresu fór fram 17. október árið
1810 og markar upphaf Október-
fest-hátíðanna.
Teresa er India Red Lager sem
að sögn Valgeirs og félaga er
„frumsaminn“ bjórstíll frá Borg.
India vísar í mikla humlanotkun (í
líkingu við India Pale Ale-bjóra),
Red vísar í lit bjórsins sem er rauð-
tóna og Lager þýðir einfaldlega að
um lager-bjór er að ræða eins og
tíðkast á Októberfest.
„Okkur fannst þetta nafn lýsa
bjórnum hvað best en þetta flokk-
ast ekki beint undir neinn sérstak-
an stíl. Þróunarvinnan hjá okkur
er sjaldnast þannig að við gerum
bjór eftir ákveðnum stíl. Við erum
með bragðpælingar og hugmyndir
í kringum þær og þegar við erum
komnir með tilbúna vöru þá þarf að
setja hana inn í tiltekinn ramma.
Það hefur gengið misvel,“ segir
Valgeir og hlær.
Hann segir að gróskan hjá ör-
brugghúsum víða um heim sé svo
mikil að erfitt sé að ætla að vera
frumlegur í bjórgerð í dag. „Þetta
kemur mikið frá Bandaríkjunum,
þeir eru öfgarnar uppmálaðar í
öllu. Þeir taka eitthvað gamalt
og gott frá Evrópu og margfalda
það með tíu. Þá verður ýmislegt
skemmtilegt til.“
Teresa er þurrhumluð með
nýjum þýskum humli, Polaris,
sem enn er verið að gera tilraunir
með. „Bandaríkjamenn hafa verið
sterkir með humlana sína en Þjóð-
verjarnir eru að prófa sig áfram.
Polaris kemur gríðarlega sterkt í
gegn í Teresu. Okkur áskotnuðust
nokkur kíló af honum og við urðum
bara að prófa hann. Polaris er það
öflugur einn og sér að við þurft-
um að blanda honum saman við
bandaríska humla til að tóna hann
aðeins niður. Það er gaman að hafa
þýskt þema í þessu, það passar við
þennan árstíðarbjór,“ segir Valgeir.
Stúfur verður jólabjórinn
Að endingu er Valgeir spurður
hverju bjóráhugafólk megi eiga von
á frá Borg í náinni framtíð.
„Við erum að vinna ákveðna hug-
myndavinnu fyrir næsta þorrabjór
og erum komnir með hugmyndir
fyrir sumarbjór sem verða kannski
eða kannski ekki að veruleika.
Fyrst er það samt jólabjór sem við
höfum unnið að síðan í febrúar. Við
erum ekki alveg búnir að leggja
lokahönd á uppskriftina en ég get
sagt að hann mun heita Stúfur. Og
hann verður dvergur með mikil-
mennskubrjálæði.“
Bruggmeistararnir Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson í Borg brugg-
húsi hafa lagt lokahönd á tvo nýja bjóra, Garúnu og Teresu. Ljósmynd/Hari
Teresa
India Red Lager
5,5%
Kominn í
Vínbúðirnar.
Garún
Icelandic Stout
11,5 %
Verður ein-
göngu seldur í
Bandaríkjunum
fyrst um sinn.