Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 60
Helgin 20.-22. september 2013 Maður horfir á þann sem manni þykir vænt um hverfa frá manni. 4 MUNUM ÞÁ SEM GLEYMA R agnheiður Elín Árna- dóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, ólst upp í Keflavík og er yngst fjögurra systk- ina. Þegar hún var rúmlega tvítug greindist móðir hennar, Hólmfríð- ur Guðmundsdóttir, með Alzhei- merssjúkdóminn og við tók erfitt tímabil hjá fjölskyldunni. „Það hafði orðið dauðsfall í fjölskyld- unni árið 1989 og þegar við lítum til baka voru viðbrögð mömmu þá önnur en maður átti von á, hún var svolítið ringluð. Á þeim tíma gerðum við okkur þó enga grein fyrir því að ástæðan væri fyrstu einkenni Alzheimerssjúkdómsins. Móðir Ragnheiðar var fædd árið 1928 og var því 75 ára þegar hún lést árið 2003. Dramatískur aðdragandi greiningar Þrátt fyrir að móðir Ragnheiðar hefði verið svolítið gleymin í nokkurn tíma var sjúkdómurinn ekki greindur strax. Kvöld eitt fór hún í spilaklúbb með vinkonum sínum, eins og hún gerði reglu- lega. „Mamma var yfirleitt ekki lengi á þessum spilakvöldum því hún var útivinnandi og átti að mæta til vinnu næsta dag. Á þess- um tíma var ég að vinna hjá Flug- leiðum og átti að mæta til vinnu um klukkan fimm næsta morgun. Þegar mamma fór í spilaklúbbinn gantaðist ég við hana um að ef það yrði mikið fjör hjá þeim myndi ég bara sækja hana á leiðinni í vinnuna snemma næsta morgun. Þegar Ragnheiður svo fór á fætur klukkan fjögur var móðir hennar ekki enn komin heim og fannst Ragnheiði það mjög óvenjulegt. „Ég fann eitthvað á mér og ákvað að keyra framhjá húsinu þar sem þær höfðu verið að spila saman í Móðir Ragnheiðar Elínar Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskipta- ráðherra, greindist með Alzheimerssjúkdóm þegar Ragnheiður sjálf var um tvítugt. Þegar Ragnheiður lítur til baka vildi hún óska að hún hefði sýnt móður sinni meiri þolinmæði og nærgætni í veikind- unum. Hennar ráðlegg- ingar til aðstandenda Alzheimerssjúklinga eru þær að taka alltaf fullan þátt í samræðunum þó þær snúist oft og tíðum um það sama aftur og aftur. Margir í móðurfjöl- skyldu Ragnheiðar hafa greinst með Alzheimers og ætlar Ragnheiður að nýta sér tæknina og láta kanna hvort líkur séu á að hún sjálf eigi eftir að fá sjúkdóminn. staðinn fyrir að fara beint í vinn- una. Þegar ég var búin að keyra stutta vegalengd sá ég eitthvað liggja á götunni og hélt fyrst að þetta væri ruslapoki. Svo þegar ég kom nær sá ég að þetta var mamma sem lá þarna meðvitund- arlaus. Ragnheiður hristi móður sína og sá að hún var á lífi. Þar næst hljóp hún heim og lét föður sinn hringja í sjúkrabíl. Í ljós kom að liðið hafði yfir móður Ragn- heiðar þegar hún gekk heim um kvöldið og hún hafði legið þarna í nokkurn tíma og orðin ansi köld. Ragnheiður segir mikla óvissu hafa ríkt fyrst um hvað hefði gerst og hún sjálf hafi fyrst ekki vitað hvort hún hafi verið rænd eða orð- ið fyrir einhverju öðru. Á þessum tíma var móðir Ragnheiðar 64 ára gömul. „Í kjölfarið fór mamma í miklar rannsóknir og sem leiddu að lokum í ljós að hún var með Alzheimerssjúkdóminn þannig að þá má segja að þetta atvik hafi verið upphafið að greiningunni. Síðar um sumarið flutti Ragn- heiður til Bandaríkjanna til náms og sá áberandi mun á móður sinni í hvert sinn er þær hittust þau ár er hún dvaldi ytra. „Fimm árum eftir greininguna fór mamma á svo á hjúkrunarheimili þar sem hún dvaldist í sex ár til dauða- dags.“ Þakklát fyrir umhyggju samstarfsfólks í Sparisjóði Keflavíkur Móðir Ragnheiðar hafði meiri- hluta sinnar starfsævi verið aðal- bókari Sparisjóðs Keflavíkur og vann áfram þar í nokkur ár eftir að sjúkdómsins varð vart. „Fólkið þar kom alveg yndislega vel fram við mömmu og hún hélt reisn sinni allan starfstímann. Minnkandi starfsgeta hennar var ekki álitin stórt vandamál, heldur voru henni smám saman falin léttari verkefni. Allan tímann fékk hún að halda sinni skrifstofu jafnvel þó það væri verið að breyta til og hafa opin rými. Samstarfsfólk hennar leysti þetta svo vel að maður stendur í eilífri þakkarskuld við það. Að lok- um ákvað móðir Ragnheiðar sjálf, einn góðan veðurdag, að hætta að vinna og lauk sinni starfsævi því sátt. Ragnheiður segir móður sína hafa verið slungna við að leyna sjúkdómnum fyrir öðrum til að byrja með. „Til dæmis ef hún var að fara út í búð og ég bað hana um að kaupa algenga vöru eins og mjólk. Ef hún gleymdi því sagði hún bara við mig að mjólkin hefði verið búin, aldrei þessu vant. Í fyrstu trúði ég henni alltaf því hún var mjög sannfærandi.“ Stundum Vildi að ég hefði verið þolinmóðari Ragnheiður Elín segir lífsnauðsynlegt að hafa húmor. Alzheimerssjúkdómsferlið sé svolítið eins og dramaleikrit. Stundum sé það ofboðslega sorglegt en geti líka verið fyndið. Ljósmynd/Hari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.