Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 57

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 57
Alzheimersdagurinn 21. september 2013 F élag áhugafólks og aðstand- enda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma hefur skrifstofu sína í Reykja- vík en hefur á undanförnum árum víkkað starfsemina út um landið. Að sögn Fanneyjar Proppé Eiríksdóttur, for- manns félagsins, eru nú starfandi tenglar á tíu stöðum vítt og breitt um landið og getur fólk leitað til þeirra eftir fræðslu og stuðningi. „Svo förum við á þessa staði einu sinni á ári með fræðslu auk þess sem tengiliðirnir halda sjálfstæða fundi hver á sínum stað,“ segir Fanney. Eru til staðar fyrir skjólstæðinga sína Flestir félagsmenn í FAAS eru aðstand- endur og áhugafólk um Alzheimers- sjúkdóminn og tengda sjúkdóma. „Okkar skjólstæðingar missa tökin á tilverunni og þurfa á miklum stuðningi að halda. Oft gera þau sér ekki grein fyrir veikindum sínum nema kannski til að byrja með en svo glatast sá skilningur eftir því sem sjúkdómurinn ágerist. Þeir geta ekki barist fyrir sínum hag sjálfir og því gerum við það.“ Markmið félagsins er að gæta hags- muna skjólstæðinga sinna auk þess að efla samvinnu og samheldni aðstandenda. „Við viljum líka auka skilning og þekk- ingu stjórnvalda, heilbrigðisstarfsstétta og almennings á sjúkdómnum og þeim vandamálum sem fólk með heilabilun og fjölskyldur þeirra glíma við.“ Þá sé það markmið félagsins að opna umræðuna um Alzheimerssjúkdóminn og að auka skilning almennings á honum. „Það velur sér enginn Alzheimers og fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins getur fengið sjúk- dóminn. Ekki aðeins eldra fólk heldur líka þeir yngri því fólk undir fimmtugu hefur einnig greinst með sjúkdóminn.“ Að sögn Fanneyjar er gott fyrir aðstand- endur að hafa einhvern að leita til þegar þá grunar að einhver nákominn sé að veikjast af heilabilun. „Þá er gott að tala við fólk sem veit hvernig heilabilun lýsir sér og getur leiðbeint um hvað beri að gera. Fólk getur pantað viðtal hjá okkur eða spjallað í síma. Svo stöndum við fyrir ýmis konar fyrirlestrum um mál, tengd heilabilun, sem við finnum að fólk er að velta fyrir sér.“ Rúmlega tólf hundruð manns eru í félaginu og hefur það engar fastar tekjur nema af félagsgjöldum. Félagið hefur tekjur af sölu minningarkorta félagsins og hefur fengið arf auk þess að fá styrki frá félagasamtökum, sveitarfélögum og ein- staklingum. „Við fáum aldrei fast framlag á fjárlögum ríkisins og þar er alltaf verið að skera meira og meira niður. Þar sem okkar starfsemi er mjög umfangsmikil og Minningarkort Móttaka minningarkorta félagsins er í síma 533 1088 og á netfanginu alzheimer@alzheimer.is. Minningarkortin eru einnig fáanleg í Gallery 8, Hafnargötu 26 í Reykjanesbæ, í Blómabúð Akureyrar, í Blómabúðinni Akur á Akureyri, í Eymundsson á Akureyri og í Reykjanesbæ.  FAAS StoFnAð 14. mArS 1985 Fyrsta Alzheimersfélagið á Norðurlöndum Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimers­ sjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma eða FAAs er nú á tuttugasta og níunda aldursári. megin stefnumál félagsins eru að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna og auka skilning stjórn­ valda, heil­ brigðisstétta og almennings á Alzheimers­ sjúkdómnum. slagorð félagsins er „munum þá sem gleyma.“ þörf finnst mér að ríkið ætti að styrkja rekstur- inn enn betur og vera í náinni samvinnu með okkur.“ Dagþjálfun viðheldur færni Í stóru og virðulegu húsi við Flókagötu í Reykjavík er Hlíðabær sem var fyrsta sérhæfða dagþjálfunin fyrir fólk með heilabilun og var opnuð fyrir tuttugu og sjö árum fyrir tilstilli FAAS. Í dag býður FAAS upp á sérhæfðar dagþjálfanir á þremur stöðum þar sem á milli fimmtíu og fimm til sextíu manns fá aðstoð og þjálfun alla virka daga ársins. Þar og á öllum sérhæfðum dagþjálfunum er rekið öflugt starf þar sem um tuttugu manns mæta á hvern stað hvern virkan dag ársins. Í dagþjálfuninni er líðan skjólstæðinganna bætt með markvissri þjálfun, möguleikar þeirra til að búa lengur á eigin heimili auknir auk þess sem aðstand- endum er veittur stuðningur og hvíld. Segir Fanney að þannig sé hægt að viðhalda færni þeirra að hluta. Vandinn sé þó sá að oft þurfi fólk að bíða í marga mánuði eftir að komast inn í sérhæfða dagþjálfun. Um hundrað manns eru á biðlista eftir að komast í dagþjálfun. Á þessum langa biðtíma hraki fólki mikið og sé orðið mjög veikt þegar það loksins kemst að í dagþjálfun. „Þá getur fólk síður nýtt sér þá þjónustu sem í boði er og á því stutt tímabil þar áður en það fer inn á hjúkrunarheimili.“ FAAS hefur nú markað sér þá stefnu til fram- tíðar að hætta sjálft rekstri sérhæfðra dagþjálf- ana og snúa sér enn frekar að fræðslu, ráðgjöf og kynningu og er það til samræmis við þá stefnubreytingu heilbrigðisyfirvalda að flytja alla slíka þjónustu til sveitarfélaganna. Baráttan við kerfið endalaus FAAS hefur á undanförnum árum barist fyrir viðurkenningu á því að aðstandendur sem þurfi oft og tíðum að hætta að vinna til að sinna mökum sem greinst hafa með heilabilun fái fjárhagsaðstoð. „Þegar annar makinn er veikur og hinn í skertri vinnu getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp fjárhagslega,“ segir Fanney. Yfirleitt sé það þannig fyrstu árin eftir greiningu að aðstandendur taki mikinn þátt í umönnuninni. „Fólk fær veikindadaga vegna barna sinna en ekki maka.“ Fyrir síðustu alþingiskosningar reyndi fé- lagið að vekja sérstaka athygli á réttindabaráttu sinni og segir Fanney útlit fyrir að núverandi heilbrigðisráðherra sýni málefninu skilning. „Við stefnum að því að koma upp upplýsinga- miðstöð. Þá gætu sjúklingar og aðstandendur komið á einn stað og fengið allar nauðsynlegar upplýsingar þar.“ Að sögn Fanneyjar er engin tölfræði til á Ís- landi í dag um það hve margir eru greindir með Alzheimers eða aðra tengda sjúkdóma og það þykir þeim í félaginu það mjög slæmt. Hér sé notuð þumalputtareglan um að það sé um eitt prósent landsmanna með slíkan sjúkdóm svo reikna má út að það séu um 3300 manns en hve margir greinist árlega sé ekki vitað með vissu. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Það velur sér eng- inn Alz- heimers og fólk úr öllum stigum þjóð- félagsins getur fengið sjúkdóm- inn. Fanney Proppé er formaður FAAS en félagið berst fyrir því að aðstandendur Alzheimerssjúklinga öðlist rétt á veikindadögum þegar þeir eru frá vinnu vegna umönnunar ástvina sinna. Ljósmynd/Hari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.