Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 68
4 ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2013 5ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2013
Þetta kartöflu-gúrkusalat er sérlega
gott með steiktu og grilluðu kjöti.
Gúrkan skorin í teninga, tómatarnir í
báta og kartöflurnar í bita, ekki mjög
litla. Vorlaukurinn saxaður fremur
smátt. Sýrður rjómi, dijonsinnep, söxuð
basilíka, pipar og salt hrært saman
í skál og síðan er gúrku, tómötum,
vorlauku og kartöflum hrært saman
við. Látið standa nokkra stund í kæli.
Borið fram t.d. með lambakjöti eða
öðru steiktu kjöti.
Nanna Rögnvaldardóttir
Ofninn hitaður í 200°C. Kartöflurnar
skornar í fjórðunga eða báta (ef þær
eru stórar). Gulrófurnar flysjaðar og
e.t.v. skornar í stóra bita. Rófurnar
og hnúðkálið flysjað og skorið í bita.
Laukurinn afhýddur og skorinn í
fjórðunga. Olíu, sítrónusafa, hvítlauk,
rósmaríni og steinselju blandað
saman í eldföstu fati eða ofnskúffu.
Grænmetið sett út í og velt upp úr
olíunni. Bakað í 30-40 mínútur, eða
þar til allt grænmetið er meyrt í gegn
og hefur tekið lit. Hrært einu sinni eða
tvisvar. Borið fram t.d. með steiktu
kjöti eða kjúklingi.
Nanna Rögnvaldardóttir
Kartöflusalat með gúrkum Ofnbakað grænmeti
1 íslensk gúrka, lítil
500 g soðnar kartöflur
1-2 vorlaukar
1 dós sýrður rjómi, 18%
1 tsk dijonsinnep
10-15 basilíkublöð, söxuð
nýmalaður pipar
salt
500 g kartöflur
500 g gulrófur
300 g gulrætur
300 g hnúðkál (má sleppa)
2 rauðlaukar
5 msk olía
safi úr ½ sítrónu
3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir
nálar af 1-2 rósmaríngreinum, saxaðar (má sleppa)
3-4 msk steinselja, söxuð
Fáðu þér sopa
af grænmeti!
-þeytingar við allra hæfi
Ný neysluviðmið hafa verið sett fram varðandi ráðlagðan dagskammt af grænmeti og ávöxum. Nú er
stefnt að því að neyta minnst 500 gramma á dag. Þetta er sú framtíðarsýn sem Norræna ráðherranefndin
setti nýlega fram eftir viðamikla rannsókn sem gerð var í öllum norrænu ríkjunum. Í henni kom fram
að íbúar á Norðurlöndum eiga langt í land með að ná þessu markmiði. Hér á landi hafa landsmenn
að meðaltali neytt um 200 gramma af grænmeti og ávöxum, þannig að betur má ef duga skal.
Grænmetisþeytingar henta vel til að fá börn til að borða grænmeti.
Hér eru nokkrar góðar uppskriftir af grænmetis- og ávaxtaþeytingum. Það er Margrét Leifsdóttir
heilsumarkþjálfi IIN sem gerði uppskriftirnar. Hún hefur sótt nám í hráfæðiskóla Ann Wigmore í Puerto
Rico og þar lærði hún meðal ananrs að gera græna drykki.
„Ég reyni að borða mikið af dökkgrænu og litríku grænmeti vegna þess að það er auðmeltanlegt og
fullt af vítamínum, steinefnum og trefjum og best er að nota íslenskt grænmeti því það er laust við alla
mengun“, segir Margrét.
„Grænir þeytingar eru góður felustaður fyrir kaldpressaðar olíur. Það er mjög gott fyrir okkur að
bæta 1 msk. af kaldpressaðri olíu út í drykkinn. Þannig fáum við omega 3 fitusýrur sem virka m.a.
bólgueyðandi á líkamann. Kaldpressaðar olíur eru í dökkum glerflöskum. Sömueiðis er gott að setja
spírur út í þeytingana, þær eru stútfullar af ensímum sem hjálpa líkamanum við að melta fæðuna. Verið
duglega að prófa ykkur áfram með eigin uppskriftir og notið grænmeti sem ykkur finnst best“,
segir Margrét Leifsdóttir.
Sólstafir
3 meðalstórar gulrætur
1 íslensk paprika rauð eða gul
2 afhýddar appelsínur
3 cm engifer
0,5 lítrar kalt vatn og 1 handfylli klakar
Allt sett í blandara og blandað vel
Laufléttur
1 Grand salat
1 rauð íslensk paprika
2 cm engiferg
2 lúkur frosinn mangó (eða ferskur)
safi úr ½ sítrónu
0,4 l kalt vatn
Allt sett í blandara og blandað vel
C – vítamín þruma
2 íslenskar paprikur (rauðar, gular eða appelsínugular)
1 handfylli kirsubjerjatómatar
½ agúrka5
safi úr ½ sítrónu
0,3 lítrar kalt vatn
Allt sett í blandara og blandað vel
Hvítkál í felum
1 handfylli íslenskt hvítkál
1 handfylli íslenskt kínakál
1 handfylli frosið mangó
½ avókadó
1 handfylli frosin ber
0,5 lítrar kalt vatn
Allt sett í blandara og blandað vel
Sprækur
1 knippi pottasalat, td. Grand-, Endive- eða Íssalat
2 stilkar sellerí
1 avókadó
2 gulrætur
2 epli (helst lífrænt)
0,4 lítrar kalt vatn (ca. 2 glös)
1 handfylli klakar
Allt sett í blandara og blandað vel
Atvinnumaðurinn
1 grænt íslenskt potta- eða pokasalat
2 stönglar sellerí með laufunum
2 meðalstórar gulrætur
½ agúrka
½ hnúðkál
1 avókadó
2,5 cm engifer
2 græn epli
0,5 lítrar kalt vatn og handfylli klakar
Allt sett í blandara og blandað vel
Miðjarðarhafsþeytingur
4 vel þroskaðir tómatar
3 stilkar sellerí með laufunum
75 gr. fjallaspínat eða annað íslenskt spínat (góð 2 handfylli)
1 handfylli íslenskt klettasalat
1 avókadó (má sleppa)
½ bolli ferskt basil
safi úr einni sítrónu
0,4 l vatn
Allt sett í blandara og blandað vel
Haust
½ rófa (ca. 70 gr.)
1 handfylli spergilkál
½ agúrka
1 paprika
2 gulrætur
1 epli
0,4 lítrar kalt vatn og handfylli klakar
Allt sett í blandara og blandað vel
Siggi frændi
(hentar vel fyrir börn og byrjendur í grænum)
75 gr. íslenskt fjallaspínat
½ rófa (ca 70 gr.)
1 avókadó
0,4 lítrar Engifersafi frá Floridana
1 handfylli klakar
Allt sett í blandara og blandað vel
Óvænt blómkálsbomba
2 handfylli blómkál
½ rófa eða hnúðkál (ca. 70 gr.)
1 handfylli frosin ber
1 handfylli frosið mangó
0,5 lítrar kalt vatn
Allt sett í blandara og blandað vel
Sumarkveðja
½ rófa ca. 120 gr. (eða hnúðkál)
2 handfylli íslenskt Kínakál
3 meðalstórar gulrætur
2 handfylli frosinn ananas
1 handfylli frosin hindber eða blönduð ber
0,4 lítrar kalt vatn
Allt sett í blandara og blandað vel
Yndi
3 stór grænkálsblöð (eða 2 handflylli af öðru dökkgrænu salati)
2 handfylli hvítkál (ekki taka kjarnann með)
2 ½ cm engifer
2 handfylli frosinn ananas
0,5 lítrar kalt vatn
Allt sett í blandara og blandað vel
Rokkólí
1 handfylli spergilkál
1 handfylli blómkál
1 stilkur sellerí
2 epli
½ avocado
safi úr ¼ af sítrónu
0,5 lítrar kalt vatn
Allt sett í blandara og blandað vel
Alvöru ofurdrykkur
3 stór grænkálsblöð
½ agúrka
1 rauð paprika
ein lúka bláber (fersk eða frosin)
1 epli (helst lífrænt)
½ liter kalt vatn
1 handfylli klakar
Allt sett í blandara og blandað vel