Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 58
2 Helgin 20.-22. september 2013 H ér, hjá okkur á Íslandi, verð-ur fátt um svör, þegar þessa spurningu ber á góma. Þeir sem eru heppnir fá inni á dagþjálfunum fyrir ástvini sína, sem greinst hafa með slíka sjúkdóma, þegar sjúkdómurinn fer að ágerast. En það eru ekki allir svo lánsamir að fá inni á dagþjálfunum, því nærri 100 manna biðlisti er á flestum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu og lítið er um slíkar þjálfanir úti á landsbyggðinni. Lítill skilningur, hefur fram að þessu, verið á Alzheimer sjúkdómnum hjá almenningi, og hann gjarnan flokk- aður sem elliglöp. Mítan er að fólk sem sé orðið gamalt, gleymi bara eðlilega öllu og sé hálfpartinn út úr heiminum. Sú er bara alls ekki raunin. Auðvitað er eðlilegra að þeir sem ná háum aldri gleymi einhverju, en fjandans „þýski karlinn“ Alzheimer grefur ekki síður um sig hjá ungu fólki, allt niður í 45 ára aldur, og það geta ekki talist elliglöp! Því miður sýna rannsóknir alls staðar í heiminum, að við megum búast við mikilli aukningu á Alzheimer tilfellum á næstu 20-30 árum og þá ekki síst hjá yngra fólkinu. Þeir sem greinast með sjúkdóminn, eru gjarnan settir til hliðar, eins og ljótu börnin hennar Evu, því vinir, og þeir sem hafa átt samskipti við þá, treysta sér illa til að umgangast viðkomandi og hætta að sjást. Þetta einangrar ekki bara þann sjúka heldur líka maka hans og fjölskyldu. Vonandi breytist þetta með bættri upplýsingagjöf og opnari umræðu. Alzheimer sjúkdómur leggst þungt á þann veika, en hann gerir líka annað. Hann veikir alla fjölskyldu viðkomandi og þá ekki síst þann sem næst honum stendur og annast hann allan sólar- hringinn. Sá aðili tekur að sér að sinna starfi, sem samsvarar 4 vöktum á sjúkrahúsi, þ.e. morgunvakt, kvöldvakt og næturvakt, auk þess að vera alltaf á bakvakt, því ef um starfsmann sjúkra- húss væri að ræða, þá þyrfti að manna þessar 4 vaktir, því upp geta komið veikindi eða annað, sem kemur í veg fyrir að starfsmenn á öðrum vöktum geti mætt. Slík skipting er ekki í boði hjá umönnunaraðila, hann er bundinn 24-7 við að sinna þeim sjúka. Þegar minn maður greindist með Alzheimer var ekki mikla fræðslu að fá eða stuðning varðandi hvað væri framundan. Það hefur nú, sem betur fer, breyst til betri vegar, þó alltaf megi gera betur. Ég brá því á það ráð að leita svara á netinu og komst inn á Mayo Cli- nic og gerðist áskrifandi að fréttabréfi þeirra, sem sent er út í tölvupósti. Þetta varð mín biblía og létti mér mikið lífið fyrstu skrefin og gerir í raun ennþá. Í lok júní fékk ég póst og þar var á ferð- inni bloggsíða, sem Angela Lunde hafði sett inn, en hún hefur starfað við ráð- gjöf til aðstandenda síðastliðin12 ár. Ég ætla að deila með ykkur hluta af því, sem Angela setti fram í blogg- inu sínu og á erindi við okkur öll, sem störfum í þágu minnissjúkra og/eða eigum veikan ástvin. Angela byrjar bloggið sitt svona: „Í síðustu viku var lengsti dagur ársins og opinberlega fyrsti sumar- dagur, 21.júní. Á þessum degi tekur fólk í Bandaríkjunum sig saman og skipuleggur hópastörf frá sólarupprás til sólarlags við að safna peningum og vekja athygli á Alzheimer og til að sýna stuðning við þá fjölskyldumeðlimi, sem annast slíka sjúklinga. Mörgum umönnunaraðilum finnst hver dagur ársins vera sá lengsti. Vinsæl bók, sem ber heitið „The 36- Hour Day“ lýsir vel þeirri tilfinningu. Í annarri góðri bók, eftir Gail Sheehy, sem heitir „Passages in Caregiving“, segir Gail frá því að miklum meiri- hluta umönnunaraðila í fjölskyldum sé kastað inn í það hlutverk án nokkurs undirbúnings eða þjálfunar, fyrir það sem þeim er ætlað að takast á hendur og þeim breytingum sem þeir standa frammi fyrir. Þeir séu gjörsamlega óundirbúnir þeim tilfinningaátökum, sem fylgja slíkum leiðangri. Hún telur að ef auglýst yrði eftir aðila í þessa vinnu, þá gæti auglýsingin litið út eitt- hvað á þessa leið: Aðstoð óskast Óundirbúinn fjölskyldumeðlimur óskast til að vera talsmaður, leiðsögu- maður, umönnunaraðili og tilfinninga- legur stuðningur fyrir maka, foreldri, systkini eða sambýling. Starfið felur í sér:  Að sjá um alla persónulega umhirðu.  Að sjá um lyf og lyfjagjöf.  Að annast samskipti við lækna og heilbrigðisstarfsfólk.  Að fylgja eftir réttindum viðkom- andi.  Að greiða reikninga og sjá um öll fjármál.  Að annast samskipti við hið opin- bera.  Að sjá um tómstundir og hreyfingu.  Að uppfræða aðra fjölskyldumeð- limi.  Að takast á við samskiptaörðugleika og læra nýjar aðferðir í tjáskiptum.  Vinnutími: Eftir þörfum og kröfum hins sjúka.  Laun: Engin.  Hlunnindi: Verulega takmörkuð.“ Það að annast einstakling með Alzhei- mer eða aðra skylda minnissjúkdóma getur verið það erfiðasta, sem nokkur tekur að sér. Eftir birtingu greinar Angelu Lunde urðu margir til að blogga og láta í ljós sína skoðun. Þar kom skýrt fram að allir voru sammála um að það sem þar ytra vantaði helst væri að alvarlega yrði litið þess að styðja þyrfti kröftuglega við fjölskyldur hinna sjúku. – Hér á landi er nákvæmlega það sama upp á teningnum. En hvaða úrbætur er hægt að gera sem sannarlega myndu skipta máli til hins betra? Hverjar eru þarfir þessara fjölskyldna? Angela hefur sinnt stuðn- ingi við fjölskyldur Alzheimersjúkra síðastliðin12 ár. Hún tók saman lista yfir það sem hún taldi að umönnunar- aðilarnir þörfnuðust og ættu rétt á að fá. Þetta setti hún á listann:  Það þarf að spyrja viðkomandi hvers hann þarfnast, væntingar hans og hvað kemur honum best, þ.e. pers- ónubundin þjónusta.  Að hann viti fyrir víst hvert hann getur sótt sér aðstoð og úrræði, sem mæti hans væntingum, verðmæta- mati og fjárhagslegri getu.  Að hann viti hvernig hann á að snúa sér til að fá hvíld fyrir sig, og fjár- hagslega og opinbera aðstoð til að geta nýtt slíka hvíld.  Að honum standi til boða upplýs- ingar, aðstoð og hagnýtar aðferðir um hvernig hann á að takast á við erfiðar tilfinningar, s.s. sekt, reiði, gremju, áhyggjur, vonleysi og ein- angrun.  Að geta tjá sig við aðila, einstakling eða hóp, þar sem skilningur er á ástandi og líðan, og stuðningur er veittur án þess að dæma.  Að samfélagið opni augun fyrir því að styðja frekar en að einangra.  Að ríkið viðurkenni að Alzheimer- sjúkdómurinn og aðrir minnissjúk- dómar eru verulega stór hluti af veikindum í okkar heilbrigðiskerfi, og með því að viðurkenna það, móti ríkið stefnu í þessum málum og komi fram með áætlun, sem styðji umönnunaraðila og meti að verð- leikum þeirra framlag. Allt eins gæti þessi listi verið útbúinn fyrir umönnunaraðila á Íslandi. Ná- kvæmlega sömu atriði brenna á okkur hér. Í augnablikinu virðumst við vera óralangt frá þessu öllu, en við þurfum stefnu og sýn til að ná fram breyting- um. Nokkuð hefur miðað á Íslandi á síðustu 5 árum, en þegar við höfum sótt ráðstefnur erlendis, kemur í ljós að við stöndum nánast ennþá á byrjunarreit. Í sumum löndum hafa miklar breytingar átt sér stað og er það fyrst og fremst því að þakka að ríkisstjórnir þessara landa hafa tekið höndum saman við Alzheimerfélögin og heilbrigðisstarfs- fólk, sem vinnur með þennan sjúkdóm, og mótað stefnu í málinu. Ef ég mætti forgangsraða því sem ég tel að þurfi að gera sem allra fyrst fyrir umönnunaraðila Alzheimersjúkra og annarra minnissjúkra þá liti listinn út svona: 1) Móta sem allra fyrst stefnu í málum þessarra sjúklinga og umönnunar- aðila þeirra. 2) Setja nú þegar í gang vinnu við að koma upp gagnagrunni hjá land- lækni yfir fjölda greindra einstak- linga á landinu. 3) Opna húsnæði, þar sem hægt væri að sinna umönnunaraðilum, styrkja þá og leiðbeina þeim í gegnum verk- efnið framundan, líkt og Ljósið er fyrir krabbameinsfjölskyldur. Í byrjun þessarar greinar vísaði ég í bloggskrif Angelu Lunde, sem hefjast á því að segja frá að í Bandaríkjunum nýta menn lengsta dag ársins, 21.júní, ár hvert til að safna peningum til styrktar Alzheimersjúkum og þeirra umönnunaraðila. – Við hjá FAAS höf- um átt og eigum marga og góða stuðn- ingsvini, sem hafa létt okkur baráttuna gegnum árin, og við fáum öðru hvoru góðar gjafir í Minningarsjóðinn okkar. Væri nú ekki frábært ef við gætum átt einn dag á ári og safnað fé til að koma á laggirnar og reka húsnæði, sem væri griðastaður fyrir umönnunaraðila, þar sem m.a. væri hægt að fylla þá orku, til að takast á við þeirra erfiða umönn- unarleiðangur? Með baráttukveðjum, Ragnheiður K. Karlsdóttir umönnunaraðili og varaformaður FAAS Hvaða stuðning fá fjölskyldur sem sjá um Alzheimerssjúka og aðra minnisveika? Umönnunarleiðangur Ragnheiður K. Karlsdóttir. Hvað heitir hann nú aftur, þýska fíflið sem felur allt fyrir mér? Hann heitir Alzheimer, afi. MUNUM ÞÁ SEM GLEYMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.