Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 22
Það er hrein- lega eins og ég hafi pant- að hann úr pöntunarlista. Þ etta er hann Breki. Hann er sjö mánaða,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir um frumburðinn sem hún er með í fanginu: „Breki Atla son. Mér finnst Breki sterkt og gott nafn til að standa eitt. Ég var búin að ákveða þetta nafn fyrir löngu og sem betur fer samþykkti maðurinn minn það. Ætli ég hafi ekki verið um tíu ára þegar ég fór að hugsa um hvað ég vildi eignast mörg börn og hvað þau ættu að heita. Ég var fyrir löngu komin með þrjú nöfn á lista, allt strákanöfn. Við maðurinn minn ákváðum reyndar líka stelpunafn á meðan ég var ólétt, svona til öryggis. Við erum því tilbúin með nöfn á næstu börn en vonandi koma þau ekki alveg strax.“ Breki situr rólegur og leikur sér að panda birni meðan við spjöllum saman. Líf Ragnheiðar hefur breyst mikið á undanförnum misserum. Í um tvo áratugi snerist heimur hennar að mestu um sund, hún er margfaldur Íslandsmeistari, hefur náð góðum árangri á Evrópu- og heimsmeistaramótum og árið 2004 var hún yngsti íslenski sund- maðurinn til að keppa á ólympíu- leikum, þá 19 ára gömul. Hún var að æfa á fullu og stefndi á sumar- ólympíuleikana 2012 þrátt fyrir að hafa nokkru áður fengið lungna- bólgu þegar morgunógleðin bar hana ofurliði. Hún ákvað að taka sér frí frá keppni og einbeita sér að meðgöngunni. Hún var þá nýtrú- lofuð Atla Bjarnasyni, viðskipta- fræðinema og framkvæmdastjóra Nóbel námsbúða, og voru kynni þeirra í raun ást við fyrstu sýn. Ætluðu að njósna um hann Ragnheiður segir að hann hafi einfaldlega boðið henni á stefnu- mót án þess að þau þekktust neitt og hún ákveðið að slá til. Af því ég er nokkuð vel að mér um hvernig stefnumótamenningin er að þróast spyr ég hvort hann hafi boðið henni á stefnumót í gegnum Facebook og hún játar því bros- andi. „Mér fannst hann svo sætur! Fyrsta stefnumótið var í ársbyrjun 2012 í Laundromat. Ég var þar með fimm vinkonum mínum sem búa erlendis. Við vorum heima í jólafríi og við ákváðum að fara saman út að borða. Sama dag hafði hann samband og ætlaði að bjóða mér út þá um kvöldið en ég sagðist vera upptekin. Mér leist samt svo vel á hann að ég spurði hvort við gætum kannski bara hist eftir að ég væri búin að borða með vinkonum mínum og hann tók vel í það. Vinkonur mínar ætluðu síðan að færa sig yfir á næsta borð áður en hann kæmi, þykjast ekki þekkja mig og taka hann út. Svo kom hann bara aðeins of snemma þegar Er ekki of hörð við sjálfa mig Líf Ragnheiðar Ragnarsdóttur hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Hún er ein ástsælasta sunddrottning Íslands og stefndi á síðustu ólympíuleika þegar hún varð ólétt og morgunógleðin tók yfir. Hún kynntist eigin- manni sínum eftir að hann bauð henni á stefnumót í gegnum Facebook, þau voru trúlofuð mánuði síðar og eiga nú saman soninn Breka. Ragnheiður þyngdist um 45 kíló á meðgöngunni en með hollu mataræði og hreyfingu hefur henni gengið vel að ná kílóunum af sér. við sátum allar saman þannig að það gekk ekki upp. Hann átti hins vegar auðvelt með að heilla vinkonur mínar upp úr skónum, og mig líka. Hann bara kom brosandi, tók í höndina á öllum og spjallaði við okkur. Þær fóru síðan heim og hann keyrði mig heim. Við spjöll- uðum áfram í tvo tíma í bílnum og þarna strax á fyrsta stefnumótinu vorum við farin að skipuleggja framtíðina. Stundum veit maður bara strax að fólk á saman. Það var þannig með okkur.“ Hún segir að þau séu bæði mjög metnaðar- full og viti að það þarf að hafa fyrir hlutunum til að ná langt. Íþróttaferill Ragnheiðar segir allt sem segja þarf um hennar metnað en auk þess að vera í námi rekur Atli fyrirtækið Nóbel námsbúðir sem býður upp á undirbúnings- námskeið fyrir próf, hvort sem er í framhaldsskóla eða háskóla, þar sem eldri nemendur undirbúa þá sem yngri eru. Búin að missa 35 kíló Mánuði eftir að þau hittust fyrst trúlofuðu þau sig og um sumarið var Ragnheiður orðin ólétt. Breki kom síðan í heiminn í febrúar. „Það er allt búið að ganga rosalega Líf sunddrottningarinnar Ragnheiðar Ragnarsdóttur hefur verið viðburðaríkt undanfarin misseri. Hún kynntist eiginmanni sínum á stefnumóti. Það var ást við fyrstu sýn og þau trúlofuðu sig mánuði síðar. Frumburður þeirra er Breki, sjö mánaða. Morgunógleði breytti áætlunum Ragnheiðar sem hafði sett stefnuna á ólympíuleikana. Ljósmynd/Hari 22 viðtal Helgin 20.-22. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.