Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 59
Helgin 20.-22. september 2013 3
A
ð sögn Jóns Snæ-
dal, yfirlæknis
Minnismóttöku
á Landakoti, er
misjafnt eftir aldri
hver fyrstu einkenni Alzhei-
merssjúkdómsins eru. Hjá eldra
fólki eru fyrstu einkenni yfirleitt
óeðlilegt minnisleysi, sérstak-
lega þegar kemur að nýliðnum
atburðum. „Þeir yngstu sem
koma til okkar eru um fjörutíu
og fimm ára en það er mjög
sjaldgæft að svo ungt fólk
greinist með Alzheimers. Í þeim
tilvikum eru fyrstu einkenni
sjúkdómsins önnur en hjá þeim
eldri og geta birst þannig að fólk
á erfitt með að rata og tjá sig
ásamt því sem önnur einkenni
gera vart við sig.“
Alzheimers er taugahrörn-
unarsjúkdómur í heila sem
veldur því að efnaferli sem
leiða til útfellingar í heilanum
fara af stað og afleiðing þess er
að taugafrumur visna og týna
smám saman tölunni. Jón segir
sjúkdómsferlið mismunandi á
milli einstaklinga og að líklega
séu það nokkrir sjúkdómar sem
í dag eru kallaðir Alzheimers
og því sé mjög misjafnt hvernig
einkennin birtast hjá fólki.
„Alzheimerssjúkdómurinn er
greindur á grundvelli upplýs-
inga sem sjúklingurinn sjálfur
og aðstandendur gefa. Síðan
eru tekin próf sem meta fyrst
og fremst minni og einnig ýmsa
aðra þætti. Síðan hafa menn
orðið ásáttir um að ýmsar rann-
sóknir gefi sterka vísbendingu
og þá er annars vegar verið að
ræða um að mæla rúmmál á
minnisstöðvunum í heilanum
með segulómun og hins vegar
með því að mæla sérstök eggja-
hvítuefni í mænuvökva,“ segir
Jón. Lífslíkur Alzheimerssjúk-
linga hafa ekki verið rannsak-
aðar á síðustu árum en rétt fyrir
aldamót voru þær að meðaltali
áratugur. Jón segir það þó afar
breytilegt á milli einstaklinga
og að lífslíkur geti verið allt
frá nokkrum árum og í yfir tvo
áratugi.
Ekki er til nákvæm tölfræði
um fjölda fólks með Alzhei-
merssjúkdóminn hér á landi en
talið er að á bilinu hundrað og
fimmtíu til tvö hundruð manns
greinist með sjúkdóminn árlega
og segir Jón það þýða að um það
bil tvö þúsund til tvö þúsund og
fimmhundruð manns séu með
sjúkdóminn á hverjum tíma.
Tíðnin hefur haldist í hendur við
hærri lífaldur fólks. „Tíðnin hjá
þeim sem eru sjötugir er um það
bil fjögur prósent og svo tvöfald-
ast hún næstu áratugina þannig
að hjá þeim sem eru áttatíu og
fimm ára er tíðnin um þrjátíu
prósent.“
Alzheimers algengari í
sumum ættum
Arfgengur þáttur veldur Alzhei-
merssjúkdómnum en Jón segir
hann ekki eins sterkan og áður
var talið en að sjúkdómurinn sé
þó algengari í sumum ættum en
öðrum. „Í þeim ættum þar sem
sjúkdómurinn er algengur eru
samt flestir sem sleppa við að
fá hann. Það gæti einnig verið
hrein tilviljun að hann sé algeng-
ari í sumum ættum en öðrum.“
Fólk sem greint er með
Alzheimerssjúkdóminn þarf
alla jafna á mikilli þjónustu að
halda og segir Jón sjúkdóminn
því nokkuð kostnaðarsaman
fyrir samfélagið. „Eðli máls-
ins samkvæmt fer þjónusta við
þennan hóp fram í heimahúsum
fyrst eftir greiningu en eftir því
sem á líður aukast líkurnar á að
fólk flytjist á hjúkrunarheimili
sem er dýrasti kosturinn sem
samfélagið er með fyrir fólk á
efri árum.“
Merkar íslenskar rannsóknir
Hér á landi hafa verið gerðar
þrjár rannsóknir á undan-
Vitsmunaleg og andleg starfsemi
sem verður fyrir áhrifum við heilabilun
svava@alzheimer.is
Óeðlilegt minnisleysi hinna eldri en önnur einkenni hjá þeim yngstu.
Þjónusta við þennan
hóp fer fram í heima-
húsum fyrst eftir
greiningu en eftir því
sem á líður aukast
líkurnar á að fólk
flytjist á hjúkrunar-
heimili sem er dýrasti
kosturinn sem samfé-
lagið er með fyrir fólk
á efri árum.
Fyrstu einkenni mismunandi eftir aldri
Alzheimers-
sjúkdómurinn er
taugahrörnunar-
sjúkdómur í heila
sem um það bil
fjögur prósent
Íslendinga um sjö-
tugt fá. Líkurnar
aukast svo með
hækkandi aldri
og er talið að um
þrjátíu prósent
áttatíu og fimm
ára Íslendinga séu
með sjúkdóminn
eða einkenni sem
líkjast honum.
förnum árum sem vakið hafa
athygli utan landsteinanna.
Ein þeirra snertir erfðafræði
sjúkdómsins en hér á landi
fannst fyrsta genið sem
virðist vera verndandi fyrir
sjúkdóminn. „Því geni hefur
aldrei verið lýst áður og hlutu
niðurstöðurnar því töluverða
eftirtekt. Í kjölfarið var þessi
erfðaþáttur staðfestur í ná-
grannalöndunum,“ segir Jón.
Í annarri rannsókn fannst
nýr áhættuþáttur sem var sá
sterkasti sem fundist hefur í
tuttugu ár og er líka búið að
staðfesta þann áhættuþátt
í nágrannalöndunum. Að
sögn Jóns eru þessir þættir
sjaldgæfir og því hefur reynst
erfitt að finna þá.
Fyrirtækið Mentis Cura
hefur þróað tækni sem hægt
er að nota til að greina Alz-
heimerssjúkdóminn snemma.
„Við bindum vonir við að sú
tækni muni leiða til þess að
fleiri geti komist í greiningu
því hún er einfaldari og ódýr-
ari en aðrar rannsóknir.“ Þá
er verið að taka fyrstu skrefin
í rannsóknum á tengslum
við kæfisvefn sem virðist
algengari hjá fólki með fyrstu
einkenni Alzheimerssjúk-
dómsins og er búið að kynna
fyrstu niðurstöður erlendis.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Jón Snædal, yfirlæknir
Minnismóttöku á Landakoti,
segir að í þeim ættum þar sem
sjúkdómurinn er algengur séu
samt flestir sem sleppi við að
fá hann. Ljósmynd/Hari.
FruMStæðni
(Primitivisering)
Framheilastöðvar
HEilA bilun
MálStol
Tungumálið,
tjáning. Mál-
skilningur.
(Afasi)
VErkStol
Athafnir, hátterni.
Samhæfing.
(Apraksi)
SkynStol
Skynáhrif, úr-
vinnsla áhrifa,
túlkun, skilningur.
Næmni. (Agnosi)
GlEyMSkA
Minnið, lærdómur.
Upprifjun
(Amnesi)
MunuM Þá SEM GlEyMA