Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 10
Kringlan er einn fjölsóttasti verslunar- og þjónustukjarni Íslands og einn fjölmennasti vinnustaður landsins. Hátt í 1.000 hjálpfúsir starfsmenn eru þér ávallt innan handar, þakklátir fyrir innlitið og viðskiptin. TAKK FYRIR AÐ STYÐJA ÍSLENSKA VERSLUN Eygló Erla Ingvarsdóttir Eymundsson … sjávar- afurðir eru mikilvæg- ur hluti af fæðu Íslendinga og er neysla þeirra sú mesta á alþjóða- vísu. Flensborgarskóli er forystuskóli verkefninu Heilsueflandi fram- haldsskóli. Ljósmynd/Flensborg  Heilbrigðismál lögð var áHersla á skólabrag í Flensborg 22 framhaldsskólar taka geðrækt fyrir í vetur „Við lögðum núna mesta áherslu á skólabrag og líðan,“ segir Bryndís Jóna Jónsdóttir, mannauðsstjóri Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Skólinn er forystuskóli í verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ og á síðasta skólaári var þar sérstök áhersla á geðrækt. Í verkefninu eru fjögur meginþemu; nær- ing, hreyfing, lífsstíll og geðrækt, en að loknu einu undirbúningsári er eitt viðfangsefni tekið fyrir á hverju skóla- ári. Því eru viðfangsefnin jafn mörg og námsár flestra framhaldsskólanema. Flensborgarskóli er fyrsti skólinn til að leggja áherslu á geðrækt og segir Bryndís frá reynslunni á málþingi um geðrækt í framhaldsskólum sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnis- stjóri Heilsueflandi framhaldsskóla hjá embætti landlæknis, segir að 22 framhaldsskólar taki geðrækt fyrir á þessu skólaári og því dýrmætt að heyra af reynslu Flensborgarskóla. Undan- farin ár hefur Skólapúlsinn staðið fyrir könnun hjá grunnskólanemendum á skólabrag, líðan nemenda og fleira. Embætti landlæknis og Flensborgar- skóli vinna saman að því að þróa Skóla- púls fyrir framhaldsskólanema og í vor var fyrsta könnunin lögð fyrir. Bryndís segir að niðurstöðurnar séu ekki birtar opinberlega heldur aðeins fyrir starfs- menn skólans til að átta sig á stöðunni og sjá hvað þarf að bæta. Næsta könnun verður gerði í vetur og fæst þá saman- burður. „Ef við sjáum að kvíði meðal nemenda eykst þá getum við brugðist við því,“ segir hún. Öllum framhalds- skólum stendur til boða að gera slíka kannanir í samstarf við Skólapúlsinn, en þær eru ekki persónurekjanlegar. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  sjávarútvegur skýrsla íslandsbanka Skuldsetning dregst saman Framlegð aldrei meiri. Fyrirtækin greiða um 7 milljarða í sér- stakt veiðigjald fyrir fisikveiðiárið 2012-2013. r ekstur sjávarútvegsfélaga á Íslandi er almennt góður og ytri skilyrði hagkvæm þó svo að afkoman sé misgóð milli fyrirtækja. Þrátt fyrir að nokkuð verðfall hafi orðið á mikil- vægum fisktegundum hefur greininni tekist vel að aðlaga sig að þeim aðstæðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka sem kynnt var á miðvikudaginn. Í skýrslunni kemur fram að forsenda þess að unnt sé að stuðla að frek- ari framþróun í sjávarútvegi sé að grunnur greinar- innar verði styrktur og efldur. Lykilatriði skýrslunnar eru þau að sjávarafurðir eru mikilvægur hluti af fæðu Íslendinga og er neysla þeirra sú mesta á alþjóðavísu. Íslenskur sjávarútvegur var með um 11,5% beint framlag til vergrar landsframleiðslu árið 2012 og hefur það farið vaxandi síðustu fimm ár. Rúmlega 12% starfa á landsbyggðinni er í sjávarútvegi samanborið 1,5% á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi starfa í sjávarútvegi hefur aukist um fjórðung síðustu fimm ár. EBITDA framlegð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hefur aldrei verið hærri en árið 2011 og jókst hún um 26% frá fyrra ári. Síðustu ár hefur skuldsetning fyrirtækja í sjáv- arútvegi dregist saman og árið 2011 nam hún 442 milljörðum króna. Sjávarútvegsfyrirtæki greiða um 7 milljarða króna í sérstakt veiðigjald fyrir fiskveiði- árið 2012/2013 þegar búið er að gera ráð fyrir frá- dráttarliðum. Greiddur tekjuskattur sjávarútvegs- fyrirtækja á árinu 2013 (rekstrarár 2012) var um 9 milljarðar króna, samanborið 5,5 milljarða árið 2012 (rekstrarár 2011). Verðmæti útfluttra sjávarafurða nam tæpum 269 milljörðum króna árið 2012 og jókst um tæp 7% frá árinu 2011. Fiskeldi á Íslandi jókst nokkuð á milli áranna 2011 og 2012. Um 7.800 tonnum var slátrað árið 2012 en um 5.000 tonnum árið 2011. Að því er fram kemur í tilkynningu Íslandsbanka er áætlað að 8.500 tonnum verði slátrað á árinu 2013. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Verðmæti útfluttra sjávarafurða nam tæpum 269 milljörðum króna árið 2012 og jókst um tæp 7% frá árinu 2011. 10 fréttir Helgin 20.-22. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.