Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 67
 3ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2013 Þær kartöflur sem fyrstar koma á markað eru ræktaðar undir plasti sem flýtir fyrir uppskerunni um allt að 15 daga. Þegar kartaflan barst til Evrópu var henni tekið með nokkurri tortryggni. Það var fyrst eftir að hún var almennt tekin í sátt í Englandi, Írlandi, Frakklandi og síðast en ekki síst í Þýskalandi, að kartaflan fór að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum. Hún barst fyrst til Íslands á ofanverðri 18. öld. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal ræktaði hana fyrstur Íslendinga. Kartaflan er upprunin í norðurhluta Suður-Ameríku og hefur verið mikilvæg matjurt á þeim slóðum í þúsundir ára. Hún þótti það mikilvæg fæða hjá Inkum að hún var tekin í guða tölu. Kartaflan barst til Evrópu í kjölfar landafundanna á 16. öld og breiddist fljótt út um álfuna, þar sem hún varð ein mikilvægasta fæðutegundin. Áður en kartaflan barst til Evrópu var brauð og hnúðmeti af öðru tagi mikilvæg fæða. Enska heitið „potato“ er komið úr indíánamáli þar sem kartaflan kallast „batat“ eða „patat“ en það síðarnefnda er notað í mörgum tungumálum, bæði um kartöflur og sætar kartöflur. Kartaflan er næringarrík og fremur auðveld í ræktun við íslenskar aðstæður. Þó er hún nokkuð viðkvæm fyrir ýmsum sjúkdómum af völdum veira, baktería og sveppa. Einn slíkur sjúkdómur, kartöflumygla, olli algerum uppskerubresti á Írlandi á árunum eftir 1840, en á þeim tíma var kartaflan orðin undirstöðufæða fátækra smábænda þar í landi. Mikil hungursneyð varð í kjölfarið og þúsundir manna urðu hungrinu að bráð. Þúsundir fluttust vestur um haf til Ameríku. Margir vestuarfaranna settust að í ríkjunum Maine og Idaho, en þar stendur kartöflurækt í miklum blóma enn þann dag í dag. Kartafla myndar jarðstöngulhnýði. Hún tilheyrir náttskuggaætt (solanaceae) og er náskyld mörgum þekktum plöntum eins og eggaldini, tómötum, papriku, stjörnualdini (carambola) og tóbaki. Allar tegundir náttskuggaættar mynda eiturefnið sólanín, í mismiklum mæli þó. Í kartöflu er það í öllum grænum plöntuhlutum sem notið hafa birtu. Það eyðist ekki við suðu: fjarlægið því alla græna hluta kartaflna áður en þeirra er neytt. NæriNgargildi Kartaflan er næringarrík, full af vítamínum og steinefnum. Í kartöflum eru fáar hitaeiningar, aðeins 88 (kcal) í 100 gr. Þar sem flestir borða kartöflur nánast daglega eru þær með mikilvægustu uppsprettum B- og C-vítamíns í fæðunni. Einnig eru kartöflur ríkar af járni, kalki, fosfór og trefjum. Í þeim er mikill mjölvi sem gerir þær mettandi þó þær séu ekki mjög hitaeiningaríkar. Æskilegt er að sjóða kartöflur með hýðinu, annars tapast mikið af næringarefnum út í suðuvatnið. Séu þær afhýddar fyrir suðu ber að nota eins lítið vatn við suðuna og kostur er og nota síðan vatnið í sósur eða til brauðgerðar til að nýta næringarefnin sem skolast hafa út. geymsla Kartöflur á að geyma við 4-6° C og mikinn raka en við slík skilyrði geymast þær í allt að 6 mánuði án þess að dragi úr gæðum. Mjög snemmsprottnar kartöflur geymast þó skemur. Góð loftræsting þarf að vera í kartöflugeymslu til að leiða burt koltvísýring sem myndast við öndun, þó má kaldur dragsúgur ekki leika um þær. Etýlen sem kartöflurnar mynda í geymslunni getur ýtt undir að þær spíri. Þær mega ekki vera í birtu, þá myndast í þeim sólanín og hnýðin verða græn. Af þessari ástæðu er best að geyma kartöflur í bréfpokum eða öðrum ógegnsæjum umbúðum. Ef kartöflur eru hafðar í pappírssekkjum minnkar einnig hættan á að raki setjist utan á hnýðin og valdi bakteríu eða sveppasjúkdómum. gæðamat Kartöflur eiga að vera þurrar, hreinar og þéttar í sér, lausar við áverka, sprungur og spírur auk þess sem þær mega ekki vera grænar. Kartöflum sem pakkað er í plastpoka eiga að vera jafnar að stærð og gæðum. Á veturna þarf að fylgjast vel með kartöflum sem geymdar hafa verið við lægri hita en 4° C en það ýtir undir niðurbrot mjölva þannig að bragðið versnar, þær verða of sætar. Vinsælustu kartöflutegundirnar eru Gullauga og Rauðar Hjónin Kristján Gestsson og Anna Guðbergsdóttir eru kartöflubændur á bænum Forsæti IV í Flóahreppi og hafa þau stundað þann búskap frá árinu 1970. Kartöflur hafa þó verið ræktaðar á jörðinni í rúmlega hálfa öld en foreldrar Kristjáns, þau Gestur Mosdal Kristjánsson og Helga Kristín Þórarinsdóttir hófu ræktunina um 1960. Garðyrkjubýlið hefur yfir góðum tækjakosti að ráða, það gerir þeim hjónum kleift að vinna að mestu leyti ein við framleiðsluna. Útsæðið sem sett er niður ár hvert er að hluta til heimaræktað en kartöfluheilbrigði er þó haldið við með aðkeyptu stofnútsæði eftir ákveðnum reglum sem þar um gilda. Útsæðið er látið forspíra og sett niður í lok apríl og fram yfir miðjan maí. Fyrstu kartöflugrösin byrja að kíkja upp úr görðunum rúmlega hálfum mánuði eftir niðursetningu. Fram í júlí bíða svo bæði bóndinn og neytendur með mikilli eftirvæntingu eftir fyrstu uppskeru sumarsins en hún kemur á markað um miðjan júlí. Þær kartöflur sem fyrstar koma á markað eru ræktaðar undir plasti sem flýtir fyrir uppskerunni um allt að 15 daga. Upptaka til geymslu hefst síðan í lok ágúst og stendur út september. Uppskerumagnið er að miklu leyti háð veðurfari og getur því verið mjög breytilegt á milli ára. Ræktunarsvæðið er 24 hektarar og getur uppskeran verið allt frá 10 til 30 tonn af hektara. Mikilvægt er að þær kartöflur sem teknar eru upp á haustin séu geymdar í kæligeymslum við réttan hita og rétt rakastig. Með því móti er auðveldlega hægt að halda vörunni ferskri fram að næstu uppskeru. Kartöflurnar eru geymdar óhreinsaðar í kæligeymslunni yfir veturinn en áður en þær eru sendar á markað eru þær flokkaðar og þvegnar. Vinsælustu tegundirnar eru íslensku afbrigðin Gullauga og Rauðar og er því mest ræktað af þeim. Fleiri tegundir eru þó ræktaðar á býlinu og má sem dæmi nefna Premiere og Milva. Kartaflan -matjurt í þúsundir ára í Suður-Ameríku Kristján Gestsson og Anna Guðbergsdóttir kartöflubændur á Forsæti IV. Laukurinn er svitaður í potti ásamt kryddunum þar til hann er glær. Kartöflunum og vatninu er bætt út í. Soðið í a.m.k. 30 mín, þá maukað með töfrasprota og smakkað til með salti og saxaðri steinselju. Ef töfrasproti er ekki til staðar má sjóða súpuna lengur og slá kartöflurnar í sundur með pískara. Nanna Rögnvaldardóttir Kartöflusúpa 100 g laukur, saxaður (1 meðallaukur) olía til steikingar 250 g íslenskar kartöflur, skornar smátt ½ tsk timjan 2 stk lárviðarlauf ½ tsk kórírander fræ, möluð svartur pipar 1,5 l vatn salt ½ búnt steinselja forsæti iv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.