Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 12
Viðskiptavinir VÍS með F plús fjölskyldutryggingu geta sótt flotta
og hlýja húfu með endurskini á næstu þjónustuskrifstofu.
Sjáumst með F plús
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
F iskneysla unglinga minnkar verulega þegar þeir hætta í grunnskóla. Líklega er þetta
vegna þess að þá hætta þeir að borða
fisk í skólamötuneytinu,“ segir Gunn-
þórunn Einarsdóttir, verkefnisstjóri
hjá Matís. Hún ásamt Ingunni Jóns-
dóttur, stöðvarstjóra hjá Matís, eru
skipuleggjendur landsátaks í fisk-
neyslu sem hefst formlega síðar í
þessum mánuði en markmiðið er að
auka fiskneyslu Íslendinga, meðal
annars með því að fræða fólk um fisk
og sýna fram á óþrjótandi möguleika
sjávarfangs. Átakið er styrkt af AVS
rannsóknasjóði í sjávarútvegi.
Tvisvar í viku er lágmark
Matís gerði rannsókn á viðhorfum og
fiskneyslu landsmanna á aldrinum
10-80 ára í vor til að hafa samanburð-
argögn fyrir rannsókn þegar átakinu
lýkur. Þarna voru grunnskólabörn í
fyrsta skipti með í neyslukönnuninni.
Niðurstaðan var að 10-15 ára börn
neyta fisks ríflega 2 sinnum í viku að
jafnaði. „Meira en helmingur fisk-
neyslunnar fer fram utan heimilis
og því má álykta að þau borði um
helming þess fisks sem þau borða í
skólamötuneytum eða veitingastöð-
um,“ segir Gunnþórunn. Næsti ald-
urshópur, ungmenni á aldrinum 16-26
ára, neyta fisks hins vegar 1,5 sinnum
í viku að meðaltali. Lýðheilsumark-
miðin segja til um að fólk eigi að
borða fisk minnst tvisvar sinnum í
viku þannig að þessar niðurstöður
sýna að þessi aldurshópur er ekki að
ná þessum markmiðum.
Vilja frekar lax en ýsu
Börn 10-15 ára voru spurð um hvaða
fisk þau borðuðu oftast. Þar var ýsan
oftast nefnd og síðan þorskurinn.
„Þegar við spurðum hvað þau lang-
aði helst að borða nefndu margir
eitthvað annað, til dæmis lax. Við
getum notað mun fleiri fisktegundir
í matreiðslu og því tilvalið tækifæri
að kynna krökkum þær tegundir þar
sem neysluvenjur þeirra eru enn að
mótast,“ segir hún.
Matís framleiddi ásamt Sagafilm
þættina Fagur fiskur sem fyrst
voru sýndir í Ríkissjónvarpinu fyrir
tveimur árum. Þættirnir voru styrktir
af AVS-rannsóknarsjóðnum, en mark-
miðið með þeim er að sýna hvernig
matbúa megi hinar ýmsu tegundir af
fiski á spennandi og fjölbreytilegan
hátt. Ekki voru gerðar sérstakar fisk-
neyslukannanir í tengslum við sýn-
ingu fyrstu þáttaraðarinnar en verið
er að sýna aðra þáttarröðina sem er
hluti af fiskneysluátakinu. Að þeim
þáttum loknum taka við innskots-
þættir á vegum Matís í Kastljósi þar
sem Sveinn Kjartansson matreiðslu-
meistari mun ásamt börnum elda
spennandi fiskrétti. Sérstök áhersla
er á börn og ungt fólk í átakinu en
almennt er fiskneysla meiri hjá þeim
sem eldri eru.
Fiskur er góður próteingjafi og
hann inniheldur einnig ýmis önnur
næringarefni svo sem selen og joð.
Feitur fiskur er auðugur af ómega
3-fitusýrum og D-vítamíni. Sér í lagi
er mikilvægt fyrir Íslendinga að huga
að neyslu D-vítamínríkra matvæla
yfir vetrartímann þegar varla sést til
sólar. Næringarfræðingar leggja því
almennt mikla áherslu á neyslu fisks.
Fiskneysla í æsku hefur áhrif
Í rannsókn Matís frá 2006 á við-
horfum og fiskneyslu var fólk spurt
hvað hefði áhrif á fiskneyslu þess.
Neysla foreldra á fiski hafði þar mest
hvetjandi áhrif, svo og neysla maka,
matreiðsluþættir í sjónvarpi, nær-
ingarfræðingar og læknar. „Það var
einmitt út af þessu sem við réðumst
upphaflega í gerð Fagur fiskur, út af
áhrifum matreiðsluþátta. Fiskneysla
í æsku hefur síðan áhrif á hversu
mikið af fiski fólk borðar þegar það
verður eldra,“ segir Gunnþórunn.
Fiskiðnaðurinn sem slíkur hafði hins
vegar letjandi áhrif á fiskneyslu. Hins
vegar höfum við fundið fyrir meðbyr
frá nýjum stjórnendum í sjávarútvegi
þar sem þeir sjá hvað þeir geta gert
til að sýna samfélagslega ábyrgð,
meðal annars með því að styrkja
svona átaksverkefni. Athygli vekur
að í þessari rannsókn kemur fram að
því fleiri börn sem eru á heimilinu því
oftar eru pastaréttir og skyndibitar á
boðstólum en fiskur síður.
Fiskiátakið verður formlega sett
í Smáralind 28. september með sér-
stakri opnunarhátíð þar sem sett
verður upp viðamikil fiskikynning
þar sem fólk getur smakkað ólíkar
fisktegundir. Samhliða þessu verður
opnuð sérstök heimasíða átaksins
með ýmiskonar fræðslu.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Því fleiri börn
sem eru á
heimilinu
því oftar eru
pastaréttir og
skyndibitar á
boðstólum en
fiskur síður.
Heilbrigðismál matís eFnir til landsátaks um Fiskneyslu í vetur
Fiskneysla minni á íslenskum heimilum
Ungmenni á aldrinum 16-26 ára ná ekki lýðheilsumarkmiðum þegar kemur að fiskneyslu.
Verulega dregur úr því unglingar borði fisk þegar þeir hætta í grunnskóla – líklega vegna
þess að þau hætta þá að fá fisk í skólamötuneytinu. Matís efnir til sérstaks fiskneysluátaks
síðar í þessum mánuði þar sem meðal annars er lögð áhersla á að kenna fólki að matbúa fisk.
Mikið úrval er í íslenskum fiskbúðum og þó ýsa sé oftast á borðum Íslendinga eru aðrar tegundir í sókn. Ljósmynd/Hari
Gunnþórunn Einarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Matís, og Ingunn Jónsdóttir, stöðvarstjóri
hjá Matís, eru skipuleggjendur landsátaks í fiskneyslu. Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
12 fréttir Helgin 20.-22. september 2013