Fréttatíminn - 03.05.2013, Síða 10
- snjallar lausnir
heitir nú
Við hlökkum til ánægjulegs samstarfs.
Gold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TM
Wise lausnir ehf.
Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 102, 600 Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
Húsnæði MánaðarHækkun saMbærileg og á árinu 2007
Húsnæðisverð hækkar og verðbólga hjaðnar
Þvílík hækkun milli mánaða hefur ekki sést á þessum lið síðan á þensluárinu mikla 2007.
Óvenjulega mikil hækkun hús-
næðisverðs á landsbyggðinni, í
mælingu Hagstofu Íslands, er
helsta skýring á því að vísitala
neysluverðs hækkaði um 0,2% í
apríl frá fyrri mánuði, þvert á spár
um lækkun eða óbreytta vísitölu.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis
lækkaði hins vegar um 0,13% milli
mánaða í apríl. Þrátt fyrir nokkra
hækkun vísitölu neysluverðs
nú hjaðnar verðbólga töluvert í
aprílmánuði, fer úr 3,9% niður í
3,3%, að því er fram kemur í yfir-
liti Greiningar Íslandsbanka.
Markaðsverð húsnæðis hækk-
aði í apríl um 1,8% á milli mánaða.
„Þvílík hækkun milli mánaða
hefur ekki sést á þessum lið síðan
á þensluárinu mikla 2007,“ segir
Greiningin. „Verð á sérbýlum á
höfuðborgarsvæði hækkaði um
1,8%, en verð fjölbýla á höfuðborg-
arsvæðinu lækkaði hins vegar
lítið eitt. Á móti því vó hins vegar
8,6% hækkun húsnæðisverðs á
landsbyggðinni. Sú hækkun kem-
ur verulega á óvart, enda hefur
svo mikil mánaðarhækkun ekki
sést í tölum Hagstofu svo langt
aftur sem þær ná, eða til síðustu
aldamóta. Þá hækkaði greidd
húsaleiga um 1,7% í apríl, sem er
óvenju mikil hækkun,“ segir enn
fremur.
Verð á ýmsum innfluttum
vörum lækkaði í kjölfar verulegr-
ar styrkingar krónu frá miðjum
febrúarmánuði. Eldsneytisverð
lækkaði um 4% og verð á nýjum
bílum lækkaði um 2,2%. „Þá má
greina áhrif styrkingarinnar í
öðrum vöruflokkum á borð við
raftæki,“ segir Greiningin. „Í
heild lækkuðu innfluttar vörur í
verði um 1,0% í apríl. Miðað við
þróun krónunnar undanfarið
virðist þó vera innstæða fyrir
talsverðri viðbótarlækkun á inn-
fluttum vörum og verður fróðlegt
að fylgjast með verðþróun þeirra
á komandi mánuðum.“ - jh
Veruleg hækkun varð í apríl á húsnæðisverði
á landsbyggðinni. Sérbýli á höfuðborgar-
svæðinu hækkaði líka í verði en fráleitt eins
mikið en verð í fjölbýli þar lækkaði lítið eitt.
eiMskip saMið uM lækkun kaupverðs á nýsMíði tveggja gáMaskipa
Tvö ný skip á aldarafmælinu
Það verður gaman að taka á móti nýju skipunum á 100 ára afmælisári félagsins 2014, segir Gylfi Sigfússon forstjóri.
t vö ný skip sem nú eru í smíðum fyrir Eimskip verða afhent félaginu á aldarafmælisári félagsins en félagið var
stofnað árið 1914. Skipafélagið hefur samið um
lækkun á kaupverði skipanna, að því er fram
kemur á síðu þess. Á árinu 2011 samdi Eim-
skip við skipasmíðastöð Rongcheng Shenfei
í Kína um smíði á tveim gámaskipum. Skipin
eru hvort um sig 875 gámaeiningar að stærð,
þar af með tengla fyrir 230 frystigáma. Burðar-
geta skipanna er um 12 þúsund tonn, lengd
140,7 metrar og breidd 23,2 metrar.
„Upphaflega var gert ráð fyrir að skipin yrðu
afhent á þessu ári. Nú liggur fyrir samkomu-
lag við skipasmíðastöðina um að afhending á
skipunum verði á fyrri hluta árs 2014. Jafn-
framt því að semja um seinkun á afhendingu
hefur félagið samið um rúmlega 20% lækkun á
samningsverði skipanna og nemur lækkunin
10 milljónum USD [Bandaríkjadala] samtals
fyrir bæði skipin.
Félagið hefur að teknu tilliti til lækkunar á
verði skipanna greitt um 26 milljónir USD eða
sem nemur um 70% af uppfærðu samnings-
verði. Fjárfestingin er fjármögnuð með eigin
fé og brúarláni frá innlendum banka á bygg-
ingartímanum og með langtímafjármögnun frá
erlendum banka,“ segir enn fremur.
Í mars 2013 kynnti félagið umfangsmiklar
breytingar á siglingakerfi sínu. Seinkunin á
Teikning af hinum nýju gámaskipum Eimskips.
afhendingu skipana mun ekki
hafa áhrif á þær breytingar eða
þjónustu við viðskiptavini félags-
ins. Hún mun þó hafa í för með
sér áframhaldandi leigu á skipum
lengur en gert hafði verið ráð fyrir.
„Það er ánægjulegt að hafa náð
fram lækkun á kaupverði skipanna
í tengslum við tafir á afhendingu
þeirra sem nemur um 1,2 milljörð-
um íslenskra króna,“ segir Gylfi
Sigfússon, forstjóri Eimskips. „Það
verður gaman að taka á móti nýju
skipunum á 100 ára afmælisári
félagsins 2014. Þrátt fyrir tafir
á afhendingu skipanna þá verða
engar breytingar á nýju siglinga-
kerfi félagsins og mun þetta ekki
hafa áhrif á þjónustu félagsins við
viðskiptavini. Það er einnig gott
að finna fyrir því trausti sem Eim-
skip hefur áunnið sér frá hendi
erlendra fjármálastofnana við fjár-
mögnun verkefnisins, en félagið er
með trygga langtímafjármögnun
vegna nýsmíðinnar.“
Eimskip rekur 51 starfsstöð í 18
löndum og er með 16 skip í rekstri.
Starfsmenn eru um 1.330.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips,
segir það ánægjulegt að náðst hafi fram
lækkun á kaupverði skipanna tveggja.
Ljósmynd/Eimskip
... lækkun á
kaupverði
skipanna í
tengslum
við tafir á
afhendingu
þeirra sem
nemur um
1,2 milljörð-
um íslenskra
króna.
10 viðskipti Helgin 3.-5. maí 2013