Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 10
- snjallar lausnir heitir nú Við hlökkum til ánægjulegs samstarfs. Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 102, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is  Húsnæði MánaðarHækkun saMbærileg og á árinu 2007 Húsnæðisverð hækkar og verðbólga hjaðnar Þvílík hækkun milli mánaða hefur ekki sést á þessum lið síðan á þensluárinu mikla 2007. Óvenjulega mikil hækkun hús- næðisverðs á landsbyggðinni, í mælingu Hagstofu Íslands, er helsta skýring á því að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði, þvert á spár um lækkun eða óbreytta vísitölu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,13% milli mánaða í apríl. Þrátt fyrir nokkra hækkun vísitölu neysluverðs nú hjaðnar verðbólga töluvert í aprílmánuði, fer úr 3,9% niður í 3,3%, að því er fram kemur í yfir- liti Greiningar Íslandsbanka. Markaðsverð húsnæðis hækk- aði í apríl um 1,8% á milli mánaða. „Þvílík hækkun milli mánaða hefur ekki sést á þessum lið síðan á þensluárinu mikla 2007,“ segir Greiningin. „Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæði hækkaði um 1,8%, en verð fjölbýla á höfuðborg- arsvæðinu lækkaði hins vegar lítið eitt. Á móti því vó hins vegar 8,6% hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Sú hækkun kem- ur verulega á óvart, enda hefur svo mikil mánaðarhækkun ekki sést í tölum Hagstofu svo langt aftur sem þær ná, eða til síðustu aldamóta. Þá hækkaði greidd húsaleiga um 1,7% í apríl, sem er óvenju mikil hækkun,“ segir enn fremur. Verð á ýmsum innfluttum vörum lækkaði í kjölfar verulegr- ar styrkingar krónu frá miðjum febrúarmánuði. Eldsneytisverð lækkaði um 4% og verð á nýjum bílum lækkaði um 2,2%. „Þá má greina áhrif styrkingarinnar í öðrum vöruflokkum á borð við raftæki,“ segir Greiningin. „Í heild lækkuðu innfluttar vörur í verði um 1,0% í apríl. Miðað við þróun krónunnar undanfarið virðist þó vera innstæða fyrir talsverðri viðbótarlækkun á inn- fluttum vörum og verður fróðlegt að fylgjast með verðþróun þeirra á komandi mánuðum.“ - jh Veruleg hækkun varð í apríl á húsnæðisverði á landsbyggðinni. Sérbýli á höfuðborgar- svæðinu hækkaði líka í verði en fráleitt eins mikið en verð í fjölbýli þar lækkaði lítið eitt.  eiMskip saMið uM lækkun kaupverðs á nýsMíði tveggja gáMaskipa Tvö ný skip á aldarafmælinu Það verður gaman að taka á móti nýju skipunum á 100 ára afmælisári félagsins 2014, segir Gylfi Sigfússon forstjóri. t vö ný skip sem nú eru í smíðum fyrir Eimskip verða afhent félaginu á aldarafmælisári félagsins en félagið var stofnað árið 1914. Skipafélagið hefur samið um lækkun á kaupverði skipanna, að því er fram kemur á síðu þess. Á árinu 2011 samdi Eim- skip við skipasmíðastöð Rongcheng Shenfei í Kína um smíði á tveim gámaskipum. Skipin eru hvort um sig 875 gámaeiningar að stærð, þar af með tengla fyrir 230 frystigáma. Burðar- geta skipanna er um 12 þúsund tonn, lengd 140,7 metrar og breidd 23,2 metrar. „Upphaflega var gert ráð fyrir að skipin yrðu afhent á þessu ári. Nú liggur fyrir samkomu- lag við skipasmíðastöðina um að afhending á skipunum verði á fyrri hluta árs 2014. Jafn- framt því að semja um seinkun á afhendingu hefur félagið samið um rúmlega 20% lækkun á samningsverði skipanna og nemur lækkunin 10 milljónum USD [Bandaríkjadala] samtals fyrir bæði skipin. Félagið hefur að teknu tilliti til lækkunar á verði skipanna greitt um 26 milljónir USD eða sem nemur um 70% af uppfærðu samnings- verði. Fjárfestingin er fjármögnuð með eigin fé og brúarláni frá innlendum banka á bygg- ingartímanum og með langtímafjármögnun frá erlendum banka,“ segir enn fremur. Í mars 2013 kynnti félagið umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi sínu. Seinkunin á Teikning af hinum nýju gámaskipum Eimskips. afhendingu skipana mun ekki hafa áhrif á þær breytingar eða þjónustu við viðskiptavini félags- ins. Hún mun þó hafa í för með sér áframhaldandi leigu á skipum lengur en gert hafði verið ráð fyrir. „Það er ánægjulegt að hafa náð fram lækkun á kaupverði skipanna í tengslum við tafir á afhendingu þeirra sem nemur um 1,2 milljörð- um íslenskra króna,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. „Það verður gaman að taka á móti nýju skipunum á 100 ára afmælisári félagsins 2014. Þrátt fyrir tafir á afhendingu skipanna þá verða engar breytingar á nýju siglinga- kerfi félagsins og mun þetta ekki hafa áhrif á þjónustu félagsins við viðskiptavini. Það er einnig gott að finna fyrir því trausti sem Eim- skip hefur áunnið sér frá hendi erlendra fjármálastofnana við fjár- mögnun verkefnisins, en félagið er með trygga langtímafjármögnun vegna nýsmíðinnar.“ Eimskip rekur 51 starfsstöð í 18 löndum og er með 16 skip í rekstri. Starfsmenn eru um 1.330. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir það ánægjulegt að náðst hafi fram lækkun á kaupverði skipanna tveggja. Ljósmynd/Eimskip ... lækkun á kaupverði skipanna í tengslum við tafir á afhendingu þeirra sem nemur um 1,2 milljörð- um íslenskra króna. 10 viðskipti Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.