Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 18

Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. S Skuldamál heimilanna voru helsta mál nýlið- innar kosningabaráttu. Þrátt fyrir tilraunir hefur ekki tekist að ná ásættanlegri niður- stöðu fyrir þá sem verst fóru út úr lántökum á árunum fyrir hrun, lánum sem urðu fyrir „stökkbreytingu“, eins og það hefur verið kallað. Það bíður nýrra stjórnvalda að taka á þeim fortíðarvanda. Alla varðar hvernig tekið verður á láns- kjörum þegar til framtíðar er litið. Verðtrygging, það er að segja vísitölubinding fjár- skuldbindinga, hefur í meg- inatriðum verið við lýði frá árinu 1979. Fyrir þann tíma voru lánamál í ólestri. Fólk sá ekki ástæðu til að leggja fé sitt í banka, þar sem það rýrnaði, heldur eyddi því hratt. Af því leiddi að lánsfé var torfengið enda breyttist það að hluta í gjafafé á lánstímanum vegna neikvæðra vaxta. Þetta er nauðsynlegt að rifja upp nú þegar boðað er að draga eigi úr vægi verðtrygg- ingar eða afnema hana til framtíðar. Lán- takendur, langþreyttir á vísitöluhækkunum lána, hafa í auknum mæli leitað í óverð- tryggð lán undanfarin misseri. Greiðslu- byrði þeirra getur þó orðið þung. Varhuga- vert er, miðað við þær aðstæður sem við þekkjum – og söguna – að lántakendur hafi ekki val, eigi einnig kost á verðtryggðum lánum með jafnari greiðslubyrði. Aðkallandi er hins vegar að breyta þeirri vísitölu sem notuð er til verðtrygg- ingar lánanna. Á þetta benti Guðlaugur Guðmundsson, löggiltur endurskoðandi, í grein í Fréttatímanum nýverið. Fram kom hjá honum að í tímans rás hafa allnokkrar vísitölur verið notaðar til verðtryggingar á fjárkröfum. Helstar hafa verið byggingar- vísitala, lánskjaravísitala, samsett úr bygg- ingarvísitölu og neysluvísitölu, og nú síðast neysluvísitalan ein og sér. „Þessar vísitölur hafa allar þann annmarka, að inn í þeim eru alls konar óbeinir skattar og opinber gjöld af öllu tagi,“ sagði endurskoðandinn og nefndi sem dæmi virðisaukaskatt, fasteignagjöld, áfengisgjald, tóbaksgjald, gúmmígjald af hjólbörðum, sykurskatt, vörugjöld af bifreiðum, önnur vörugjöld hins opinbera, innflutningstolla af vörum, hvers konar aðra tolla, óbeina skatta og gjöld til hins opinbera, auk breytinga á markaðsverði húsnæðis. „Þessir skattar og gjöld,“ sagði endur- skoðandinn, „eiga ekkert erindi inn í vísi- tölu til verðtryggingar á fjárskuldbinding- um. Það á ekki að skipta neinu máli í slíkri vísitölu hvort hið opinbera kýs að afla skatt- tekna með beinum sköttum eða óbeinum. Beinir skattar (tekjuskattur/útsvar) hafa aldrei verið inni í vísitölum af neinu tagi, en óbeinir skattar hafa hins vegar verið þar alla tíð, vegna þess að þeir hafa áhrif á það heildarverð sem við greiðum fyrir hina toll- uðu vöru eða þjónustu. Þeir hafa hins vegar engin áhrif á hið raunverulega vöruverð. Þetta getur alveg átt rétt á sér við útreikn- ing á vísitölum til almennra verðmælinga á afmörkuðum þáttum neysluþjóðfélagsins. En þetta á ekkert erindi inn í vísitölu til verðtryggingar á fjárskuldbindingum, og er beinlínis rangt. Fjármögnun hins opinbera á samneysl- unni með beinum og óbeinum sköttum, má ekki hafa áhrif á verðtryggingu fjár- skuldbindinga. Það er ósanngjarnt gagn- vart skuldurum á hverjum tíma, og eykur ójöfnuð í samfélaginu.“ Síðar í grein sinni segir Guðlaugur: „Aukin skattheimta hins opinbera leiðir til aukinnar samneyslu, og á að koma fram í aukinni þjónustu við almenning. Yfirleitt dregst einkaneysla saman við aukna skatt- heimtu, saman ber það sem við höfum upp- lifað frá hruni bankanna 2008. Efnahags- lífið dróst þá saman í heildina, ríkið greip til aukinnar skattheimtu til að verjast fjár- lagahalla, og einkaneyslan dróst enn meira saman vegna skattheimtunnar, sem svo hækkaði verðtryggðu lánin. Slíkar tilfærslur fjármuna í efnahagslífinu eiga ekkert erindi inn í vísitölu, sem notuð er til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Stór hluti hækkunar verðtryggðra lána eftir hrun leiddi einmitt af hækkun óbeinna skatta á tímabilinu. Niðurstaðan er því sú, að við þurfum að búa til nýja vísitölu til þessara nota, án allra áhrifa frá fjármögnun opinberra aðila á sam- neyslunni. Hvernig grunnur þeirrar vísitölu á að vera er verkefni, sem þarf að leysa á vettvangi hins opinbera í samvinnu við neyt- endur og fjármálalífið.“ Ábendingar sem þessar hljóta að rata inn á borð þeirra sem ætla sér það verkefni að koma skikki á lánamál heimilanna. Fjármögnun hins opinbera á ekki hafa áhrif á verðtryggingu fjárskuldbindinga Rangir vísitöluútreikningar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is En nú er grasið grænna Ég er bara að flýja úr landi. Mig grunaði hvernig kosningarnar myndu fara þannig að ég hef bara hraðann á. Sigurður Guðmundsson, úr Hjálmum og Memfismafíunni, ætlar að flytja úr landi og dvelja erlendis í tvö ár hið minnsta. Mátturinn er með honum! Ársreikningur Reykjavíkurborgar ber styrkri fjármálastjórn sterkt vitni. Hann sýnir að aðgerðaáætlun eigenda og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið eftir framar vonum. Jón Gnarr borgarstjóri er ánægður með fjárhagsstöðu borgarinnar. Landslagskrot Þetta er fyrst og fremst furðulegt, sá sem hefur gert þetta hefur þurft að fara fjórar til fimm ferðir upp brekkuna til þess að geta gert hvern staf. Hreiðar Hreiðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík, undrast elju um- hverfissóða sem krotuðu með málningu á friðað svæði í Grjótagjá í Mývatnssveit. Maður kemur í manns stað Ég þarf að passa mig svo ég verði ekki nýr Björn Valur stjórnmálanna. Brynjar Níelsson lögmaður, nýkjörinn þingmaður og annálaður strigakjaftur, ætlar að reyna að hafa hemil á sér. Hvað er langt til tunglsins? Hversu heimskir geta Íslendingar verið? Barry Sheerman, þingmaður breska Verkamannaflokksins í Bretlandi, sá enga glóru í kosningaúrslitunum á Íslandi. Bingólottó Þjóðin kaus lottó og hún mun fokkíng tapa. Rapphundurinn Erpur Eyvindarson var á svipuðum nótum og breski þingmaðurinn þegar hann tjáði sig um nýjustu tölur á kosningavöku VG. Svona, svona... Ég er mjög döpur og sorgmædd. Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi for- sætisráðherra, er með böggum hildar eftir kosningahamfarir Samfylkingunnar. Peningar annars fólks Svo megum við sjálfsagt búast við að stjórnmála- baráttan í framtíðinni muni einkennast af loforðum um „bein- greiðslur“ úr ríkissjóði til kjósenda eftir kosningar! Hæstaréttardómarinn fyrrverandi Jón Steinar Gunnlaugsson er lítt hrifinn af kosn- ingaloforðum um skuldaniðurfellingar.  Vikan Sem Var Niðurstaðan er því sú, að við þurfum að búa til nýja vísitölu til þessara nota, án allra áhrifa frá fjármögnun opinberra aðila á samneyslunni. Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757. Miðaverð 1.300 kr. á mán. fyrir einfaldan miða. SEX VW BJALLA! Sex sinnum á happdrættisárinu verður dregin út Volkswagen Bjalla, sportlegur lúxusbíll, 5 milljóna virði. eða 10 milljónir í peningum. ÍS LE N SK A SI A. IS D AS 6 32 18 0 4/ 13 Nýtt happdrættisár framundan 5 MILLJÓNIR KRÓNA Í SKOTTINU á tvöfaldan miða MILLJÓNAVINNINGAR 7×6 milljónir og 39×4 milljónir Fjórtán 3 milljóna króna og sjötíu og átta 2 milljóna króna vinningar á einfaldan miða. Alls er dregið um 50 þúsund vinninga á árinu. 18 viðhorf Helgin 3.-5. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.