Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 24
V ið Óttarr mælum okkur mót á í skrifstofuhús- næði í Tjarnargötu og fáum okkur sæti á kaffistofu borgarfull- trúa þar sem stórt kort af Reykjavík hangir á vegg. Óttarr upplýsir að þetta sé glæný aðstaða, í húsinu hafi áður verið einkaskrifstofur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Besta flokksins á tveimur hæðum en nú sé búið að breyta; skrifstofurnar eru í opnu rými á hálfri hæð og kaffistofan hinu megin. Önnur hæðin er nú laus til annarra nota. Borgarfulltrúar minnihlutaflokk- anna eiga sömu breytingar í vændum en fengu aðeins lengri aðlögunartíma áður en breytingin verður gerð þeirra megin. Óttarr segir að langflestir séu sáttir við breytingarnar og líka aðra breytingu sem meirihlutinn er að gera og felst í því að hætta að prenta út á pappír öll þau gögn sem fjallað er um á fundum. Framvegis verður aðgangurinn að þeim bara rafrænn og starfsmenn borgarinn- ar losna við að keyra út pappírsbunka heim til borgarfulltrúa kvöldið fyrir borgarstjórnarfund. Óttarr kann greinilega vel við sig í borgarfulltrúastarfinu en nú er þeim kafla að ljúka og hann ætlar að helga Alþingi alla sína krafta. Hann segir það ekki alveg hreint út en samt er greini- legt að hann er búinn að ákveða að hætta í borgarstjórn þegar hann sest á Alþingi: „Við frystum þá pælingu í kosninga- baráttunni og eigum ennþá eftir að finna út úr því en ég held að það sé ekki hægt að sinna af fullum krafti báðum störfum. Það að vera borgarfulltrúi í stóru nefndunum er meira en fullt starf fyrir hvern sem er þannig að ég geri frekar ráð fyrir að draga mig í hlé í borginni fyrst svona er komið. Mér finnst óþægilegt að gera hlutina illa – ég nenni ekki að gera hlutina með hálfum huga og vil frekar einbeita mér að því að gera hlutina vel – og ég sé ekki að það sé hægt með góðu móti að sinna tveim- ur störfum sem maður þarf að sinna af fullum huga.“ Þegar ég bendi á að það séu mörg fordæmi fyrir því að borgarfulltrúar sitji á þingi bætir hann við, eins og til þess að koma í veg fyrir að orðin verði skilin sem gagnrýni á það ágæta fólk: „Við erum líka nýr flokkur og þess vegna verður það kannski meiri vinna fyrir okkur að koma inn á Alþingi, við þurfum tíma til að móta okkur að ein- hverju leyti.“ Diplómatískt svar Þetta er diplómatískt svar og það er full- yrt að diplómatískir hæfileikar Óttarrs og pólitísk útsjónarsemi eigi mikinn þátt í því að Besta flokknum hefur tekist vel upp í borgarstjórn. Flestir eru sam- mála um að borgarstjóratíð Jóns Gnarr hafi verið býsna farsæl og að vel hafi tekist til í erfiðum verkefnum eins og því að koma efnahag Orkuveitunnar á réttan kjöl. Þegar ég nefni hvort þetta sé rétt vill hann ekki kannast við það að hann sé á einhvern hátt í hlutverki sem aðrir geta ekki tekið við innan Besta flokks- ins. „Við vinnum vel saman, dreifum ábyrgð og tölum mikið saman. Ég hef ágætis reynslu eftir að hafa unnið í hinu og þessu og er tiltölulega fljótur að átta mig á málum og hef gaman af að ræða við fólk. En mitt hlutverk í En það er einhver ákafi í störfum pólitíkusa – þegar til þeirra sést opin- berlega – sem virkar furðulega á margt fólk. Pólitík er eins og langt skíðaferðalag Einn þeirra sem náðu kjöri á Alþingi í kosningunum um síðustu helgi er Óttarr Proppé, sá fjölhæfi borgar- fulltrúi Besta flokksins. Hann er þekktur sem söngvari hljómsveitanna Ham, dr. Spock og Rass og Funkstraße og sem prófessorinn á barnaplötunni Diskóeyjunni. Svo var hann líka bóksali og seldi erlendar bækur í Mál og Menningu í 20 ár. Sumir þekkja Óttarr hins vegar best sem einn af fulltrúum Reykvíkinga í spurningaþætt- inum Útsvari. Nú ætlar Óttarr enn að spreyta sig í nýju hlutverki og taka sæti á Alþingi fyrir kjósendur í Reykjavík og Bjarta framtíð. Besta flokknum er að vera einn af hópnum. Það hefur næst- um því aldrei gerst á fundi hjá Besta flokknum að það hafi þurft að greiða atkvæði. Þetta hefur almennt verið mjög auðvelt sam- starf og við höfum vandað okkur og gefið okkur tíma til þess að ræða okkur að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við.“ Hvað langar þig mest til að gera á Alþingi? „Drifkrafturinn hjá mér er sá að taka upp önnur og betri vinnubrögð. Vinna hlutina öðru vísi. Fyrir mér er það rökrétt framhald af því hvernig við höfum reynt að vinna í Besta flokknum, draga úr flokkadráttum og vinna meira eins og gert er úti í þjóð- félaginu. Svo eru ákveðin mál sem ég hef komið meira inn á en önnur. Ég hef mikið verið í alþjóðasam- starfi fyrir Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga og ég brenn fyrir því og sömu- leiðis í menntamálum – ég hef mikinn áhuga á þeim málaflokki. En svona stuttu eftir kosningar er óljóst hvernig hlutverkin raðast og að einhverju leyti fær maður úthlutað málaflokkum sem maður þekkir lítið inn á.“ Ertu búinn að sjá fyrir þér hvert verður þitt fyrsta mál á Alþingi? „Nei, ég er ekki kominn svo langt.“ 24 viðtal Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.