Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Page 46

Fréttatíminn - 03.05.2013, Page 46
46 bjór Helgin 3.-5. maí 2013  Bjór Borg Brugghús fyrst til að Brugga tvöfaldan iPa-Bjór á Íslandi VIÐ LEITUM AÐ STARFSFÓLKI Í GESTAMÓTTÖKU OG AFGREIÐSLU Þessi störf eru unnin á vöktum á daginn og næturnar. Og hvort sem það er nótt eða dagur berðu ábyrgð á þjónustu við gesti hótelsins og almenn afgreiðslustörf og önnur tilfallandi störf. Þú verður að vera hressa týpan og opna týpan og ábyrga týpan og almennilega týpan sem er góð í liðsheild. Þú verður að kunna ensku, því það eru svo fáir útlendingar sem kunna íslensku. Það er alls ekkert verra ef þú kannt einhver önnur tungumál eins og til dæmis frönsku eða þýsku eða dönsku. RÉTTIÐ UPP HÖND SEM VILJA VERA HRESS VIÐ ÚTLENDINGA K I R K J U T O R G 4 - 1 0 1 R E Y K J AV Í K VIÐ LEITUM AÐ VEITINGA- OG REKSTRARSTJÓRA Það er nú bara ýmislegt sem þú þarft að gera, skal ég segja þér. Þú þarft að sjá um starfsmannahald og innkaup og uppgjör og daglegan rekstur, þannig að það er bara heilmikið. Og ekki nóg með það, þú verður að vera hressa týpan og opna týpan og ábyrga týpan og almennilega týpan sem er góð í liðsheild. Þú verður að kunna ensku, annars gengur þetta ekkert, og ekki verra að kunna fleiri tungumál. Kvosin er nýtt hótel í einu af fallegustu húsum borgarinnar, í Kirkjuhvoli við Kirkjutorg. Þið vitið, þarna í húsinu á móti dómkirkjunni og við hliðina á Alþingishúsinu. Þar er allt til alls og meira til: stór herbergi, stærri herbergi og svítur og eitt svolítið lítið. Svo verður þarna allt fullt af erlendum ferðamönnum. Okkar starf felst eiginlega í því að passa upp á að þeir hafi það gott og vilji koma aftur eða mæla með okkur. Umsóknir sendist á birgir@kvosinhotel.is Þ etta er svo sannarlega humlaðasti bjór sem framleiddur hefur verið á Íslandi,“ segir Sturlaugur Jón Björns- son, bruggmeistari í Borg brugg- húsi. Sturlaugur og félagar sendu frá sér nýjan bjór í vikunni. Sá kall- ast Úlfur Úlfur nr. 17 og er hann 9% double IPA-bjór sem aðeins er framleiddur í takmörkuðu magni. Tvöfaldi IPA-stíllinn nýtur mikilla vinsælda meðal bjórunnenda en þetta er í fyrsta skipti sem slíkur bjór er framleiddur hér á landi. „Það er reyndar skondið að þeg- ar ég byrjaði með Borg þá skellti ég í svipaðan bjór, bara til að læra á græjurnar. Þetta er semsagt bjór sem hefur setið í manni heillengi og er búinn að meltast vel,“ segir Sturlaugur, eða Stulli eins og hann er jafnan kallaður. Hann segir erfitt að fullyrða hvort umræddur bjórstíll sé í uppáhaldi hjá honum... en: „Þetta er eitt af því betra.“ Lærifaðirinn er brautryðjandi Tenging Sturlaugs við tvöfalda IPA-stílinn nær alveg aftur til námsára hans í Bandaríkjunum. Sturlaugur var lærlingur hjá upp- hafsmanni tvöfalda IPA-stílsins, Vinnie Cilurzo bruggmeistara hjá Russian River. Það brugghús þykir með þeim fremstu í framleiðslu IPA-bjóra í heiminum. Sturlaugur hefur greinilega lært eitt og annað Hann var ánægður með það sem við leyfðum honum að smakka. Og sagði að ég væri besti lærlingur sem hann hefur haft. Tvöföld humlaveisla hjá Stulla og félögum Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari í Borg, heimsótti á dögunum læriföður sinn, hinn virta bruggmeistara Vinnie Cilurzo. Sturlaugur og félagar hafa sent frá sér fyrsta íslenska tvöfalda IPA- bjórinn sem er við hæfi því Cilurzo er talinn hafa fundið upp þann bjórstíl. Í heimsókninni fékk Cilurzo að smakka tilraunagerð af taðreyktum bjór sem kemur á markað innan tíðar. hjá Vinnie Cilurzo því IPA-bjór- inn Úlfur nr. 3 var valinn besti evrópski IPA-bjórinn á World Beer Awards í fyrra. „Hann er brautryðjandi. Hann hefur verið í bransanum í aldar- fjórðung og er alltaf framarlega í flokki með það nýjasta,“ segir Sturlaugur um sinn gamla læri- föður. Hann segir að Cilurzo hafi alist upp á vínekru í Kaliforníu en síðar uppgötvað töfra bjórsins. Þegar hann starfaði sem brugg- meistari hjá brugghúsi í Kaliforníu hafi hann byrjað að prófa sig áfram með að setja „fáránlega mikið af humlum í bjór,“ eins og hann orðar það. „Vinnie er með tvær afgerandi línur. Hann er með ameríska bjóra sem eru mjög humlaðir og margir þeirra eru mjög vel metnir. Og svo er hann með belgíska stíla, sér- staklega súra bjóra, tunnuþrosk- aða bjóra.“ Sturlaugur nam hjá Vinnie Cil- urzo í nokkra mánuði eftir að hann lauk bóklegum hluta náms síns í ölgerðarvísindum. Fram að því hafði hann verið að brugga sem áhugamaður í um það bil áratug. „Maður var náttúrlega mikið í til- raunamennsku. Ég talaði um það við hann að mig dreymdi um að búa til taðreyktan bjór. Honum fannst það svo fyndið að hann lét mig lofa því að um leið og ég væri búinn að því ætti ég að leyfa honum að smakka. Og ég stóð við það,“ segir Sturlaugur sem fór á fund gamla lærimeistarans í janúar síðastliðnum. Í farteskinu var til- raunaútgáfa af taðreyktum bjór sem hann útilokar ekki að komi á markað innan tíðar. Með í för voru félagar hans í Borgar-teyminu, Valgeir Valgeirsson meðbruggari hans og Óli Rúnar Jónsson. Valgeir segir að þeir hafi komið með alla Borgar-bjórana og leyft Cilurzu að smakka. „Hann var ánægður með það sem við leyfðum honum að smakka. Og sagði að Stulli væri besti lærlingur sem hann hefur haft. Hann hætti bara ekki að tala um hvað hann væri frábær.“ Úlfur Úlfur einu sinni á ári Sturlaugur er afar ánægður með nýjustu afurðina, Úlfur Úlfur. „Hann passar vel inn í það sem við stöndum fyrir í Borg, að kynna nýjungar fyrir fólki.“ Hann segir að það hafi einkennt marga af bjórum Borgar að þeir hafi háa alkóhólprósentu. Margir þeirra, til að mynda Surtur og Giljagaur, hafi þá eiginleika að þeir þroskist vel og lengi eins og fín vín og séu þess virði að geyma. Úlfur Úlfur lúti þó öðrum lög- málum. „Þegar maður er kominn út í bjór sem er svo humlaður þá er meginatriði að hann sé sem fersk- astur, að það líði sem stystur tími frá framleiðslu þar til fólk drekkur hann. Við stefnum að því að vera með hann í takmörkuðu upplagi einu sinni á ári. Þá getur fólk verið visst um að hann sé ferskur.“ Vel fór á með Stulla og Vinnie Cilurzo, gamla lærimeistara hans, þegar Stulli og félagar í Borg heimsóttu hann í janúar. Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björns- son í Borg brugghúsi hafa sent frá sér fyrsta tvöfalda IPA-bjórinn sem framleiddur er á Íslandi. Ljósmynd/Hari Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.