Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 48

Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 48
48 heilsa Helgin 3.-5. maí 2013  Golf MikilvæGt að vera Með Græjur seM henta hverjuM oG einuM Hitakóf - Svitakóf Hita- og svitakóf er oft fylgikvilli breytingarskeiðs kvenna Chello hefur bætt líðan fjölda kvenna á þessu annars frábæra tímaskeiði. Chello er náttúrulegt efni og fæst í þremur tegundum: Chello fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna Náttúruleg lausn á breytingarskeiðinu www.gengurvel.is facebook: Chello fyrir breytingarskeiðið P R E N T U N .IS Grænn án Soja Rauður fyrir konur yfir fimmtugt Blár fyrir konur undir fimmtugt Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L Öflugt gegn blöðrubólgu ROSEBERRY Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is Þ egar forgjöfin læðist undir tuttugu þarf að fara að huga að mælingu,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson, einn eigenda Hole in one golfverslunarinnar og sá sem sér um að mælingarnar þar á bæ. „Það er ekki jafn mikilvægt fyrir byrjendur, því sveiflan er svo óstöðug, en þeir sem vilja komast úr sextán í fimm græða mest á mælingunni.“ Ólíkt því sem margir halda eru sköftin oft talin mikilvægasti hluti golf- kylfunnar. Til að mælingin taki ekki daga og vikur er sérstöku tölvuskafti sveiflað nokkrum sinnum og sér það um að finna út þrjú sköft sem eiga að henta sveiflunni. Lengdin skiptir máli Halda mætti að það eina sem skipti máli sé lengdin. En það er rangt. Vissulega skiptir lengdin máli en meira máli skiptir að skaftið henti sveiflu hvers og eins. Þar skiptir stífleikinn og þyngdin á skaftinu gríðarlega miklu. Sköftin eru um það bil hundrað grömm hvert. Mjúk sköft geta virkað stífari og þyngri en þau stífu og öfugt. Svo bogna þau ekkert öll í miðjunni – gera það fæst reyndar. Sá sem ekki hefur prófað að sveifla sama kylfuhausnum með mismunandi skafti skilur ekki hvað er verið að pexa yfir þessu. En sá sami mun sjá ljósið þegar mælingin er loksins prófuð. Þegar eina rétta skaftið er fundið er svo farið að kíkja á hausa. Hjá okkar manni í Hole in one er hægt að velja á milli allra þessara helstu. Við valið kemur tölvan minna inn í en með sköftin heldur finnur hver og einn sinn uppáhalds. Þá er besta leiðin að fá mælingakylfuna lánaða og halda á æfingasvæðið. Þegar sá rétti hefur verið fundinn er mælt fyrir gráðum. Oft þarf að beygja hálsinn á kylfunni nokkrar gráður. Ýmist upp eða niður. Og gripin, ekki má gleyma þeim. Þau eru svo sannarlega ekki ein stærð fyrir alla. Þannig er settið svo búið til fyrir hvern og einn. Rjúkandi heitt, beint úr verksmiðjunni. Gamalt verður gott Það er þó ekkert endilega bara þeir sem að eru að kaupa nýjar golfkylfur sem láta mæla. Oft er hægt að stórbæta gömlu kylfurnar. Með því til dæmis að setja smá þyngingar hér og þar, ýmist efst á skaftið eða á hausinn sjálfan. Þykkja eða þynna grip, beygja hálsa og hausa. Það er þó ekki hættulaust að fara í slíkar mælingar því þeir sem láta kíkja á gamla settið enda oft á því að selja það á Barnalandi og kaupa eitt- hvað flunkunýtt úr búðinni. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Hundrað grömm af golfi takk Flest vitum við hvaða stærð af fötum við þurfum. Kannski ekki upp á millimetra en svona plús, mínus upp á tommu. Í það minnsta er nóg að vita bara hvaða stærð af köflóttum buxum á að kaupa. Golfkylfurnar í pokanum þurfa líka að passa eins og þær köflóttu. Þá er bara um eitt að ræða – bruna beint í mælingu. Það þarf oft ekki annað en að skipta um skaft til þess að gamli dræverinn gangi í endurnýjun lífdaga. Þorsteinn Hallgrímsson einn af eigendum Hole in one golfverslunarinnar gerir sig kláran í slíka aðgerð. Ljósmynd/Hari  heilsa hitaeininGar Sú mýta að ákveðnar fæðutegundir flýti fyrir efnaskiptum líkamans hefur verið lífseig. Margir halda fast í þá von að til séu „neikvæðar“ hitaeiningar sem virka þannig að líkaminn brenni hitaeiningum við að innbyrða ákveðnar fæðutegundir. Sellerí er ein þessara fæðutegunda vegna þess hve hitaeiningsnautt og vatns- og trefjaríkt það er. Það er þó ekki rétt því við meltingu á sell- eríi brennir líkaminn aðeins einum fimmta af hitaeininga innihaldi þess. Sá misskilningur hefur einnig verið ríkjandi að drykkja á köldu vatni auki brennslu líkamans því líkaminn þurfi að hita sig aftur að drykkju lokinni en engar rannsóknir eru til sem styðja þá kenningu. Gamla góða aðferðin virkar best til að losna við aukakílóin – að borða færri hitaeiningar en brennt er og nota hreyf- ingu til að brenna, en ekki efnaskipti líkamans. Neikvæðar hita- einingar ekki til Sellerí Sá sem ekki hefur prófað að sveifla sama kylfu- hausnum með mis- munandi skafti skilur ekki hvað er verið að pexa yfir þessu.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.