Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 76

Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 76
4 garðar og grill Helgin 3.-5. maí 2013 ELDHEIT ÍSLENSK HÖNNUN Kokka • Dúka • Grillbúðin • Álafoss • 18 Rauðar rósir Þjóðminjasafnið • Dalía • Blómasmiðjan • Garðheimar Hús handanna, Egilstöðum • Pottar og prik, Akureyri Aðalbúðin, Siglurði • Þröstur Ormsson, Ísarði • Motivo, Selfossi Hverablóm, Hveragerði • Póley, Vestmannaeyjum Dreing: Auntsdesign, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, S. 618 3022 SVUNTA HANSKI HÚFA Í HANDSKREYTTUM GJAFAPOKA Þ að var mikil stemning í Leifsbúð í Búðardal 10. apríl síðastliðinn þegar stofnuð var Dalabyggðardeild Garðyrkju- félagsins. Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélagsins, Guðríður Helgadóttir varaformað- ur og Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnis- og fræðslustjóri Garð- yrkjufélags Íslands, sóttu fundinn fyrir hönd félagsstjórnarinnar. Félagið hefur á stefnuskrá sinni að efla ræktunarmenningu um land allt og vill stuðla að samvinnu sveitarfélaga og samtaka áhuga- fólks um ræktun til gagns og yndis og bæta ásýnd og hollustu um- hverfis byggðar. Hefur félagið ný- lega hlotið styrk frá stjórnvöldum í þessu skyni. Í febrúarlok dvöldu Kristinn og Vilhjálmur dvöldu í Dalabyggð undir leiðsögn Boga Kristinssonar byggðatæknifræðings. Tré voru mæld, garðar skoðaðir og þver- snið tekinn í jarðvegi til skoðunar og mótaðar hugmyndir um sam- starf við sveitarfélagið. Í erindi sínu fjallaði Kristinn um gróður í görðum og á opnum svæðum  garðyrkja Stemning í LeifSbúð Ræktunaráhugi í Dalabyggð Rósirnar dafna vel í Búðardal. sveitafélaga og benti á leiðir til að auka skjól með trjágróðri og skipuleggja gróðursetningu skjólbelta og stórvaxinna trjáa til að mynda skjól og lyfta vind- streng yfir byggðina án þess að mynda óheppilega skugga. Guð- ríður kynnti blómfagra fjölæringa sem rækta mætti í einkagörðum. Vilhjálmur sagðir frá reynslu Rósaklúbbs Garðyrkjufélagsins af rósarækt á síðustu 10 árum og hvaða lærdóm mætti draga af því fyrir Búðardal og Dalabyggð. Í skoðunarferðum þeirra þre- menninga um Búðardal kom í ljós að fjöldi tegunda trjáa og runna í Dalabyggð vex þar með miklum ágætum. Viðkvæmar sígrænar tegundir og rósir, standa sig ótrú- lega vel á stöðum sem eru opnir fyrir hörðum vestanáttum og hinni ríkjandi norð-austanátt. Merkilegt var að sjá hið fræga enska rósayrki „Graham Thomas“ vaxa í yfir eins metra hæð með ókalna sprota til- búið til að senda út nýja sprota mót komandi sumri. Ekki hefði fyrir- fram verið talið að það hentaði til ræktunar í Búðardal. Af þessu má ráða að bæði jarð- vegur og jarðvegsraki í Búðardal henti sérlega vel til ræktunar. Þar spila saman frjósamur birkimór og hinn frægi Dalaleir. Afmörkuð voru sérlega áhugaverð svæði bæði til ræktunar skjólbelta um- hverfis byggðina og til ræktunar skrúðgarða innan bæjarins í Búð- ardal. Þegar liggur fyrir brautryðj- endastarf og reynsla af tegundum sem hægt er að byggja á. Í lok fundarins var staðfestur samstarfssamningur milli Garð- yrkjufélagsins, Dalabyggðar og samtaka garðyrkjuáhugafólks í Dalabyggð um eflingu ræktunar- menningar og útbreiðslu þekking- ar í gegnum skólastarf svo stuðn- ingi við ræktun í einkagörðum og í almenningsrými á vegum sveitar- félagsins. Með því fer Garðyrkju- félagið inn á nýja braut í starfi sínu með nánu samstarfi við íbúa í minni sveitarfélögum í landinu. edalgardar.is • Hellulagnir • Trjáklippingar • Jarðvegsskipti • Smágröfuþjónusta • Vörubíll með krabba Einar • sími 698 7258 ALLT FYRIR GARÐINN www.meistari.is Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar! S: 571-2000 www.hreinirgardar.is hreinirgardar@hreinirgardar.is Garðsláttur!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.