Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Qupperneq 80

Fréttatíminn - 03.05.2013, Qupperneq 80
Garðar og grill Helgin 3.-5. maí 2013 Garðurinn lifnar við með BM Vallá bmvalla.is BM Vallá ehf. Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir landslagsarkitekt (FÍLA) aðstoðar þig við að móta hugmyndir þínar um fallegan garð. Pantaðu tíma hjá söludeild. pi pa r\ tb w a • s ía • 1 31 41 0 Mikið úrval af hellum og garðeiningum sem eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Skoðaðu úrvalið. N ú fer í hönd þessi yndislegi tími þegar náttúran vaknar af dvala eftir veturinn og endurnýjast. Við sem búum hér á mörkum hins byggilega heims gleðjumst yfir sumar- komu og flestir eiga eitthvað sem mark- ar þessi tímamót í huganum. Sumir taka út grillið, aðrir hjólið eða golfsettið og enn aðrir fara að snudda í garðinum í leit að vorboðum og að fræjum og útsæði í verslunum. Allt eru þetta tákn um eftir- væntinguna sem birtan kveikir og bið eftir hlýnandi tíð. Garðyrkja sem áhugamál er í örum vexti hér á landi og ræktun skrúðgarða við heimahús er ótrúlega algeng. Það er sífellt algengara nú að fólk komi sér einnig upp kálgarði eða salatbeði til nytjaræktar. Ræktunarglaðir ein- staklingar sem bíða eftir sumri sýna snemma árs ýmis ytri einkenni þess að biðin sé erfið. Kannski má segja að þeir séu sjálfir „að bruma“ þótt allur jarðar- gróður sé enn í dvala. Til að fá smá útrás er byrjað að skoða ræktunarsíður á netinu strax í janúar og spá í hvað geti sprottið hér á landi. Svo koma fyrstu fræsendingarnar og frælisti Garðyrkju- félags Íslands. Þá er gleðin ekkert minni en hjá börnum í leikfangaverslun við að skoða. Það er hægt að byrja að sá í mars eða apríl og svo heldur ævintýrið áfram, leiðangrar í garðplöntustöðvar verða æ tíðari til að fylgjast með framboði af plöntum fyrir þetta sumarið. Jafnvel kartöfluræktunin verður spennandi því oft fást fágætar tegundir af útsæði svo sem blálandsdrottning, möndlukartöflur eða Asterix. Í huganum er rifjuð upp ræktun síðasta árs; hvort uppskeran hafi verið hæfileg eða hvort eldhúsið hafi fyllst af grænmeti á einhverjum tímapunkti. Mikið væri svo skemmtilegt að prófa að rækta eitthvað nýtt í ár, til dæmis kúrbít. Ef til vill gengur það með því að skýla honum í vermireit. Það má leika sér í garðinum og taka áhættu enda fórnir við tilraunir litlar og gleðin þeim mun meiri þegar vel tekst til. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og mörg sveitarfélög á landsbyggðinni bjóða íbúum upp á afnot af landi til rækt- unar á matjurtum. Það er holl og góð samvera fyrir fjölskyldur að rækta sam- an grænmeti og um að gera að prófa. Nú er að hefjast fimmta sumarið sem Garðyrkjufélag Íslands (GÍ) hefur getað boðið fólki á höfuðborgarsvæðinu upp á að leigja sér garðlönd til ræktunar mat- jurta. Þeir eru í Grafarvogi, Kópavogi og Breiðholti. Fleiri hundruð fjölskyldur eiga athvarf í grenndargörðum félagsins og sækja þangað næringu fyrir líkama og sál. Í matjurtagarði ræktar hver það sem hann kýs helst, sumir rækta hefð- bundnar tegundir grænmetis og aðrir eru djarfari. Hjá Garðyrkjufélaginu ganga þau sem höfðu garð í fyrra að sínum reit aftur og geta byrjað að vinna jarðveginn þegar veður leyfir. Ég er svo lánsöm að ganga að einum slíkum garði. Þar á ég stefnumót við þresti sem treysta á höfðinglega maðkaveislu þegar garðurinn verður stunginn upp. Um helgina ætla ég að kanna það hvort jarðvegur er farinn að hitna. Gleðilegt sumar. Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir varamaður í stjórn Garðyrkjufélags Íslands  skrúðgarðar BirtaN kveikir eftirvæNtiNguNa Flögrandi þrestir og ræktun í grennd Sýningarreitur fyrir mat- jurtaræktun í Urtagarði í Nesi við Sel- tjörn. Ræktun skrúðgarða við heimahús er algeng hér á landi og sífellt fleiri koma sér einnig upp kálgarði eða salatbeði til nytjaræktar. Sumarið nálgast og margir eru farnir að undirbúa verkin í garðinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.