Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 10
Vilja lyfsölu í verslunum
Hagsmunaaðilar lyfjasölu
vilja að leyft verði að selja
lausasölulyf í almennum
verslunum. Þeir vilja að
heimilt verði að auglýsa þau
í sjónvarpi og nota efsta stig
lýsingarorða í auglýsing-
unum þegar það á við. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu
Félags atvinnurekenda, Frumtök og Samtök verslunar og þjónustu, sem
birt er á vef velferðarráðuneytisins.
Hagsmunaaðilarnir vilja einnig að lyfjafræðingar geti endurnýjað
lyfseðla fyrir tiltekin lyf þegar um framhaldsmeðferð er að ræða, því það
létti álagi af læknum sem hafi þá meiri tíma til lækninga og greininga.
Meðal neikvæðra áhrifa telja þeir að lyfseðlar verði hugsanlega endur-
nýjaðir að óþörfu. - gag
Vill frítt í sund fyrir
tíu ára og yngri
Hjálmar Hjálmarsson, leikari og bæjarfulltrúi í Kópavogi,
vill að börn yngri en tíu ára fái frítt í sundlaugar Kópa-
vogsbæjar. „Fyrr á þessu ári voru samþykkt lög varðandi
aldurstakmark í sundlaugar sem gera ráð fyrir því að
börn séu orðin 10 ára gömul svo þau megi sækja sund-
staði ein, án fylgdar fullorðinna. Í því skyni að hvetja
forráðamenn barna á aldrinum 6-10 ára til sundiðkunar,
legg ég því til að aðgangseyrir fyrir börn yngri en 10
ára verði enginn,“ sagði hann á síðasta bæjarráðsfundi.
Bæjarráðið vísaði málinu til bæjarstjórnar. Guðríður
Arnardóttir, formaður bæjarráðs, segir að hugmyndin
verði skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar. „Við útilokum
þetta ekki frekar en annað,“ segir hún. „Tilhneigingin
hefur verið að hækka gjaldskrána en við höfum verið að
reyna að lágmarka gjaldskrárhækkanir.“ Hún vill þó ekki
gefa falskar vonir um frítt í sund. - gag
H ið nýja og glæsilega varðskip Þór sigldi um hríð á heimleiðinni frá Chile á annarri aðalvélinni þar
sem boltar sem tengjast olíupönnu hinnar
aðalvélar skipsins slitnuðu. Ásgrímur Ás-
grímsson hjá Landhelgisgæslunni segir
að þessi vandræði með vélbúnaðinn hafi
tengst þeirri vél sem skipt var um eftir
að flóðbylgja skall á skipasmíðastöð og
varðskipið í kjölfar 8,8 stiga jarðskjálfta
í febrúar á síðasta ári. Áhöfn Þórs hafi
hins vegar gert við það sem aflaga fór og
skipið hafi komið heim á báðum vélunum
með allt vélakerfi í lagi.
„Það var ekkert alvarlegt sem átti sér
stað,“ segir Ásgrímur. „Þetta er glænýtt
skip og ekkert óeðlilegt að ákveðnir
hlutir þarfnist lagfæringar. Þetta var
hins vegar ekkert sem áhöfnin réð ekki
við,“ segir hann og neitar því að orsakir
þessa séu að skipið hafi skekkst þegar
það skemmdist er flóðbylgjan skall á það.
Miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöð-
inni en náttúruhamfarirnar urðu til þess
að afhendingu Þórs seinkaði.
„Það eru ýmis atriði við nýtt skip sem
menn eru að læra á, ekki bara þau sem
tengjast vélbúnaði,“ segir Ásgrímur.
„Skipið sjálft er stórt og mikið tæknidæmi
og ýmsir hlutir sem þarf að fínstilla.“
Hann segir að á meðan skipt var um bolt-
ana sem slitnuðu hafi ekki verið hægt að
keyra vélina, „en þetta skip er með tveim-
ur aðalvélum sem gerir það enn öruggara
þótt eitthvað smávægilegt sé að annarri
þeirra.“ Ásgrímur nefnir enn fremur að í
sífellu sé verið að skipta á vélum annarra
skipa Landhelgisgæslunnar þegar verið
sé að vinna við þær.
„Skipið er í ábyrgð og vélar þess líka.
Það má reikna með því að menn frá
skipasmíðastöðinni og aðilar tengdir vél-
búnaðinum komi töluvert hingað til lands
næsta árið í ýmislegt eftirlit og við köllum
á þá af minnstu ástæðu meðan allt er í
ábyrgð.“
Aðspurður um hættu á því að boltar í
vélinni slitni á ný segir Ásgrímur að auð-
vitað geti allt endurtekið sig en þetta
sé ekki eitthvað sem menn hafi þungar
áhyggjur af enda hefði varðskipið þá ekki
verið sent í hefðbundinn gæslutúr en það
fór suður og austur fyrir land í tengslum
við björgunaraðgerðir vegna flutninga-
skips sem missti stýrið utan Horna-
fjarðar. Þór hélt þá för sinni áfram, kom
við á höfnum eystra og fer nú hringinn í
kringum landið og kemur víðar við.
Varðskip Viðgerð á Heimleiðinni
Boltar í annarri aðal-
vél Þórs slitnuðu
Heimsigling Þórs, hins nýja varðskips alla leið frá Chile, var um hríð á annarri aðalvélinni eftir að
boltar sem tengjast olíupönnu hinnar vélar skipsins slitnuðu. Sú vél kom í stað þeirrar sem skipt
var út eftir að flóðbylgja skall á skipið í smíðum. Ekkert alvarlegt segir Landhelgisgæslan.
Þór, flaggskip Landhelgisgæslunnar, á leið til hafnar í Reykjavík í fyrsta sinn. Boltar sem tengjast olíupönnu annarrar aðalvélar
varðskipsins slitnuðu á heimsiglingunni frá Chile. Áhöfninni tókst að gera við en á meðan á viðgerð stóð var skipinu siglt á einni
vél í stað tveggja. Ljósmynd Hari
Skipið er í
ábyrgð og
vélar þess
líka.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Gersemar
í safnið!
Tvær ómissandi bækur
í barnaherbergið,
Jón Oddur og Jón Bjarni
og Litlu greyin eftir
Guðrúnu Helgadóttur
Í þessar
i óborga
nlegu b
ók segir
frá upp
átækjum
Jóns O
dds og
Jóns Bja
rna, tvíb
uranna
sem eru
löngu þ
jóðkunn
ir. Þeir
lenda í
fjölda æ
vintýra
sem kitl
a hlátur
-
taugar u
ngra sem
eldri les
enda.
Sagan um
Jón Odd
og Jón B
jarna va
r
frumrau
n Guðrú
nar Helg
adóttur
á bókme
nntasvið
inu. Þett
a er ein
vinsælas
ta barna
bók sem
komið
hefur út
hér á la
ndi og fy
rir hana
hlaut Gu
ðrún Ba
rnabóka
verðlaun
fræðslur
áðs Reyk
javíkur v
orið 197
5. Bókin
hefur ve
rið þýdd
á fjölda
tungum
ála og au
k þess kv
ikmyndu
ð. Guðrú
n hefur
hlotið N
orrænu
barnabó
kaverðla
unin fyr
ir bækur
sínar og
hafa erl
endir rit
dómarar
skipað h
enni á b
ekk með
Astrid L
indgren
, Torbjör
n Egner
og
Anne-C
ath. Wes
tly.
Bók sem
slegið h
efur öll
met!
Bók fyri
r alla – k
rakka, k
onur og
kalla!
ISBN 97
8-9979-2
-0282-0
Guðrú n HelGa dóT Tir
LOksin
s
fáanLe
Gar
að nýJ
u
10 fréttir Helgin 11.-13. nóvember 2011