Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 11.11.2011, Qupperneq 42
Höfðatorg mesta skipulagsslysið Höfðatorg er mesta skipulagsslysið á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í könnun sem gerð var á meðal arkitekta og skipulagsfræðinga. Þar eru Höfðatorg, Háskólinn í Reykjavík, fyrir- huguð stækkun Landspítala og Grand Hótel talin mestu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu. Færsla Hring- brautar sem og Smáralind og umhverfi hennar eru einnig nefnd. Á meðal þess sem þátttakendur í könnuninni skrifuðu um Höfðatorg var að það væri „í mælikvarða sem mátast ekki af skynsemi inn í umhverfið, kaldur og fráhrindandi arkitektúr, sviptivindar, óaðlaðandi um- hverfi, grátt kalt og gróðursnautt.“ Ríki og borg lána Hörpu Ríkið og Reykjavíkurborg munu lána Austurhöfn, eiganda Hörpu, 730 milljónir króna. Austurhöfn er í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ríkið á 54 prósent og mun lána 394 milljónir króna. Borgin á 46 prósent og mun lána 336 milljónir króna. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári. Lánið á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna er áætlaður tæplega 28 milljarðar króna. Drjúg björgunarlaun fyrir Ölmu Tugir, jafnvel hundruð milljóna króna í björgunarlaun gætu komið í hlut útgerðar Hoffells og skipverja, fyrir að draga flutningaskipið Ölmu frá Hornafirði til Fáskrúðsfjarðar um síðustu helgi. Verðmæti skipsins og farmsins um borð er talið vera vel á annan milljarð króna. Bæjaryfirvöld á Hornafirði ætla einnig að gera kröfu um björgunarlaun, fyrir hlut hafnsögumanna í björgun skipsins. Jóhanna fundaði með leiðtogum ESB Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hitti leiðtoga Evrópusambandsins að máli í Brussel í vikunni. Hún átti fund með Hermanni van Rompuy, forseta leiðtogar- áðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barosso, forseta framkvæmdastjórnar þess. Aðildarviðræður Íslands bar á góma auk þess sem rætt var um þann viðsnúning sem orðið hefur í efnahags- málum á Íslandi á síðustu þremur árum. Slæm vika fyrir Árna Johnsen alþingismann Góð vika fyrir Þorstein Guðmundsson leikara og handritshöfund 15,3 Milljarðar sem erlendar eignir lífeyrissjóðanna minnkuðu um í september á þessu ári. 6.100 Miðaverð aðra leiðina á milli London og Íslands samkvæmt kynningu EasyJet sem hyggst bjóða upp á flug til og frá Íslandi frá og með næsta sumri. 22 % Hlutfall sem eignir lánastofn- anna hafa minnkað um frá árinu 2008 fram á mitt ár 2011 samkvæmt ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins sem birt var á dögunum. 186.000.000 Mánaðarlaunin í krónum talið sem enska knatt- spyrnukappanum David Beckham standa til boða hjá mexíkóska liðinu Xoloitzcu- intles Tijuana. Þýsk upphefð Hinn bangsalegi Þorsteinn Guðmundsson, einn viðkunnalegasti leikari þjóðarinnar, fékk glæsilegt þýskt prik í kladdann í vik- unni en mynd hans, Okkar eigin Ósló, hefur verið valin opnunar- mynd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Mannheim-Heidelberg í Þýskalandi. Þorsteinn leikur annað aðalhlutverk myndarinnar og skrifaði auk þess handritið. Myndin er í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt nítján öðrum kvikmyndum en alls höfðu hátíðarhaldararanir úr sjö hundruð verkum að velja. Okkar eigin Ósló var frumsýnd á Ís- landi fyrr á þessu ári og er leikstjóri hennar Reynir Lyngdal sem nýtur að sjálfsögðu hinnar þýsku upphefðar einnig sem og Þorsteinn gerir. Grátt leikinn á þingi og í Skálholti Sá framkvæmdaglaði þingmaður Árni Johnsen hefur ekki átt sjö dagana sæla. Fyrst var hann sakaður af Ólínu Þorvarðardóttur um að hafa sofið undir ræðu hennar á Alþingi – sem Árni aftók með öllu að hann hefði gert – og svo tók Húsafriðunar- nefnd ríkisins sig til og beitti skyndifriðun á Skálholtsskóla, Skálholts- kirkju og nánasta um- hverfi. Fyrir vikið verður að stöðva framkvæmdir við endurbyggingu Þorláksbúðar, sem er Árna sérstakt hjartans mál enda formaður Þorláksbúðarfélagsins. Árni reyndi að sýnast óbugaður í fréttum sjón- varps en var augsýnilega hart keyrður. 106 vikan í tölum Reyfarakennt skákeinvígi Sjálfsagt hefur ekki farið fram hjá mörgum að tveir glæpasagnahöf- undar nota skákeinvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972 sem baksvið bóka sinna þetta árið. Arnaldur Indriðason hverfur aftur í tímann í Einvíginu og slíkt hið sama Óttar M. Norðfjörð í Lygaranum. Bókunum var stillt upp sem andstæðupari í Kiljunni þar sem rýnar þáttarins, Páll Baldvin Baldvinsson og Kolbrún Bergþórsdóttir, hrósuðu Arnaldi en tóku Óttar engum vettlingatökum. Fjaðrir rithöfunda á Facebook ýfð- ust við þetta meðal annars vegna þess að Páll Baldvin afskrifaði reyfara sem bókmenntir. Guðmundur Andri Thorsson Dostojevskí var í rauninni alvöru- höfundur og hefði ekkert þurft að hafa þessa glæpi í sögum sínum. Ágúst Borgþór Sverrisson Óttalegt bull um bók Óttars í Kiljunni. Rosalega var ég heppinn að sleppa við Kollu og Pál Baldvin í vor. Rúnar Helgi Vignisson Páll Baldvin sagðist vera búinn að fá nóg af að fjalla um glæpasögur í Kiljunni. Tímamótayfirlýsing. lausnin á eineltisvandanum Einelti hefur verið áberandi í um- ræðunni og ríki og borg ákváðu í vikunni stilla saman strengi ogskera upp herör gegn þessu samfélagsmeini. Gerendur sæta oft færis í frímínútum en hugmynd uppeldisfrömuðarins Margrétar Pálu Ólafsdóttur um að leggja niður frímínútur féllu í grýttan jarðveg á Facebook. Villi Goði ja einmitt, leggjum niður frímín- útur og þá hættir einelti. Frábær lausn. Bönnum líka fólki að fara á djammið og þá kannski náum við að útrýma nauðgunum og slags- málum. Pössum að börnin okkar verði ekki fyrir neinu áreiti frá lífinu yfirhöfuð og þá kemur aldrei neitt fyrir. Bönnum og bönnum og bönnum og lokum og læsum. Andri Þór Sturluson Í frímínútunum eignaðist ég nánast alla mína vini. Troddu þessu Mar- grét og fylgstu bara betur með börnunum. Ef frímínútur stuðla að einelti þá stuðlar afnám þeirra að félagslega þroskaheftum börnum. Það eru ekki frímínúturnar sem eru vandamálið, það er sú stað- reynd að frekjudollum er leyft að komast upp með hvað sem er sem er vandamálið. Margrét Pála: Vill leggja niður frímínútur - Stuðla að einelti og eru mesti háskatíminn skólagöngunni. Framsókn fríkar út Þingmenn Framsóknarflokksins fóru á límíngunum vegna greinar sem Eiríkur Bergmann Einarsson skrifaði í Fréttatímann í síðustu viku. Þar sagði hann Framsóknar- flokkinn í seinni tíð hafa daðrað við þjóðernisstefnuna. Framsóknar- fólkið taldi Eirík vera að bendla þau við fasisma og sögðust í yfirlýsingu ekki geta setið undir „ósönnum aðdróttunum um þjóðernisöfgar og útlendingahatur.“ Síðasta útspilið úr herbúðum framsóknar er krafa Vigdísar Hauksdóttur um að Eiríkur verði rekinn úr starfi sínu á Bifröst. Flokkurinn naut ekki mikillar sam- úðar á Facebook í vikunni. Sjon Sigurdsson Umfjöllun Eiríks er málefnaleg og vel studd. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Framsóknar- flokkurinn leitar hér á þau fúlumið sem íslenskir stjórnmálaflokkar hafa sem betur fer haft gæfu til að forðast. Þar til núna að hinn siðferðislega skaddaði Framsóknar- flokkur notar þessi lægstu brögð almennrar ummræðu til að draga athyglina frá því hverskonar þrota- bú hann er orðinn. Þ.e. brunarústir sjálftökumanna með sem hafa að leiðtoga mann sem alinn var upp í miðju þeirrar klíku sem eyðilagði þennan fyrrum flokk húmanískra og hófsamra gilda. Það eina sem grein Eiríks hefur með ESB að gera er að hann afhjúpar hvernig Framsóknar- flokkurinn ætlaði að gera fordóma og þjóðernishyggju að tæki sínu í baráttu sinni gegn aðild en stendur nú uppi með útbíaðar brækurnar á hælunum. Elías Halldór Ágústsson Þessar grófu atlögur að akademísku frelsi eru eiginlega bara sönnun á því sem hann var að segja ... Eirikur Bergmann Þá þarf maður líklega að fara að pakka saman ;-) HeituStu kolin á Iðnaðarmenn voru í gær í óða önn að ganga frá síðustu tækjum og tólum í nýrri líkams- ræktarstöð, Reebok Fitness, sem opnar í Holtagörðum í dag föstudag. Ljósmynd/Hari Fjöldi heimilda sem embætti sérstaks saksóknara hefur fengið til símhlerana frá stofnun embættisins. 42 fréttir vikunnar Helgin 11.-13. nóvember 2011 Bókaútgáfan Hólar FRÁSAGNIR ÚR AUSTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU Viðmælendur eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, Ingibjörg Zophaníasdóttir, feðgarnir Sigurður og Einar í Hofsnesi og Þorvaldur Þorgeirsson "Fyrir áhugafólk um land og sögu er bókin Á afskekktum stað hvalreki." Sigurður Bogi Sævarsson, Morgunblaðið 28.10. 2011 holabok.is/holar@holabok.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.