Fréttatíminn - 11.11.2011, Qupperneq 50
A llir hafa upplifað að meiða sig eða slasa og finna til verkja í kjölfarið. Oftast er nokkuð ljóst hvað veldur
tilteknum verk til dæmis skurður, sár, mar
eða beinbrot. Stundum kemur þó fram
verkur án þess að maður slasi sig eða að
ástæðan liggi fyrir. Hvernig er hægt að
losna við verkinn? Hér skulu tvær leiðir
bornar saman. Sjúkraþjálfun annars vegar
og lyf hins vegar.
Lyfjafyrirtækin auglýsa bólgueyðandi lyf
og verkjalyf. Eitt verkjalyfið ræðst á verkina
eins og pardusdýr, á meðan annað er aug-
lýst svo að það gangi frá verknum, og svo
er auglýst að nú sé eitt verkjalyfið helmingi
sterkara en áður. Með öðrum orðum, lyfin
eiga að draga úr verkjum með því að draga
úr bólgum eða hafa áhrif á heilann þannig
að þú upplifir ekki verkinn. Þessi lyf draga
úr verkjaupplifun, og geta dregið úr bólgu-
myndun, en ekkert af þessum lyfjum upp-
rætir orsök verkjanna. Sjúkraþjálfun getur
gert hvorutveggja. Þegar einstaklingur
kemur til sjúkraþjálfara, þá fer fram viðtal
þar sem farið er yfir upphaf verkjanna,
tímalengd og hegðun þeirra. Sjúkraþjálfar-
inn skoðar og metur ástandið, hreyfir svæð-
ið og finnur út hver sé hin eiginlega orsök
fyrir verknum. Með því að fræða viðkom-
andi um orsök verkjanna og hvað hann geti
sjálfur til að draga úr einkennum þá fyrst er
hægt að fara að tala um að raunverulegur
bati hefjist.
Sjúkraþjálfarinn meðhöndlar svo orsök
verkjanna með því að liðka
liði, mýkja og teygja á
vöðvum, og fá fram rétta
vöðvavinnu með æfingum.
Fræðsla um æskilega lík-
amsbeitingu er nauðsynleg,
og einstaklingurinn skoðar
í framhaldinu hvernig hann
beitir sér við vinnu, heim-
ilisstörf og í frítíma sínum.
Þannig er samvinna ein-
staklingsins og sjúkraþjálf-
arans mikilvæg til að vinna
á orsökum verkjanna.
Ef við berum svo saman aukaverkanir á
hvorri meðferð fyrir sig, þá geta aukaverk-
anir lyfja verið margar og teljast neikvæðar
en aukaverkanir sjúkraþjálf-
unar eru allar jákvæðar. Fyrir
utan það sem áður var rætt um
sjúkraþjálfun, að unnið er á
orsök verkjanna, þá verður ein-
staklingurinn meðvitaðri um
rétta líkamsstöðu, hann styrkist
og liðkast, lærir æfingar til að
viðhalda færni og vinna verk sín
á sem bestan hátt, til að draga
úr álagi á liði og vöðva.
Næst þegar þú finnur til, færð
verki; til dæmis höfuðverk,
bakverk, verk í herðar, axlir eða
fótleggi, vertu skynsamur, leitaðu að orsök-
inni og veldu sjúkraþjálfun.
Verkir
Sjúkraþjálfun eða lyf
Sveinn Sveinsson
Sjúkraþjálfari í Gáska
U mræða u m f r u m -varp st jórn-
lagaráðs um nýja stjórn-
arskrá er komin á skrið.
Alþingi reið á vaðið í
októberbyrjun með sér-
stökum þingfundi um
málið. Í kjölfarið fór
málið til nýrrar þing-
nefndar, stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar. Hún
er byrjuð að kalla inn
viðmælendur, til dæmis
fulltrúa úr stjórnlagar-
áði. Jafnframt hefur nefndin auglýst
eftir athugasemdum við frumvarpið.
Vart verður meiri skrifa og umræðna
um málið, lagdeildir háskólanna efna
til málstofa og svo framvegis.
Hlutverk almennings
Nú verður almenningur að fylgja
málinu eftir. Því miður skortir að-
gengileg gögn. Stjórnvöld ættu að
sjá til þess að senda tillögur stjór-
nlagaráðs í hvert hús. Gildandi
stjórnarskrá mætti gjarnan fylgja
með, helst þannig að ákvæðin væru
sett upp hlið við hlið til að auðvelda
fólki samanburð. Nálgast má slík
samanburðarskjöl á vefsíðu minni;
sjá http://thorkellhelgason.is Í með-
fylgjandi úrklippu er dæmi um það
sem lesa má úr þeim samanburði.
Dæmið sýnir ákvæði um upplýsinga-
skyldu ráðherra.
Þá má benda á að einstaklingur
hefur gefið út frumvarp ráðsins í
snotru kveri sem fæst í helstu bóka-
búðum. Það er þakkarvert.
Hvetja verður fólk, leika sem
lærða, til að senda þingnefndinni
ábendingar. Þær geta bæði verið
um einstök ákvæði sem menn telja
að ættu að vera með öðrum hætti.
En hví ekki að senda nefndinni líka
jákvæða umsögn? Að einstök atriði,
heilu kaflarnir, nú eða
plaggið í heild sinni sé
harla gott.
Skoðun þjóðarinnar
En það er ekki nóg að
almenningur, einstak-
lingar, félög eða samtök
láti þingnefndina í sér
heyra. Kjósendur verða
allir að koma að því að
gefa stjórnarskránni
endanlegt gildi. Þetta
hefur verið áréttað í um-
ræðunni, á þingi og utan
þess. Hugmyndir um þetta eru þó
nokkuð á reiki. Eins og ég hef reif-
að áður tel ég affarasælast að fram-
gangsmátinn yrði í líkingu við þetta:
• Þingnefndin standi fyrir kynningu
á frumvarpi stjórnlagaráðs, afli
umsagna, fari ítarlega yfir frum-
varpið og skili rökstuddu áliti.
• Stjórnlagaráð verði kallað saman,
helst formlega, til að fara yfir um-
sagnir frá almenningi svo og álit
þingnefndarinnar. Ráðið geri eftir
atvikum breytingar á frumvarpi
sínu horfi þær til bóta. Í samræmi
við vinnubrögð sem kveðið er á
um í 66. og 67. gr. frumvarps ráðs-
ins verði leitast eftir að ná sam-
hljómi með þingnefndinni.
• Ráðgefandi þjóðaratkvæða -
greiðsla fari fram ef þörf krefur.
Aftur skal vísað til fyrrgreindra
frumvarpsákvæða. Verði ráðið og
þingið ekki á eitt sátt verður þjóðin
að taka af skarið í þjóðaratkvæða-
greiðslu, sem vitaskuld getur þó
aðeins orðið ráðgefandi. Þingið á
síðasta orðið.
• Bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla
verði um það frumvarp sem þingið
samþykkir að lokum. Gjörbreytt
stjórnarskrá verður að hafa hlotið
blessun þjóðarinnar með form-
legum hætti.
• Staðfesting Alþings að loknum
þingkosningum eins og gildandi
stjórnarskrá mælir fyrir um.
Kallar þetta á tvær þjóðaratkvæða-
greiðslur með tilheyrandi kostnaði?
Ekki endanlega. Í fyrsta lagi gæti
orðið svo góður samhljómur með
þinginu og ráðinu að ekki þyki
ástæða til fyrri þjóðaratkvæða-
greiðslunnar, aðeins hinnar seinni.
Ég hef bent á leið til að endanlega
atkvæðagreiðslan fari fram samtímis
kosningum til þess seinna þings sem
þarf að staðfesta stjórnarskrána.
Farsæl stjórnarskrá verður að
komast í höfn!
Ný stjórnarskrá
Umræðan komin á skrið
Dæmið sýnir ákvæði um upplýsingaskyldu ráðherra.
Þorkell Helgason
sat í stjórnlagaráði
Stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands
Frumvarp stjórnlagaráðs
54. gr. 93. gr.
Upplýsinga- og sannleiksskylda.
Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd
allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni
sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara
samkvæmt lögum.Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra
með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska
eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í
lögum.Upplýsingar sem ráðherra veitir Alþingi,
nefndum þess og þingmönnum skulu vera réttar,
viðeigandi og fullnægjandi.
Heimilt er alþingismönnum,
með leyfi Alþingis, að óska
upplýsinga ráðherra eða svars
um opinbert málefni með því að
bera fram fyrirspurn um málið
eða beiðast
um það skýrslu.
Skrá: ÞH Tafla 11 nov Síða: Úrklippa Bls.: 1
Algjör klassík!
Leikur eins og hann gerist bestur.
I.Þ. (Mbl.)
Fantagóð sýning á allan hátt!
Leikurinn er upp á fimm stjörnur.
E.B. (Frbl.)
Tryggðu þér sæti!
Miðasala í síma 551 1200 • midasala@leikhusid.is
Glæsilegur Miller
í Þjóðleikhúsinu.
J.V.J. (DV)
Hvílíkt drama,
hvílíkt meistaraverk!
B.S. (pressan.is)
Aðeins 5 a
ukasýning
ar
í nóvembe
r!
Sýningin hla
ut 6 Grímutil
nefningar
– meðal anna
rs sem sýning
ársins!
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
ÚTSÖLUMARKAÐUR N1
Í HOLTAGÖRÐUM – EFRI HÆÐ
FYRST
UR
KEMU
R
FYRST
UR FÆ
R!
ALLT A
Ð
AFSLÁ
TTUR70%
OPIÐ:
VIRKA DAGA KL. 11-18
LAUGARDAGA FRÁ 12-18
Á útsölumarkaðinum eru gæðavörur á góðu verði: ferðavörur,
fatnaður, radíóvörur, leikföng, bílamottur, mótorhjólavörur ofl.
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
Opið virka daga 12:00 - 18:00
Laugardaga 12:00 - 16:00
www.tk.is
ERUM EINGÖNGU
Á LAUGAVEGI 178
G Ó Ð
VERÐ
MIKIÐ
ÚRVAL
-10%
AFSL.
MARGIR LITIR
Leitið upplýsinga á
auglýsingadeild Fréttatímans
í síma 531 3310 eða á
valdimar@frettatiminn.is
Fréttatímanum er dreift
á heimili á höfuðborgar-
svæðinu og Akureyri og
í lausadreifingu um allt
land. Dreifing á bækl-
ingum og fylgiblöðum
með Fréttatímanum
er hagkvæmur kostur.
Helgin 11.-13. nóvember 201150 viðhorf