Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 56
56 bækur Helgin 11.-13. nóvember 2011
Bókadómur
Sú frábæra ljós-
myndabók Ný náttúra
trónir í efsta sæti fræði-
og handbókalista
Eymundssonar þessa
vikuna. Bókin geymir
úrval íslenskra lands-
lagsljósmynda og er
klárlega ein besta
íslenska ljósmyndabók
sem hefur komið út.
Ný Náttúra
Inga Elsa og Gísli Egill eiga nýja matreiðslubók á markaði sem er
prentuð á fínan mjúkan pappír, stútfull af fallegum ljósmyndum
og afar fjölbreytt að efni. Bókin er í máli og myndum byggð upp
í kringum árstíðabundna nýtingu á mat úr náttúrunni. Helstu
efnisþættir eru; ræktun matjurta og kryddjurta, sveppir, ber og
villijurtir, brauðbakstur og pylsugerð, heimagerð jógúrt, ostar
og skyr, villibráð, reyking og söltun. Bókinni er þannig beinlínis
stefnt gegn iðnaðarmatvælum og útheimtir að lesendur nenni að
leggja á sig erfiðið við að afla sér matar með ræktun og vinnslu
en uppskeri ánægju og hollustu af.
Uppskriftir eru jarðbundnar og skýrar, þar sem leiðbeiningar
eru flóknar eru verkferlar raktir í myndum og allt efni sett fram
á persónulegan, jákvæðan og ljósan máta. Einhver gæti sagt að
nokkurrar sjálfhverfu gætti í myndum en þau hjón, bústaður og
börn skreyta myndefnið – en myndarlegt fólk og fallegar uppstill-
ingar spilla ekki.
Aðlatriðið er þó boðskapurinn: Við eigum að finna okkur í
verki við matarsöfnun, í garði og á grund, læra að nýta það sem
gjöful náttúra færir okkur – gnægtaborðið er á næstu grösum
viljum við eiga þangað erindi. -pbb
Ps. Nú er bara að komast yfir súrdeigsmóður.
Góður matur allt árið
Bókadómur EiNvígið Eftir arNald iNdriðasoN
o rðspor Arnaldar erlendis eykst stöðugt ef marka má nýjustu fréttir og hann ber höfuð og
herðar yfir aðra krimmahöfunda hér á
landi. Í þessari nýju sögu, Einvíginu,
fetar hann sig enn til fyrri tíma, eldri
samfélagsgerðar: Reykjavíkur sumarið
1972 og svo enn lengra aftur til þess tíma
þegar börn sem berklar sóttu á voru
tekin af heimilum og þau lögð inn á Vífils
staði og jafnvel á erlend hæli til lang
dvalar. Einvígið er því ekki bara skák
einvígi Fishers og Spassky þetta sumar,
heldur hólmganga aðalpersónu sögunnar
við hvíta dauðann og jafnvel einvígi sem
hún vill ekki eiga við föður sem hefur
vanrækt barn sitt frá fæðingu.
Að vanda er fléttan hjá Arnaldi vel
hugsuð og bærilega unnin, kaflar hans
frá berklahælum heima og í Danmörku
eru prýðilega skrifaðir og smellpassa
inn í meginfléttu verksins sem hluti
af baksögu lögreglumannsins Marion
Briem sem aðdáendur Arnaldar þekkja
sem læriföður Erlendar. Höfundur
daðrar aðeins við að kyn Marion sé órætt,
þema sem hann hefur áður unnið með af
mikilli yfirsýn en hér er það nánast eins
og stríðni.
Marion vinnur hjá löggunni og einvíg
issumarið þarf hann að finna morðingja
sem virðist tilhæfulaust hafa stungið
ungling hnífi á kvikmyndasýningu. Allt
umhverfi unglingsára þessa tíma vinnur
Arnaldur af sterku minni og á sannverð
ugan hátt. Persónulýsingu Marions er
haldið auðri, svo lesandanum sé frjálst
að spá í eyður, skapa sína hugsýn um
persónuna. Rannsóknin leiðist síðan út í
forna tíma, dvöl róttækra í Moskvu, stöðu
þeirra hér á landi og samstarf sovétvina
við einstaklinga í opinberu starfi austur
frá. Allt er þetta prýðilega pælt. Lokaein
vígið er þannig milli fornvina og um leið
stórveldanna. Þetta er þaulplottuð saga.
Hún er aftur á móti nokkuð bragðlítil.
Höfundur gerir sér mestan mat úr lýs
ingum á konum, móður drengsins, hálf
systur Marions og eldri konu sem fylgdi
sovétvinum að málum. Arnaldur er best
ur í slíkum lýsingum, aukapersónum sem
búa við stór örlög, umhverfi þeirra fasi
og fálæti í flestum tilvikum. Áhrifamikil
er lýsing hans á þeirri aðferð læknavís
indaanna á uppgangstíma berklanna að
höggva sjúklinga sem kallað var, í barns
minni lifa enn myndir af einstaklingum
sem urðu að gangast undir skurðaðgerðir
af því tagi. Masgjarnt fólk er honum síður
tiltækilegt en það lokaða. Einvígið er enn
eitt þrepið á vegferð Arnaldar og mun
vísast falla hans lesendahóp vel í geð sem
forsagan að bálknum um Erlend. Hún
er vel yfir meðallagi í krimmaútgáfum
haustsins.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Einvígi eru mörg
Einvígið
Arnaldur Indriðason
Vaka Helgafell. 317 bls. 2011
Nokkrar ljóðabækur hafa komið út á liðnum vikum.
Fyrsta ber að telja Allt kom það nær, nýtt safn ljóða
eftir Þorstein frá Hamri, en hver ný bók frá honum
er kærkomin sending ljóðaunnendum. Hjá Bjarti
er komin út ljóðabókin Drauganet eftir Bergsvein
Birgisson. Eyþór Árnason hefur sent frá sér nýtt
ljóðasafn sem hann kallar Svo
ég komi aftur að ágústmyrkrinu
og Sigmundur Ernir Rúnars-
son hefur sent frá sér Afvikna staði sem er hans
áttunda ljóðabók. Þá hefur Birgir Svan sent
frá sér ljóð og örsögur í Eftir atvikum, sem er
hans sextánda ljóðasafn. Þá er þess að geta að á
liðnum vikum hefur komið út nokkuð af þýddum
ljóðum og verður þeirra getið hér síðar. Af þessu
má ráða að ljóðaútgáfa er ekki af baki dottin þótt
lágt fari. -pbb
Ljóðið rati til sinna
Ný saga
eftir Arnald
Indriðason er
komin út og
sögð prentuð
í 23 þúsund
eintökum.
Mun hún
líklega rata
víða.
Rás 1 Ríkisútvarpsins er sú stöð á ljósvakanum sem mesta athygli
veitir bókaútgáfu og bókaumræðu í landinu. Hún er blessunarlega
laus við þau þröngu tímamörk sem sett eru skammvinnum um-
ræðum í sjónvarpi og þeirri litlu athygli sem ritað mál fær á Rás 2.
Nokkrir þættir á Rás 1 eru þess virði að lagt sé við hlustir:
Víðsjá, stóra menningarmagasínið sem leggur undir sig tvo tíma í eftirmiðdaginn er yfirleitt alltaf
í nánd við bókmenntirnar. Á laugardögum er Haukur Ingvarsson rithöfundur með þáttinn Glætu
en á laugardaginn kemur er seinni þáttur hans um Svövu Jakobsdóttur; í þættinum verður greint
frá óútgefinni skáldsögu eftir Svövu sem mun til í tveimur útgáfum. Segir sonur Svövu, Jakob
Smári Jónsson, af verkinu.
Á sunnudag gefst kostur á þremur þáttum sem helgaðir eru bókum. Fyrst ber að telja Bókaþing
sem Gunnar Stefánsson annast og hefst hann klukkan 10.15. Þar er lesið úr nýjum útgáfum.
Klukkan 15:00 er Lengi býr að fyrstu bók á dagskrá, þáttur helgaður bókum fyrir börn sem þær
Kristín Eva Þórhallsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir sjá um. Og loks er þátturinn Skorningar
klukkan 18.17 sem þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Magnús Örn Sigurðsson, Yrsa Þöll
Gylfadóttir og Jórunn Sigurðardóttir annast. -pbb
Bókmenntaumræða á Rás 1
góður matur -
gott líf í takt við
árstíðirnar
Inga Elsa Bergþórsdóttir og
Gísli Egill Hrafnsson
Vaka Helgafell, 250 bls. 2011.
myrknætti
eftir Ragnar Jónasson
Veröld, 290 bls.
Spennandi á
köflum
Í þriðju bók sinni segir
Ragnar af blaðakonu sem
fer norður í land að fylgjast
með morðmáli. Sagan fer
fram á mörgum plönum
og er á köflum spennandi,
persónulýsingar marg-
breytilegar og ágætlega
unnar en plottið er
vanreifað á köflum.
ómynd
eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur
Salka, 218 bls.
Einfalt snið
Önnur blaðakonusaga;
nærist á miklum fyrirgangi
í mansalsmáli, fornum
ástum löggu og blaðakon-
unnar og mun vera þriðja
bókin í seríu. Heldur einfalt
frásagnarsnið en ekki
óspennandi saga.
lygarinn
eftir Óttar M. Norðfjörð
Sögur, 302 bls.
Hugmyndarík
Óttar Norðfjörð byggir
sögur sínar jafnan á góðri
kveikju. Einvígissumarið
1972 er bakgrunnur rann-
sóknar lítillar Wikileaks-
klíku sem grunar Eimreið-
arhópinn um græsku. Stíll
Óttars tekur ekki þroska,
of ljós og stór í lýsingum.
Hugmyndarík saga en
frumstæð í stíl.
Bókadómar iNNlENda krimmaframlEiðslaN
Arnaldur Indriðason Að vanda er fléttan hjá Arnaldi vel hugsuð og bærilega unnin, kaflar hans frá berklahælum heima
og í Danmörku eru prýðilega skrifaðir og smellpassa inn í meginfléttu verksins.
Fékkstu ekki
Fréttatímann
heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.
Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með
tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is