Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Page 84

Fréttatíminn - 11.11.2011, Page 84
 Tíska ÁsTfangið parLifandi fortíðar- myndir Heillandi endurminningasaga Sigurðar Pálssonar Sigur ður Pá lSSon www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Bernskubók kallast á við Minnisbók Sigurðar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2007 „… ein sú albesta bók sem ég hef lesið um uppvöxtinn og leiðina til þroska.“ F r iðr ik a Be nón ýSdó t t ir / F r ét ta Bl a ðið 2 0 0 7 bbbb Síðdegisrokk í Hörpu H arpa, í samvinnu við hljóm-plötubúðina 12 tónar, stendur fyrir þeirri ný- breytni að bjóða upp á síðdegistón- leika annan hvern föstudag þar sem ýmsar af efnilegustu hljómsveitum landsins spreyta sig í bland við aðrar reyndari og þekktari. Í dag munu Nolo og Mammút telja í og rokka af stað klukkan 17.30 í Kalda- lónssal Hörpu. Tónleikaröðin hefur fengið nafn- ið Undiraldan og er ókeypis inn. Þarna er sem sagt rakið að mæta fá sér bjór, ef áhugi er fyrir slíku, og hlusta á góða tónlist. Það er meira að segja hægt að bjóða krökkunum með og eiga fjölskyldustund þar sem þetta er haldið á kristilegri tíma en rokktónleikar eru yfirleitt. Nolo Spilar á Undiröldunni í Hörpu í dag ásamt Mammút. Y ou want the moves like Jagger. I've got the moves like Jagger. I've got the mooooooves... like Jagger,“ söng Adam Levine, forsprakki hinna ofurvinsælu hljómsveitar Maroon 5 á árlegri nærfatasýningu Vic- toria Secret. Hann varð fyrir óvæntri truflun þegar unnusta hans, rússneska ofurfyrirsæt- an Anne Vyalitsyna, valsaði framhjá honum á sýningar- pallnum í kynþokkafullum undirfatnaði. Levine átti bágt með sig á pallinum og gekk með unnustunni nokkur skref áður en hann leyfði áhorfend- um að njóta útsýnisins. Þessi árlega sýning nær- fatarisans nýtur ávallt mikillar athygli og voru margar af fegurstu fyrirsætum heims á meðal sýningarstúlkna að þessu sinni. Levine var ekki sá eini sem tróð upp því einnig var boðið upp rándýrt tvíeyki sem samanstóð af þeim Kanye West og Jay-Z. Levine og Vyalitsyna eru ástfangin upp fyrir haus. Nordic Photos/Getty Images Söng fyrir kærustuna á nærfatasýningu V ið erum að byrja að dreifa bókinni og það eina sem fólk þarf að gera til þess að eignast hana er að ganga í SÁÁ,“ segir formaðurinn Gunnar Smári Egilsson. „Enda stendur á bókinni að það sé bannað að selja hana eða afhenda öðrum en félögum í SÁÁ þannig að það er um að gera að ganga í samtökin.“ Hugmynd Gunnars Smára var að setja saman skáldaþing og fá 63 skáld til þess að leggja SÁÁ lið með ljóði og það reyndist lítið mál. „Ég hringdi í 63 skáld og það komu 63 ljóð þannig að það var 100 prósent samstaða í hópnum. Þetta er mjög falleg bók og skáldunum er raðað þannig upp að yngsta skáldið er fremst og það elsta aftast. Það er líka mjög gaman þegar maður les í gegnum þetta að þá fær maður einhverja tilfinn- ingu fyrir því hvernig hugmyndir og fólk breytist með aldrinum. Það er alveg augljóst á skáldskapnum að yngra fólkið er yngra og eldra fólkið er eldra og horfir öðruvísi á lífið. Þarna innanum eru svo algerar perlur, lífsspekiperlur sem drjúpa af sumum síðunum.“ Gunnar Smári segir að vissu- lega skipti félagsgjöldin samtökin miklu og í þeim þrengingum sem nú steðja að SÁÁ muni um hvern félaga en „það skiptir ekki síður máli að SÁÁ er fjöldahreyfing sem rekur starfsemina. Það voru félagarnir sem byggðu upp SÁÁ og starfsemina.“ Annað mikilvægt hlutverk félaga í samtökunum núna, að mati Gunnars Smára, er að halda áfram réttindabaráttu áfengis- og vímuefnasjúklinga þar sem „það er ekki gefið að við fáum þau réttindi og þjónustu sem við þurfum. Þá er líka mikilvægt að félagarnir veiti starfseminni aðhald þannig að hún miðist alltaf við að veita sjúklingunum sem bestu þjónustuna. Þetta er starf- semi í eigu sjúklinganna og það er ákveðin snilld fólgin í því. Það er ekki hægt að segja þetta um margar heilbrigðisstofnanir en það er ekkert gefið að starfsfólkið eða ríkisvaldið eigi að eiga stofnanir. Okkur finnst þetta mjög sniðugt og gott fyrirkomulag, að sjúkling- arnir eigi stofnunina. Enda skiptir þá mestu máli að þetta sé gert vel.“ toti@frettatiminn.is  sÁÁ félagar fÁ skÁldagjöf Lífsspekiperlur drjúpa af síðunum Félagsstarfsemi SÁÁ er alfarið rekin fyrir félagsgjöld og eigin tekjur samtakanna en í raun rennur minnstur hluti teknanna til starfsemi félagsins þar sem í ár stefnir í að SÁÁ leggi um 160 milljónir króna til meðferðar- og sjúkrahússreksturs þar sem opinber framlög hrökkva skammt. Félagsgjöldin eru samtökunum því mikilvæg og nú hefur verið brugðið á það ráð að gefa félögum ljóðabókina Skáldagjöf en í henni eru ljóð 63 skálda sem gáfu SÁÁ ljóð til birtingar. Gunnar Smári og SÁÁ bjóða nýja félaga velkomna með bókagjöf. Auðveldast er að ganga til liðs við sam- tökin á vefnum saa.is eða með því að senda tölvupóst á saa@saa.is. 84 dægurmál Helgin 11.-13. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.