Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 15.03.2013, Qupperneq 2
VÍS á markað í næsta mánuði Stjórn Klakka, eiganda að VÍS, Vátrygg- ingarfélags Íslands, hefur ákveðið að bjóða til sölu í útboðsferli, 60 prósent af hlutafé í VÍS. Er í framhaldi af því stefnt að skrán- ingu hlutafjár félagsins í Kauphöll Íslands í apríl. Salan á þeim 60 prósent hlut sem verður seldur nú verður gerð í í þremur skrefum. 10 prósent hlutafjár í félaginu verða seld gegn tilboðum sem verða á bilinu 0,1-50 milljónir króna, 30% verða seld gegn tilboðum yfir 50 milljónir og 10 prósent verða seld í fjórum 2,5 prósent einingum til hæstbjóðanda. Þess utan verður 10 prósent ráðstafað eftir þörfum í hvern af þessum þremur áföngum eftir eftirspurn. Ársuppgjör félagsins 2012 var mjög gott. Kauphallarskráning félagsins þykir jákvæð fyrir íslenskan hlutabréfa- markað. - jh Rýkur úr greiðslukort- um útlendinga Gríðarleg aukning varð á kortaveltu erlendra ferðamanna hér á landi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Samkvæmt tölum Seðlabankans nam kortavelta útlendinga hérlendis um 4,9 milljörðum króna í mánuðinum. Á sama tíma í fyrra nam kortavelta erlendra aðila hér á landi rúmlega 3,2 milljörðum króna. Veltan jókst um 50% að nafnvirði á milli ára í febrúar. Aukningin helst í hendur við fjölgun erlendra ferðamanna á sama tíma. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fóru 40.000 erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í febrúar síðastliðnum samanborið við 27.900 á sama tíma í fyrra. Kortavelta Íslendinga í útlöndum nam um 5,4 milljörðum króna í febrúar, jókst um tæp 6% að nafnvirði á milli ára. - jh F rú Hlíf Böðvarsdóttir skipar 22. sætið á framboðslista Bjartrar framtíðar í norðurkjördæmi Reykjavíkur og er án efa elsti frambjóðandinn í komandi kosn- ingum en hún verður orðinn 104 ára þegar gengið verður til kosninga. Á sama fram- boðslista en öllu ofar, í 8. sæti, er svo Hjalti Vigfússon, forseti nemendafélags Mennta- skólans í Hamrahlíð. Hann er fæddur 1993 þannig að árin sem skilja frambjóðendurna að eru 84. Hlíf er amma Guðmundar Steingríms- sonar, formanns Bjartrar framtíðar, móðir Eddu móður Guðmundar. Hún segist ekki síst hafa tekið sætið til þess að sýna barna- barninu stuðning sinn í verki. „Ég held mikið upp á hann Guðmund enda á hann ekkert nema gott til,“ segir Hlíf sem hefur fulla trú á drengnum. „Hann hefur líka skap í sér. Ég varð vör við það þegar ég passaði hann í gamla daga.“ Hlíf er í fullu fjöri og fylgist vel með pólitíkinni, eins og hún hefur alltaf gert. „Ég hef alltaf heyrt mikið talað um póli- tík,“ segir Hlíf sem var lengi í hringiðunni miðri sem tengdamóðir Steingríms Her- mannssonar sem var einhver mest áberandi stjórn málaleiðtogi landsins um langt árabil. „Þetta er afskaplega ólíkt því sem var,“ segir Hlíf um stjórnmálin í dag. „Þetta er allt öðruvísi en veröldin er líka allt öðruvísi,“ segir frúin sem hefur lifað tvær heims- styrjaldir og var búin að eignast börnin sín þrjú við lýðveldistökuna 1944. Og hún telur framtíðina bjarta. „Ég vona bara að þessi flokkur eigi eftir að hafa einhver áhrif og þetta gengur nokkuð vel bara.“ Hjalti segist aldrei hafa ætlað sér að koma nærri pólitík en menntamál brenni svo heitt á sér að hann hafi gengið til liðs við Bjarta framtíð þegar hann fann hversu mikill samhljómur er með skoðunum hans í þeim efnum og hjá flokkinum. „Ég var samt alltaf mjög skotinn í þessu framboði Bjartrar framtíðar, alveg frá byrjun þegar Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir komu fyrst fram með þetta,“ segir Hjalti og leggur mikla áherslu á að ungt fólk láti til sín taka í pólitíkinni. „Við erum hópur sem verður alltaf undir vegna þess að við erum ekki nógu virk. Þetta gildir líka um að mæta á kjörstað en kjörsókn ungs fólks er mikið áhyggjuefni.“ Þegar talið berst að hinum mikla aldurs- mun frambjóðendanna segir Hlíf að vissu- lega séu þar „nokkur ár“ en Hjalti segist telja að allir, óháð aldri og kyni, eigi að finna hljómgrunn hjá Bjartri framtíð ef fólk vilji breyta því hvernig hugsað og talað er um stjórnmál. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Húsnæðismál leigumarkaðurinn tvöFaldast á landsvísu Tvöfalt fleiri leigja nú en fyrir átta árum Leigusamningar á landinu öllu eru tvöfalt fleiri en fyrir átta árum. Mest er aukningin á Suðurnesjum þar sem fjöldi leigusamninga hefur áttfaldast á tíma- bilinu. „Þessar tölur segja okkur fyrst og fremst að þörfin fyrir leiguhúsnæði er mjög mikil og að framboðið er ekki að anna eftirspurn,“ segir Elín Björg Jóns- dóttir, formaður BSRB. „Þar fyrir utan eru fjölmargir sem leigja án þess að samningar séu þinglýstir þannig að líklega er aukningin enn meiri en þessar tölur segja til um,“ segir hún. Elín bendir á að í könnun sem BSRB lét Capacent framkvæma fyrir sig á síð- asta ári hafi komið glöggt fram að mikill fjöldi fólks getur vel hugsað sér að færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað- inn. Af svarendum í könnuninni bjuggu aðeins um 11 prósent í leiguhúsnæði en 27 prósent sögðust vel geta hugsað sér að vera á leigumarkaðnum. Hluti þeirra sem var í eigin húsnæði gat því vel hugs- að sér að fara í leiguhúsnæði. „Það hefur verið stefna BSRB um ára- bil að efla leigumarkaðinn hér á landi og búa þannig um að það sé raunverulegur og varanlegur möguleiki að búa í leigu- húsnæði. Þetta á að vera óháð félagslega húsnæðiskerfinu því þörfin fyrir leigu- húsnæði nær langt út fyrir þann hóp,“ segir Elín. BSRB vill líka auka jafnræði á milli búsetuforma og á því er raunar tekið í tillögum að nýju húsnæðisbóta- kerfi sem hefur þó ekki enn komist til framkvæmda. „Þar er gert ráð fyrir að húsnæðisbætur verið þær sömu óháð því hvort fólk leigi eða eigi sitt hús- næði. Slík breyting myndi fela í sér aukinn stuðning við leigj- endur sem gæti aukið enn frekar þann fjölda sem gæti hugsað sér að vera á leigumarkaði í stað þess að eiga sitt húsnæði,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði Ár Mán. Höfuðb.sv. Suðurnes Vesturl. Vestfirðir Norðurl. Austurl. Suðurl. Alls 2005 jan. 344 12 17 5 53 2 28 461 2013 jan. 634 102 50 10 99 16 52 963 Aukning 84% 750% 194% 100% 87% 700% 86% 109% Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.  stjórnmál Björt Framtíð Brúar kynslóðaBilið Þetta er allt öðru- vísi en veröldin er líka allt öðruvísi. Elsti frambjóðandinn 84 árum eldri en sá yngsti Hlíf Böðvarsdóttir og Hjalti Vigfússon eiga bæði sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hjalti er í 8. sæti en Hlíf rekur lestina í heiðurssætinu og er númer 22. Sætin sem skilja þau að eru því fjórtán sem er harla lítið miðað við árafjöldann á milli þeirra. Hlíf er fædd 1909 en Hjalti 1993 þannig að 84 ár skilja þau að en bæði telja sig eiga erindi við Bjarta framtíð. Ein 84 ár skilja þau Hlíf Böðvarsdóttur og Hjalta Vigfússon en bæði skipa sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar. Hlíf ekki síst til þess að sýna barnabarni sínu stuðning og Hjalti til þess að reyna að hafa áhrif á þróun menntamála. Ljósmynd/Hari Vonast eftir endurupp- töku Geirfinnsmálsins Gert er ráð fyrir að starfshópur innanríkisráðherra um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið svo- kallaða skili skýrslu sinni í næstu viku. Á næstu dögum verður skýrslan kynnt fyrir þeim sem dæmdir voru í málinu og að- standendum þeirra sem látnir eru. „Ég trúi því að nafn föður míns verði hreinsað og vonast til þ es s að skýrsla starfs- hópins verði lið- ur í þeirri vegferð ásamt þv í að hún upplýsi um einhver af þeim fjölmörgu mannréttindabrotum sem framin voru á föður mínum og öðrum sakborningum,“ segir Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski. Sævar var einn sex sakborninga sem dæmdir voru fyrir aðild að málinu. „Ég vil að sannleikurinn í þessu máli komi fram í dagsljós- ið,“ segir Hafþór. „Ég trúi á sak- leysi föður míns og veit að fólk, allavega í seinni tíð, gerir sér fulla grein fyrir því að pabbi átti enga aðild að þessum mannshvörfum.“ Hafþór er 23 ára laganemi og hefur tekið við keflinu af föður sínum, sem lést árið 2011. „Óska- niðurstaða skýrslunnar yrði sú að grundvöllur sé fyrir því að málið verði tekið upp að nýju,“ segir Hafþór. -sda 2 fréttir Helgin 15.-17. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.