Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Page 4

Fréttatíminn - 15.03.2013, Page 4
Vítamínsprauta fyrir Bíldudal Um 130 ný störf verða til á Bíldudal á næstu árum því norska fiskeldis- og matvinnslu- fyrirtækið Salmus hefur ákveðið að flytja alla starfsemi sína til Bíldudals og reisa þar fiskréttaverksmiðju, að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir við BB að ákvörðunin haldist í hendur við þá uppbygg- ingu sem þegar sé hafin í Vesturbyggð. Fyrir- tækið Fjarðalax hóf laxeldi þar fyrir nokkrum árum og er Arnarlax að hefja starfsemi sína um þessar mundir, en Salmus og Arnarlax verða í samstarfi. „Þetta er heldur betur víta- mínsprauta fyrir samfélagið. Við finnum fyrir auknum áhuga á svæðinu og þessi uppbygging er þegar hafin. En þessi ákvörðun mun efla innviðina á Bíldudal og styrkja samfélagið,“ segir Ásthildur. -sda DAGSKRÁ • Samferða skynseminni - framtíðarsýn um samgöngur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra • Almenningssamgöngur - raunhæfur kostur um allt land? Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri • Hvað gerir Strætó við aurinn? Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó • Hvert þarftu að komast? Einar Kristjánsson, skipulags- og þróunarsviði Strætó • Svona gerum við: Úr öllum áttum í eitt kerfi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú • Ferðast milli hverfa: Almenningssamgöngur í Eyjafirði Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri • Borg fyrir fólk: Umhverfi, skipulag og aðrir samgöngumátar Kristín Soffía Jónsdóttir, umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur • Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún? Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti • Ég vel að ferðast með strætó Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarritstjóri Vikunnar • Stuð í Strætó Ari Eldjárn, samfélagsrýnir Stuð í strætó! Málþing um almenningssamgöngur og aðra fararmáta í Heklu á Hótel Sögu, miðvikudaginn 20. mars kl. 10-13. Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis. Skráning í netfangið kristin.hjalmarsdottir@irr.is og Vegagerðin á Fésbók veður Föstudagur laugardagur sunnudagur NA-átt, hæg og Að mestu éljAlAust. BjArt vestANtil. höfuðBorgArsvæðið: LéttSkýjAð og hitinn SVEiFLASt um FroStmArk. KólNANdi veður og hægviðri. víðA heiðríKjA. höfuðBorgArsvæðið: SóLríkt, En FryStir, nEmA yFir hÁdAginn. él NA- og A-lANds, eN ANNArs létt- sKýjAð. tAlsvert frost til lANdsiNs. höfuðBorgArsvæðið: hæg n-Átt, BjArt og FroSt. fallegt vetrarveður Við eigum í vændum góða helgi til hvers kyns útiveru. háþrýstingur hreiðrar hér um sig og allar lægðir með sínum úrkomubökkum verða víðs fjarri ef spáin gengur eftir. Víða verður heiðríkja á laugardag og sunnudag, en þá er reyndar von á éljum norðaustantil. kólnandi og nokkurt frost til landsins, en að deginum nær hækkandi sólin engu að síður að ylja okkur aðeins. 3 -1 -3 -3 2 -0 -3 -5 -5 -5 -3 -4 -8 -7 -6 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Sjálfstæðir Evrópumenn og Sænsk-íslenska viðskipta- ráðið boða til morgunfundar með Carl Bildt, utan- ríkisráðherra Svía í Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag. Fundarstjóri er Þorsteinn Pálsson, fyrr- verandi forsætisráðherra. Carl er fyrrverandi formaður sænska hægri flokksins og var forsætisráðherra á árunum 1991-94. hann mun fjalla um Evrópumál í nútíð og framtíð. morgunfundurinn hefst þriðjudaginn 19. mars klukkan 8.00, húsið verður opnað klukkan 7.30 og fundi lýkur klukkan 9.00. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Ekki fremst í spjaldtölvunotkun ísland er með hæsta hlutfall net- tengdra heimila í Evrópu og jafnframt hæsta hlutfall netnotenda, samkvæmt evrópskri rannsókn á upplýsinga- tækninotkun einstaklinga og fyrir- tækja. íslendingar nota hins vegar ekki fartölvur og spjaldtölvur til að tengjast netinu í eins miklum mæli og mörg önnur lönd. Einungis norðmenn og Finnar eru duglegri en íslendingar við að nota netbanka, 90% íslendinga og 91% norðmanna og Finna. rétt ríflega fjórðungur fyrirtækja á íslandi er með starfandi sérfræðing í upplýsingatækni og er það hlutfall ögn hærra en meðaltalið í löndum Evrópu- sambandsins. -sda Carl Bildt fjallar um evrópumál í nútíð og framtíð Þ að hefur ýmislegt gengið á í stéttinni en það bólar ekkert á sjálfsgagnrýni, miklu frekar þöggun,“ segir Jón Þ. Hilmarsson endurskoð- andi. Jón ritar grein í Fréttatímann í dag sem ber yfir- skriftina Að tala sig frá atvinnu sinni. Í greininni lýsir Jón óánægju með viðbrögð endurskoðenda við gagn- rýni á þeirra störf í tengslum við efnahags- hrunið árið 2008. Hann gagnrýnir ofríki stórra endurskoðendastofa gegn minni aðilum á markaðinum og verklag Endurskoðendaráðs. „Síðasta áratug hefur verið ástand sem hefur skipt stéttinni í tvennt, einyrkja og stærri stofur,“ segir Jón í samtali við Fréttatímann. „Stóru stofurnar hafa fundið einyrkjum allt til foráttu, þær hafa látið að því liggja að einyrkjarnir kunni ekkert og viti ekkert og bara stóru stofurnar ráði við alvöru verkefni. En svo kemur í ljós að það hefur ekki verið talað mikið um tjón sem einyrkjarnir hafa valdið. Mér vitanlega hefur enginn við- skiptavinur kvartað undan tjóni hjá þeim. Og alls ekki neinu stórtjóni. Á meðan líður allt þjóðfélagið fyrir framgöngu stóru stofanna.“ Samkvæmt upp- lýsingum Frétta- tímans er talsverð ólga meðal smærri endurskoðenda með stöðu mála. Margir þeirra telja að Endurskoðendaráð fari offari og fari jafnvel út fyrir sínar heimildir. Stefán Svavars- son viðskiptafræðingur reifaði þessi sjónarmið í grein í blaði Félags löggiltra endurskoðenda á dögunum og fékk greinin misjafnar undirtektir. Guðmundur Óskarsson, löggiltur endurskoðandi og formaður Áhugafélags um menntun endurskoð- enda, kannast vel við ólgu í stétt endurskoðenda. „Einyrkjarnir og minni stofurnar eru ósáttar við hvernig Félag endurskoðenda hefur tekið afstöðu með Endurskoðendaráði. Mönnum finnst Endur- skoðendaráð fara hart fram og jafnvel offari,“ segir hann. Guðmundur staðfestir að hann hafi sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis yfir vinnubrögðum Endurskoðendaráðs. Kvörtunina sendi hann 30. nóvember síðastliðinn. Sjá grein Jóns á síðu 20. höskuldur daði magnússon hdm@frettatiminn.is  Fjármál Ólga í stétt endurskoðenda Einyrkjar ósáttir við ofríki risa í endurskoðun Stóru endurskoðunarstofurnar liggja undir ámæli minni aðila á markaði og eru sakaðar um ofríki. Félag endurskoðenda hafi tekið afstöðu með Endurskoðendaráði sem þykir fara afar hart fram. kvartað hefur verið til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða Endurskoðendaráðs. Sumir endurskoðendur eru ósáttir við að ekkert uppgjör hafi farið fram innan stéttar- innar eftir efnahagshrunið. minni aðilar á markaðinum saka þá stóru um ofríki. jón Þ. hilmarsson endurskoð- andi ritar grein í blaðið í dag þar sem hann lýsir óánægju með stöðu mála. 4 fréttir helgin 15.-17. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.