Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Page 10

Fréttatíminn - 15.03.2013, Page 10
Kitlaðu bragðlaukana með þriggja rétta matseðli og eigðu kósýkvöld að hætti Nauthóls. KÓSÝ Á KVÖLDIN www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is S. 599 6660 FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Ryksuga VS 59E20 2200 W. Sjálfinndregin snúra. 3,5 lítra poki. Vinnuradíus: 8 metrar. Tækifærisverð: 15.900 kr. stgr. (Fullt verð: 22.900 kr.) F yrirtækið sem stendur á bak við þessa ferðakaupstefnu nefnist IcelandReps. Þær Þórunn Reynis- dóttir, Guðný Pálsdóttir og Þóra Guðmunds- dóttir stofnuðu fyrir rúmum mánuði þetta ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem snýr að ferðaþjónustu. Þær stöllur eru engir nýgræðingar í þessum geira því samanlagt búa þær yfir nærri hundrað ára reynslu í störfum tengdum ferðaþjónustu. Þær hafa boðað til ferðakaupstefnu á vormánuðum og eru einnig að fara af stað með sjónvarps- þátt á sjónvarpstöðinni ÍNN sem fjallar um ferðamál. Á ferð og flugi Fyrsti þátturinn var sýndur á sjónvarpstöð- inni ÍNN í vikunni. Hann heitir Á ferð og flugi og verður sýndur á miðvikudagskvöld- um. Í þættinum verður farið yfir ferðamál og allt sem þeim tengjast á víðum grundvelli. Þær hlakka til að takast á við verkefnið og hrista aðeins upp í ferðamannabransanum. Hann hefur verið í miklum blóma á Íslandi undanfarið. Guðný segist nokkuð viss um að ferðaþjónusta verði það sem allt snýst um á næstu tíu árum. „Við þurfum að fara að spyrja okkur spurninga til þess að undir- búa okkur. Hvernig eigum við að taka á móti tveimur milljónum ferðamanna? Þetta er rosalega há tala fyrir lítið land eins og Ís- land. En við erum með allt til þess, það þarf bara að gera þetta vel,“ segir Guðný. Þórunn bætir því við að ferðamenn sem komu hingað til lands á síðasta ári hafi verið rúmlega 600 þúsund. „Til samanburðar má nefna land eins og Möltu þar sem rúmlega 450 þúsund manns búa. Þangað koma rúmlega ein og hálf milljón ferðamanna á ári. Með þennan mikla vöxt hér á landi finnst okkur klárlega vanta fyrirtæki eins og IcelandReps.“ Hröð fjölgun ferðamanna á næstu árum Guðný segir ætlunina vera að hafa áhrif á Ísland sem áfangastað og alla þessa ferða- menn sem eru að koma til landsins þannig að landið eyðileggist ekki. „Við þurfum að standa við það sem við erum að selja og hver einasti ferðamaður á að upplifa landið eins og það gerist best.“ Þær eru sammála um að þessi mikli vöxtur sem við höfum séð síðustu ár sé aðallega fólginn í þremur atriðum; athyglinni vegna fjármálahrunsins, gossins í Eyjafjallajökli og gengi krónunnar. Varðandi framtíðarmöguleika í ferða- þjónustu segja þær mikilvægast að efla vetrarmánuðina. Þóra segir það mjög mikilvægt að lengja tímabilið og auka vægi landsbyggðarinnar. „Við verðum að lengja tímabilið og efla allt landið svo þetta sé ekki allt hér á höfuðborgarsvæðinu. Akureyri er til dæmis mjög góður staður og hentar mjög vel til frekari uppbyggingar í ferða- þjónustu.“ Margfeldisáhrifin eru mikil Þær vinna nú að skipulagningu ferðakaup- stefnu sem nefnist Iceland Travel Workshop og verður haldin á Radisson Blu Hótel Saga helgina 16. - 19. maí næstkomandi. Þær hafa fengið til liðs við sig Keflavíkurflugvöll, Ís- landsbanka, Radisson Blu, Opna Háskólann og Ferðamálastofu. „Það hafa verið haldnar nokkrar svona kaupstefnur áður en við ætlum að gera þetta öðruvísi og láta þetta snúast um áfangastað- inn Ísland og ekkert annað. Við erum mjög spenntar fyrir því að fá sem flesta í íslenskri ferðaþjónustu til að taka þátt í þessu með okkur, Ísland kynnir sig ekki sjálft,“ segir Guðný. Kaupstefnan er vettvangur fyrir alla þá þjónustuaðila sem eru að selja Ísland sem áfangastað. Þórunn segir ætlunina vera að veita þeim góðan vettvang til þess að erlendir söluaðilar geti kynnt sér þessa mikla flóru. Til þess að kynnast landinu nánar verður heill dagur kaupstefnunnar undirlagður í skoðunarferðir og annað slíkt. Þórunn er á því að til þess að auka heildarumsvif ferðaþjónustuaðila á Íslandi verði fleiri að koma að borðinu til að kynna landið og þjónustuna sem er í boði. „Í ís- lenskt ferðamálaumhverfi vantar að mínu mati hlutlausa aðila á borð við okkur. Það skiptir miklu máli að það séu fleiri að vinna að því að markaðssetja Ísland. Margfeldisá- hrifin verða svo mikil fyrir okkur öll”, segir Þórunn. Bjarni Pétur Jónsson bjarni@frettatiminn.is Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunar- fundi á miðvikudaginn í komandi viku. „Meginforsenda spárinnar er að krónan hefur styrkst talsvert undanfarið og hag- vöxtur undanfarið hefur verið öllu hægari en Seðlabankinn hafði reiknað með í sinni nýjustu spá. Verðbólguhorfur hafa því batnað nokkuð frá síðustu vaxtaákvörð- un. Á móti vegur að verðbólgan hefur aukist nokkuð frá síðustu vaxtaákvörðun og verður verðbólga væntanlega nokkuð yfir spá Seðlabankans fyrir fjórðunginn. Þá er verðbólguspá Seðlabankans nokkuð bjartsýn varðandi hversu hratt bankinn reiknar með hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum. Við reiknum með að verðbólgan hjaðni, en hægar en Seðla- bankinn spáir,“ segir greiningardeildin. Gengi krónunnar hefur hækkað um 3,3% frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi, 6. febrúar. Verðbólgan hefur aukist nokkuð frá síðasta vaxtaákvörðunar- fundi nefndarinnar, úr 4,2% í 4,8%, enda var 1,6% hækkun vísitölu neysluverðs í febrúar mesta hækkun í einum mánuði frá því skömmu eftir hrun. Hagvöxtur mældist nokkru minni á síðasta ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í sinni síðustu spá. Vöxturinn var 1,6%, og hægði verulega á honum frá árinu 2011 þegar hagvöxtur mældist 2,9%. Seðlabankinn hafði hins vegar spáð 2,2% hagvexti 2012. Greiningin telur að vegna þess hve hægur efnahagsbatinn er um þessar mundir og vegna þess að verðbólgan ætti að hjaðna nokkuð á næstu mán- uðum muni peningastefnunefnd Seðla- bankans halda stýrivöxtum bankans óbreyttum út þetta ár. -jh  EFnahagshorFur lítill hagvöxtur Óbreyttum stýrivöxtum spáð  iðnþing 2013 BrEytingar á norðurslóðum, alþjóðlEg tækniþróun og EFnahagslEg Framvinda í Evrópu Tækifæri og ógnir sem Ísland stendur frammi fyrir Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Fjallað var um þau efnahagslegu tækifæri og ógnir sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum á Iðnþingi sem haldið var í gær, fimmtudag. Breytingar á norður- slóðum, alþjóðleg tækniþróun og efna- hagsleg framvinda í Evrópu munu eiga stóran þátt í að móta það landslag sem hagkerfi Íslands verður búið. Marka þarf skýra stefnu til framtíðar um hvernig eigi að takast á við þær ógnir sem felast í breytingum á umhverfinu og hvernig eigi nýta þau tækifæri sem skapast. Erindi fluttu Svana Helen Björnsdótt- ir, formaður Samtaka iðnaðarins, Brad Burnham hjá Union Square Ventures, dr. Laurence C. Smith, prófessor í jarð- og geimvísindum við UCLA og Matthias Krämer, framkvæmdastjóri hjá BDI, Sam- tökum iðnaðarins í Þýskalandi. Formenn stjórnmálaflokkanna tóku þátt í pallborðsumræðum, þeir Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Orri Hauks- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, stýrði umræðum en fundarstjóri var Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis. Brad Burnham starfar hjá fjárfestingar- fyrirtækinu Union Square Ventures í New York. Hann hefur fjárfest í fjölda tækni- fyrirtækja og samfélagsmiðla með árang- ursríkum hætti, t.d. Twitter og Tumblr. Brad telur að lagaumhverfið á netinu muni versna umtalsvert á næstu árum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Hann hefur lagt til að Íslendingar nýti sér tækifærið og skapi hér á landi kjörlendi nýsköpunar og tækniframfara á netinu, með einföldu lagaumhverfi og umhverfisvænum gagna- iðnaði. Dr. Laurence C. Smith er prófessor í jarð- og geimvísindum við UCLA háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur rannsakað náttúrulega og efnahagslega framvindu á nyrsta parti jarðar, meðal annars á Ís- landi. Laurence hefur sett óvenjulega lýð- fræði Íslendinga í sérstakt samhengi – ekki síst þegar borið er saman við aðrar norðurþjóðir. Matthias Krämer er framkvæmdastjóri sviðs lítilla og meðalstórra fyrirtækja hjá BDI, Samtökum iðnaðarins í Þýska- landi. Hann ræddi efnahagsþróun Evrópu næstu ár, samkeppnishæfni mismunandi greina og landa og fjármálakreppuna.  FErðir áFangastaðurinn ísland Hvernig eigum við að taka á móti tveimur milljónum ferðamanna? Kynna möguleika Íslands á ferðakaupstefnu. Þóra Guðmunds- dóttir, Guðný Pálsdóttir og Þórunn Reynis- dóttir. Ljósmynd/Hari Þær stöllur eru engir nýgræðing- ar í þessum geira því samanlagt búa þær yfir nærri hundrað ára reynslu í störfum tengdum ferðaþjón- ustu. 10 viðskipti Helgin 15.-17. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.