Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Side 14

Fréttatíminn - 15.03.2013, Side 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. V Við búum í húsi, förum úr rúminu á morgnana og gætum þess að detta ekki um leikföng barna, skrúfum frá krana sturtunnar, klæðum okkur, burstum tennurnar, setjumst á stól, borðum með hnífapörum, ökum í vinnuna í bíl eftir götum og förum langferðir í flugvélum sem nota flugbrautir til flugtaks og lendingar. Allt eru þetta hversdags- legir hlutir, að því er okkur finnst, rúm, borð, stól- ar hnífar, farartæki, vegir og flugvellir. Því leiðum við hugann ekkert sérstaklega að þeim nema hvað það er nauðsynlegt að hafa þá við höndina. Allir eiga þessir hlutir það hins vegar sameiginlegt að vera hannaðir af einhverjum og eftir því sem þeir verða flóknari koma fleiri að hönnun og gerð. Að þessu vék Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listahá- skóla Íslands, í grein í Viðskipta- blaðinu í aðdraganda Hönnunar- Mars fyrir tveimur árum, boðbera vors og gróanda í samfélaginu, um leið og hann vakti athygli á hinu manngerða umhverfi allt í kringum okkur, um- hverfi sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Útlit flest þess sem við höfum fyrir augunum markast af verki hönnuða, hugmynd að einhverju sem ekki var til en varð það. Prófessorinn benti á það í grein sinni hve hugmynd skiptir miklu máli, allt verður til sem hugmynd, nota þarf ímyndunarafl, hug- myndaflug og sköpunargáfu. Ferill frá hugmynd til hönnunar og framleiðslu tekur þá við þar sem margir koma að, mögulegir fjárfestar, verkfræð- ingar, handverksfólk og markaðsfólk, auk fjölda annarra. HönnunarMars, hinn fimmti í röðinni, hófst í gær og stendur fram á sunnudag, merkilegt fram- tak og viðburður sem hefur fest sig í sessi sem stærsti viðburður hönnunar á hverju ári. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bera hitann þungann af dagskrá hátíðarinnar þar sem boðið er upp á fjölda viðburða og sýninga. Almenningi er boðið að kynnast heimi hönnunarinnar með áhugaverðum sýningum og fyrirlestrum sem endurspegla fjöl- breytileika íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. HönnunarMars spannar vítt svið og kynnir okk- ur vaxandi atvinnugrein sem byggir á traustum grunni. Eins og sjá má af upptalningunni hér á undan gegnir hönnun veigamiklu hlutverki. Það hve margir standa að átakinu sýnir fjölbreytn- ina, greinar eins og arkitektúr, grafísk hönnun, keramik, húsgagnahönnun, myndskreytingar, vöruhönnun, fatahönnun, iðnhönnun, skartgripa- hönnun, landslagsarkitektúr, innanhúsarkitektúr og textílhönnun. Danir hafa náð langt í þessum efnum og eru góð fyrirmynd fyrir okkur. Hönnun er auðlind sem mikilvægt er að nýta í íslensku atvinnulífi þegar leitað er nýrra leiða og tækifæra. Forráðamenn Hönnunarmiðstöðvar, sem er í eigu þeirra aðila sem að hönnun koma, benda á að hönnun snerti öll svið samfélagsins, hvort sem um er að ræða þróun samfélagsins sjálfs, þróun efnhagslífsins, þróun hugmynda, verkefna, vöru, þjónustu, ferla eða viðburða. Skapandi greinar eru sá vettvangur sem flestar þjóðir horfa á sem helsta vaxtarbrodd í náinni framtíð. Hönnunarmiðstöðvarmenn benda á að rannsóknir staðfesti að hönnun sé þá þáttur sem skilar mestri arðsemi enda kostnaður við hönnun hlutfallslega lítill í samanburði við aðra framleiðsluþætti. Hérlendis starfa um 1500 vel menntaðir hönn- uðir og arktitektar. Taka ber undir það sem fram kemur á vef Hönnunarmiðstöðvarinnar að mikil- vægt sé fyrir íslenskt þjóðfélag að nýta þekk- ingu, menntun og hæfileika þessa fólks okkur til framdráttar. „Hönnun,“ segir þar, „tengist allri atvinnustarfsemi svo sem byggingariðnaði, fram- leiðsluiðnaði, sjávarútvegi, ferðamannaiðnaði, matvælaiðnaði, þjónustu og þekkingariðnaði. Hönnun nýtist ekki aðeins í innlendri framleiðslu heldur er einnig hægt að flytja hana út í formi vöru og hugvits.“ Árlegur HönnunarMars er sýnishorn þeirrar grósku og sköpunargleði sem ríkir innan hönn- unarsamfélagsins. HönnunarMars 2013 Hönnun er auðlind Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Á bálkesti hégómans Fyrir vikið hata kjósendur þig. Mannorð þeirra fáu sem hafa kjark til að halda fast í stefnumálin er svívirt – oft með aðstoð samherja viðkomandi sem eru blindir af eigin hégómagirnd. Þingkonan Lilja Mósesdóttir gerði vanþakklátu starfi þingmannsins skil og þá ekki síst illri vist í þing- flokkum. Ekki senda þetta í tölvupósti! Það sem skilur á milli að við erum ekki marx-lenínistar. Við erum meira í ætt við það sem í mínum upp- vexti var kallað framsóknarkommar sem er ekkert óalgengt viðhorf á félagshyggjuhlið stjórnmálanna. Bjarni Harðarson, bóksali og fyrrverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins, er skilgreinir hér nýtt framboð sem hann er með í startholunum. Isss. Vigdís Hauks pælir ekkert í þessu Er með krónískan aulahroll yfir því hve ummæli mín við atkvæða- greiðsluna komu asnalega út. Það sem ég vildi reyna koma frá mér er það að mér finnst ekki tilefni til að treysta neinum inni á þingi til að koma stjórnarskránni í höfn. Finnst hræðilega erfitt að vera í þeirri stöðu að vera í rússneskri rúllettu með svona mikilvægt mál. Birgitta Jónsdóttir þingkona var óánægð með hvernig hún gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar vantraust á ríkisstjórnina var tekið fyrir. Sannkallað kraftwerk Þetta er auðvitað alveg geðveikt. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, er lukkulegur með að hafa fengið tölvukallana í Kraftwerk til þess að klára næstu hátíð. Illur fengur... Ég upplifi það að það sé næstum því búið að ræna Sjálfstæðis- flokknum frá mér. Halldór Gunnarsson í Holti, sjálfstæðismaður til áratuga, er með böggum hildar. Enga afturhaldskommatitti! Helgi Magnússon, útrásarvíkingar og pilsfaldakapítalistar munu aldrei stjórna Sjálfstæðisflokknum. Tómas Ingi Olrich, fyrrum ráð- og sendiherra, svarar grein Helga Magnússonar fullum hálsi en Helgi bar sig illa yfir að skellt hefði verið á nefið á Evrópusinnuðum sjálfstæðismönnum á landsfundi. Kruss og þvers í Gnarrenburg Þetta er algjörlega óþolandi dóna- skapur og frekja. Jón Gnarr er nóg boðið og vill skera upp herör sem leggja bílum sínum ólöglega út um alla borg.  Vikan sem Var Albena er fallegur strandbær við Svartahaf. Byggingastíllinn þykir einstakur og fallegur og stað- setningin er sérlega hentug fyrir mjög breiðan hóp ferðafólks. Ströndin er þar einhver sú besta við Svartahaf. Góðar aðstæður fyrir þá sem vilja njóta hvíldar, þar sem ferðamannaiðnaðurinn er ekki eins mikill og á öðrum stöðum þar sem strandlífið lokkar. Frábært fyrir barnafjölskyldur. Skammt frá er einn flottasti golfvöllur í Evrópu, Thracian Cliffs. Margar áhugaverðar dagsferðir eru í boði, um fjölbreytta náttúru- og menningarstaði á kostnaðarverði. Sama gildir um fjögurra daga ferð til Rúmeníu. Búlgaría - Rúmenía www.soguferdir.is soguferdir@soguferdir.is - S: 564 3031 • Pólland (Varsjá, Kraków) í júní. • Hvítarússland í júlí. • Indland-Bútan í ágúst. • Albanía í september. Framundan eru nokkrar fróðlegar ferðir og skemmtilegar. Við beinum sjónum að sögu, menningu og hvunndagslífi. Hægt er að kynna sér væntanlegar ferðir á vef okkar soguferdir.is Ferðir fyrir forvitna á öllum aldri 22. maí - 2. jún í Mesta úrvalið af Múmínvörum! Suomi PRKL! Design, Laugavegi 27, www.suomi.is, 519 6688 Múmínkrúsir 3.800,- Nokian stígvél 12.900,- Marimekko töskur frá 14.900,- Iittala Mariskálar frá 8.900,- Nýtt! 14 viðhorf Helgin 15.-17. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.