Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 15.03.2013, Qupperneq 22
F E R Ð A S K R I F S T O F A A L L R A L A N D S M A N N A Fararstjóri Þóra Valsteinsdóttir Sumar 6 Franskar Alpaperlur Fegurð landsins fjalla leikur um okkur í þessari töfrandi ferð um frönsku Alpana með stórbrotinni og óviðjafnanlegri náttúrufegurð. Verð: 199.300 kr. á mann í tvíbýli – Mikið innifalið! Pantaðu núna í síma 570 2790 eða bókaðu á baendaferdir.is Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Opið kl. 8.30 - 16.00 virka daga 14. - 21. júní F yrir réttum þrjátíu árum var Kvennalistinn stofn- aður og eru áhrif hans á stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum óumdeild. Áður en Kvennalistinn bauð fram til Alþingis árið 1982 höfðu 12 konur setið á Alþingi en um 500 karlar. Mest voru þrjár konur á þingi allt til ársins 1983 þegar Kvennalistinn einn og sér fjölgaði konum um 100% með því að ná þremur konum á þing. Framboð Kvennalistans hafði hins vegar þau áhrif að aðrir stjórnmálaflokkar lögðu frekari áherslu á konur á lista sínum en nokkru sinni fyrr og voru því níu konur kosnar á þing þessar fyrstu alþingiskosningar sem Kvennalistinn tók þátt í. Með tilkomu Kvennalistans urðu konur á Alþingi því þrefalt fleiri, eftir þessar fyrstu þingkosningar, en á fyrra kjörtímabili. Tólf þingkonur var jafnmikið og allar konur sem setið höfðu á Alþingi frá upphafi samanlagt, svo fjöldinn sé settur í samhengi. Nokkrar af forkólfum Kvennalistans komu saman í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá stofnun hans, þær Kristín Jónsdóttir, Guðrún Erla (Gerla) Geirs- dóttir, María Jóhanna Lárusdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Kristín Einarsdótt- ir, Kristín Blöndal, Guðrún Ögmunds- dóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Ingibjörg Hafstað, Kristín Ástgeirsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Rætur í Rauðsokkuhreyfingunni Kvenfrelsisbaráttan sem Kvennalistinn sprettur upp úr náði ákveðnu hámarki með stofnun Rauðsokkuhreyfingar- innar árið 1970 sem barðist ötullega fyrir kvenfrelsi. Þegar Rauðsokku- hreyfingin hafði liðið undir lok komu nokkrar konur saman og spurði ein þeirra: Af hverju bjóðum við ekki fram? Í framhaldinu lagðist hópur kvenna í mikla undirbúningsvinnu og stofnaði Kvennaframboðið í nóvember Framboð Kvennalistans hafði hins vegar þau áhrif að aðrir stjórnmála- flokkar lögðu frekari áherslu á konur á lista sínum en nokkru sinni fyrr. Öll mál eru kvennamál Kvennalistakonur fagna því að þrjátíu ár eru liðin frá stofn- fundi Kvennalistans. Forkólfar hans hittust af því tilefni og rifjuðu upp aðdragandann að stofnun hans og þau málefni sem konunum tókst að koma á dagskrá í íslenskri pólitík og varða samfélagið allt: kynferðisofbeldi gegn konum og börnum, rétt- indi kvenna á vinnumarkaði, umhverfismál og ýmislegt fleira. Þær komust að því að hugsjónin lifir enn. Framhald á næstu opnu Nokkrar af forkólfum Kvennalistans komu saman í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá stofnun hans, þær Ingibjörg Hafstað, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, María Jóhanna Lárusdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Erla (Gerla) Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Kristín Blöndal. Ljósmynd/Hari 500/12 Til ársins 1982 höfðu samtals 500 karlar setið á Alþingi og 12 konur. 22 stjórnmál Helgin 15.-17. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.