Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 25
Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn 1980 Vigdís Finnboga- dóttir kjörin forseti Íslands Janúar 1982 Samtök um stofnun kvennaframboðs sett á fót 13. mars 1983 Stofnfundur Kvenna- listans 23. apríl 1983 Fyrstu Alþingiskosn- ingar með þátttöku Kvennalistans. Fengu 3 konur á þing (5,5% atkvæða), þær Sigríði Dúnu Kristmunds- dóttur, Guðrúnu Agnarsdóttur og Krist- ínu Halldórsdóttur 25. apríl 1987 Kvennalistinn hlaut 6 konur á þing (10,1% atkvæða) 20. apríl 1991 Kvennalistinn hlaut 5 konur á þing (8,3% atkvæða) 8. apríl 1995 Kvennalistinn hlaut 3 konur á þing 1998 Kosningabandalag þriggja flokka, Kvennalista, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags 2000 Samfylkingin stofnuð úr þeim þremur flokkum sem bundist höfðu kosningabandalagi árið 1983, það voru þær Guðrún Agnarsdóttir, Kristín Halldórs- dóttir og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir. Kvennalistinn lagði grunn að stofnun Kvennaathvarfsins árið 1983 og kom á fót neyðarmót- töku fyrir þolendur kynferðisaf- brota, sem einmitt á einnig 30 ára afmæli um þessar mundir. En Kvennalistinn lagði einnig áherslu á að öll mál væru kvennamál, jafnvel skipulags- mál, eins og þær komast að orði. Fram til þessa höfðu öll mál ver- ið hugsuð út frá sjónarhóli karla. „Markmið kvennalistakvenna var að snúa öllu á hvolf, finna nýja fleti á málum, sem hentuðu konum jafnvel og körlum.“ „Þær voru fyrstar allra flokka að setja umhverfismál á oddinn við aðhlátur annarra flokka sem sögðu umhverfismál „eitthvað tekið frá útlöndum“. Ísland hefði enga þörf á að ræða umhverfis- mál, hér væri engin mengun“ – segja þær og hlæja, því auðvitað er þetta hlægilegt í dag, þegar eitt heitasta málið er áhrif Kára- hnjúkavirkjunar á lífríki Lagar- fljóts. „Fólk vissi almennt auðvitað ekki þá hversu umhverfismálin eru mikilvæg þótt við hefðum reynt að setja þau á dagskrá. Við vissum heldur ekki hversu kynferðisofbeldi gegn konum og börnum er mikið og stórt vandamál hér á landi þó svo að við hefðum gert þau að helstu baráttumálum okkar,“ segja þær. Fyrsta þingmál Kvenna- listans sem fékkst samþykkt var þingslályktunartillaga um könnun á rannsókn og með- ferð nauðgunarmála og í kjölfar hennar var Guðrúnu Agnarsdótt- ur þingkonu falið að undirbúa stofnun Neyðarmóttökunnar. Kvenfrelsi og jafnrétti Helsta baráttumál Kvennalista- kvenna var samt sem áður kven- frelsi og jafnrétti kynjanna og leggja þær áherslu á að auðvitað hafi þær fyrst og síðast verið femínistar. Eftir kosningarnar árið 1987 fjölgaði kvennalista- konum á þingi um helming og urðu þær sex og þingkonur sam- tals 17. Þeim tókst því aftur að hafa þau óbeinu áhrif að aðrir flokkar fjölguðu konum á fram- boðslistum sínum og þannig að auka hlutfall kvenna á Alþingi, sem hélt áfram að aukast jafnt og þétt næstu árin. Síðasta framboð Kvenna- listans var árið 1991 þegar hann náði þremur konum á þing. Þó svo að kvennalistakonum hafi fækkað milli kosninga fjölgaði konum í öðrum flokkum og voru þær 17 þá. Hlutfallið hefur hæst verið tæp 43%, eftir kosning- arnar 2009, þegar 27 konur voru kjörnar á þing. Kvennalistinn var einn þriggja flokka sem stofnuðu saman Sam- fylkinguna árið 2000 en flokk- arnir þrír höfðu gert kosninga- bandalag tveimur árum fyrr. sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is stjórnmál 25 Helgin 15.-17. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.